Sunday, October 18, 2009

Dagur 3

Ég plástraði á mér hælana og arkaði af stað í nýju bláu ballerínunum mínum. Wan Chai. Verslunar og djammhverfi á Hong Kong eyju. Var víst rauða hverfið þegar Víetnam stríðið var. Mér fannst ekki sérlega mikið til koma þessa hverfis að degi til og skellti ég mér því niður að höfn. Þaðan er áhrifamikið útsýni yfir til Kwoloon og að HK Central. Tsjillaði þar með hinum túristunum og ákvað svo að skella mér á fyrstu hárgreiðslustofu sem á vegi mínum yrði. Síðast þegar ég var í HK fór ég í klippingu og fékk þvílíka prinsessu meðferð. Stórkostlegt höfuðnudd og þrír HK hipsterar að blása á mér hárið, eða öllu heldur einn blés og tveir héldu hárinu. Ég fékk ekki alveg sömu lúxux meðferð í þetta skiptið en fékk þó ansi gott höfuðnudd og klipparinn minn var svona HongKongdúlluhipster. Engin drastísk breyting á hárinu enda er ég að rembast við að vera kvenleg og safna hári. Eftir klippinguna fór ég í HK park. Merkilegur almenningsgarður mitt á milli fjalls og skýjakljúfa. Ákaflega tilbúinn en nokkuð heillandi garður. Labbaði hann þverann og endilangann. Settist á bekk og fylgdist mep skýjakljúfunum í ljósaskiptunum. Labbaði svo til baka í gegnum Wan Chai. Það virðist sem að enn séu vændiskonur starfandi í hverfinu. Þær héngu allavegana þarna fyrir utan nokkra klúbbana blessaðar, ansi vel meikaðar í litlum fötum. Þarna virðist vera ágætis stuð og ég veit hvert ég á að fara ef mig langar í Mexíkóskan eða Indverskan mat nú eða á pöbba með nöfnum á borð við The White Stag og The Ibiza Club.
Í dag hikaði ég ekki við að labba loftgöngin á milli turna. Maður þarf bara að skella sér inn í næsta turn, finna göngin og vona að maður komi réttu megin út. Framtíðin er núna.

No comments: