Monday, October 19, 2009

Dagur 6

Ég verð kaupóð í þessari borg! Hér fæst allt og allt er svo freistandi. Og ég er í besta/versta hverfinu upp á freistingar að gera. Jafnvel í verstu götunni í versta hverfinu. Nágrannar mínir eru Marc Jacobs og Vivienne Westwood, sem ég elska. Donna og Calvin eru líka nágrannar. Prada ekki langt undan. En í götunni eru líka hip og kúl HK merki. Mig langar í nýja skó, strigaskó, stígvél og sandala og buxur og pils, boli og peysu. Kjól og slopp. Mig vantar nýjan síma, langar í ný gleraugu og nýja myndavél. Ef ég bara ætti péníng! Ég held ég fái samt fljótlega ógeð á markaðshyggjunni hér. Merkjasnobbinu og brjálæðinu. Hér æðir fólk um götur frá 10.30 til 22.30 í kaupæði. Allir með Rayban á nefinu og Gucci á öxlinni. Afi gamli er jafnvel í CK bol og amma gamla með sex fingur sem sat fyrir framan mig í rútunni var með gucci tösku. Allar stelpurnar svo litlar og sætar og tískulegar. Mér finnst ég soldið púkó og mjög risavaxin. Er að upplifa mestu fitukomplexa síðan ég var tíu ára og ákvað að fara í megrun. En megrun fer ég ekki í hér. Ég verð að borða og njóta. Allur þessi stórkostlegi matur. Í gær borðaði ég kjúkling með engifer og lauk, í dag sushi. Mmm hvað skyldi vera í matinn í Hong Kong á morgun.
Ég átti fund með Dr. Cecilu Cheng eða Ceci eins og hún er kölluð. Fundurinn gekk ljómandi vel og allir hressir bara. Ég byrja á rannsókninni á miðvikudaginn.

4 comments:

Anonymous said...

Hljomar ogurlega vel Gunnsa min,
þú ert gorgeous eins og þú ert.

Dísa Sv said...

Vá þetta hljómar allt alveg rosalega vel og spennandi. En eru þessi merki öll ekta, er þetta ekta Gucci töskur sem ömmunrar eru með? Gangi þér vel dúllan mín.

Sigrún Sv said...

Voðalega hljómar þetta allt vel hjá þér og mikið er nú gott að allt gengur svona vel hjá þér. Nú langar mann bara að fara að sjá myndir af herlegheitunum og fá eitthvað af þessum mat hingað heim á sker.
Mamma biður að heilsa þér, ég ber þessar bloggfréttir þínar í hana.
Kv, SS

Unknown said...

Ég var að vona að það væri kominn dagur 7 ;-) Orðin góðu vön. Áframhaldandi góða skemmtun!