Saturday, May 31, 2008

Öfugsnúið

Ég er ein heima að læra á laugardagskvöldi. Ég er að drekka lífræna mjólk og borða Oreo kökur. Hlusta á Pink Floyd. Úti eru brjálaðar þrumur og eldingar en engin rigning. Það er eitthvað hérna sem passar ekki.

Friday, May 30, 2008

Thursday, May 29, 2008

Það er ekki sjálfgefið...

...með hverjum ég held

Hollendingum af því Hollendingar eru svo ágætir og myndarlegir upp til hópa.



Ítölum af því að þeir eru alltaf sætastir í flottustu búningunum.



Frökkum af því að Frakkar (hvaðan úr veröldinni sem þeir koma) eru mínir menn.

Ætli ég sjái ekki bara til hverjir komast upp úr riðlinum.

Monday, May 26, 2008

Synda Synda Synda

Mánudaginn 30. júní ætla ég að rölta niður í Bankastræti og fá mér kaffi latte og croissant á Kaffitári og "lesa" Fréttablaðið og Moggann. Skunda svo í Vesturbæjarlaugina og synda 800 metra, fara aðeins í pottinn og vera lengi í gufunni. Fara svo í ísbúðina og fá mér þeyting með jarðaberjum, snikkers og bántý. Labba til baka niður í bæ og kíkja í Eymundsson, fá mér kannski cappuccino. Vona svo að einhver elskuleg systir mín bjóði mér í kvöldmat og eldi handa mér fisk. Þær verða kannski allar á Spáni bara. Ég googlaði upp orðinu synda og þá birtist þessi fríða snót:

Hún heitir Synda Lockard og er 2007 Miss National Federation of Professional Bullriders. Töff.

Sunday, May 25, 2008

DIVINE

Djöfull var þetta slæm júróvisjón keppni. Ég eyddi þó evru í að kjósa íslenska júrótrashið. Fíla Sebastian Tellier. Ákaflega gott lag. Ætla út að skokka með það á rípíd í spilaranum.

Tuesday, May 20, 2008

Áfram Ísland

Mikið er ég stolt að vera Evrópubúi í dag. Lágmenningin er svo mikil og góð að mann svíður í sál og hjarta, eyru og augu. Ég er viss um að af keppendum var líka stæk fíla af mjög ódýru súru ilmvatni og sætu hárspreyi í bland við svitafíluna. Frábært alveg frábært. Hlakka til að sjá framlag Íslands á fimmtudaginn. Held samt með Frakklandi.
Ég keypti mér flug heim til Íslands sunnudaginn 29.júní. Ég hlakka mikið til að koma heim en er líka pínu kvíðin. Svolítið skerí tilhugsun að koma skítblönk heim í kreppuna, taka strætó klukkan sjö í rigningunni í vinnuna, borga sjöhundruðkall fyrir bjór og fjögurhundruð fyrir kaffibolla. En það þýðir víst ekki að vera með neinn bölmóð. Maður hellir bara upp á kaffi frá europrice og laumar með sér eins og einni stórri flösku af absinthe frá meginlandinu. Eins og lóan segir þá þarf ég víst að vaka og vinna, ég hef sofið of mikið og vinn ekki nóg, einhver annar sagði að enginn væri verri þótt hann vökni. Þetta verður örugglega helvíti fínt bara. Maður reynir kannski að staulast upp eitthvert fallegt fjall, fer í sund, fær sér snúning á gömlum traktor í heyskap, heilsar upp á liðið og svona. Almenn gleði bara.

Friday, May 16, 2008

Nánar um Hong Kong

Og svo byrjaði að rigna. Ég get þó allavegana hangið inni með góðri samvisku, reynt að læra kannski svolítið. Já og einhver spurði hvað málið með Hong Kong væri. Þannig er mál með vexti að í þessu námi mínu á ég að gera tvær rannsóknir, mastersverkefni og svo annað sem má vera smærra í sniðum. Ég er nú að rembast við að vinna í mastersverkefninu mínu. Datt svo í hug að það væri gaman að fara til Hong Kong til að gera hina rannsóknina. Ég fann því prófessor við Hong Kong háskóla sem mér fannst áhugaverð, skrifaði henni meil, spurði hvort ég mætti koma til Hong Kong, vinna rannsókn hjá henni og hvort hún gæti leiðbeint mér. Hún var til í það. Fólki hér við skólann finnst þetta sniðug hugmynd og ég fæ jafnvel einhverja styrki fyrir flugi og svona. Nú þarf ég bara að finna eitthvað sniðugt til að rannsaka. Ef af þessu verður geri ég ráð fyrir að vera í fjóra mánuði að ári, kannski mars, apríl, maí og júní. Já já þetta er ekki flóknara en þetta. Engir jarðskjálftar í Hong Kong nei ne. Þar eru lífslíkur 81.68 ár, þær sjöttu bestu í heiminum árið 2007 (80.43 ár á Íslandi, 13 sæti). Þar þykir menntun grunnskólabarna sú önnur besta í heiminu (Finnar tróndu á toppnum árið 2006, sko þá). Hong Kong háskóli (HKU) þykir sá 18 besti í heimi. Hong Kong er eitt þéttbýlasta svæði jarðarinnar, 6200 manns á ferkílómeter. Þar er meðalhiti 25 gráður yfir árið. Hong Kong var "sjálfstæð bresk nýlenda" frá 1842 til 1997 þegar það varð partur af Kína, Hong Kong hefur þó mikið sjálftæði allavegana til 2047. Þar er afar kapítalískt hagkerfi sem vex og dafnar (engin íslensk króna þar nei nei Hong Kong dollar). Enska er þar annað opinbert mál. Þegar ég var þar á ferð fyrir nokkrum árum með henni Brynju minni (Brynja ég elska þig) þá hugsaði ég og nefndi að mig langaði að fara þangað í framhalsdnám. Ég lét ekki verða af því en kannski læt ég verða af þessu. Góða helgi, lifið heil.

Thursday, May 15, 2008

Æðislega frábært alveg!

Æh ég elska Amsterdam svo mikið. Hún er svo mikið krútt. Ég er að hugsa um að vera hér í nokkur ár. Ég ætla bara að vera einn af þessum óþolandi bloggurum í útlöndum. Ég reyni þó að tuða eitthvað inn á milli. Hér eru nokkrar myndir sem sýna hvað það er rosalega æðislega frábært hjá mér.


Hrafnhildur við Canalinn í Den Bosch


Fyrsti bjórinn á drottningardaginn


Fanney fagnaði drottningunni memm


Grillað í garðinum (þetta eru vinir mínir sko, ekki bara eitthvað fólk sem ég tók mynd af)


Dagur á hollenskri strönd


Dagur að kveldi kominn, þetta líf er ekkert grín


Útsýnið af þakinu mínu


Ég á þakinu, afsakið höfuðbúnaðinn


Prinsessur út að borða á arabískum veitingastað


Tvær mjög kynþokkafullar ungar konur út að borða á asískum veitingastað


Í gærkvöldi borðaði ég flatkökur með hangikjöti og nóa súkkulaði og horfði á Mannaveiðar. Góð stemmning það.

Tuesday, May 13, 2008

Þegar kona villir á sér heimildir

Þegar ég birti þessa


mynd af mér á Myspace og sagðist vera 51 árs og búa í Gelderland í Holland þá hafði þessi John samband

Hann skrifaði mér póst á hollensku og þessar upplýsingar eru á síðunni hans.
About me:
I am a sweet and caring man looking for a gentle, soft-hearted and affectionate lady. *I'm holding a lantern aloft*, in search of a girlfriend, possible re-marriage, not just purely casual dating (if there's NO chance of romance or "some lovin", then that's called friendship, which is fine as long as I know). Would you like to know a man who really does send flowers, actually calls you when he says he's going to, and wants time together? And once in a relationship, is genuinely faithful and committed? I'll trade you for you being a woman who is ready to be loving with the right guy, NOT just emails and then never actually meet on a first date. Affection takes time, but has to start with a drink or an ice tea together and actually going places and doing things in each other's company. I also ADORE western Europe, especially Holland and Belgium, and I speak and write some Dutch. I have visited there twice, and would happily move back there for love. I'm in Arlington Texas now and want to meet women here as well. I'm not against staying in DFW. 13 years owning my own web site design company. www.fortworthdesign.net I'm looking for: Female, ages 32-60, golden-hearted, open to a relationship, open-minded, fun-loving, affectionate. Reasonable height/weight.
Who I'd like to meet:
Lady penpals 32-60, either in central DFW, especially in or near Arlington, and Western Europe, where I would DEFINITELY move for love. Penpals are swell - finding a girlfriend wouldn't hurt my feelings either.

Mikið hlakka ég til þegar ég verð í alvörunni feit og fimmtíu og eins túlípanabóndi.

Appelsínuhæna

Djöfull fer í taugarnar á mér þegar konur fara að tuða um hvað þær séu með mikla appelsínuhúð. Hvaða kjaftæði er það. Hverjum er ekki andskotans sama þó að kona sé ekki með fullkomna húð á rassinum. Svo ota þær rassgatinu á sér í spegilinn og kreista húðina hér og þar og segja "sko sjáðu þetta, þetta er sko appelsínuhúð, þetta er ógeðslegt, ég verð að auka vatnsþambið úr 4 lítrum á dag í 6". Fáránlegt. Og oftast eru þetta týpurnar sem eru svo mjóar að þær geta ekki tuðað yfir því hvað þær séu feitar. Þær verða bara að hafa eitthvað til að komplexera yfir. Annað sem fer í taugarnar á mér eru blogg Íslendinga sem búa í útlöndum og blogga stanslaust um hvað allt sé frábært hjá þeim. Alltaf svo ógeðslega mikið að gera í félagslífinu hjá þeim, frábærlega flippuð partý með æðislega hressu liði og svo farið í garðinn daginn eftir með öllum geggjað skemmtilegu útlensku vinunum og grillað og drukkinn bjór í sólinni og svo er vinnan eða skólinn alveg meiriháttar, brjálað að gera alveg en það er sko tótallí vörð itt því allt er svo meiriháttar. Það er spáð rigningu um helgina og ég þarf sko aldeilis að fara að spíta í lófana út af kæruleysiskasti undanfarinna vikna í skólanum. Útlensku vinir mínir eru voða skemmtilegir en misjafnir mjög og ég læt þá alla meira og minna fara að einhverju leiti í taugarnar á mér. Flest kvöld hangi ég bara ein heima og geri ekki neitt. Ég er samt alveg afskaplega sátt við lífið og tilveruna.

Monday, May 12, 2008

Glötuð

Djöfull er ég ömurlegur bloggari þessa dagana. Allt svo frábært hjá mér, sól og strönd og bjór og grill og kleinuhringir, njeeeöööögghhhh ég þarf að gera eitthvað í þessu.

Friday, May 09, 2008

The heat is on

Ég er hætt í súkkulaðinu í bili og komin yfir í stroopvöflur og kleinurhringi. Grillaðir hamborgarar koma sterkir inn. Ískaffi með súkkulaðimjólk líka.
Í dag fór hitinn yfir 30 gráður. Ég uppgötvaði að ég get farið upp á þak og sólbaðað mig þar. Æði sæðislegt. Á morgun ætla ég með genginu mínu á hollenska strönd. Í kvöld þarf ég að hanga heima yfir verkefni sem ég á víst að skila í dag.

Tuesday, May 06, 2008

Teknó teknó teknó in da sun

Nei ég lýg engu þegar ég segist vera prinsipesa. Ég hjóla um borgina á nýja gamla hjólinu mínu í 23 stiga hita í pilsi og sandölum. Hitti fólk í garðinum og drekk bjór og borða súkkulaði. Fanney var í heimsókn í síðustu viku og við skemmtum okkur konunglega á barnum, á veitingahúsum, við sýkin, á tónleikum, í búðum, á klúbbum. Á drottningardaginn glöddumst við með Hollendingum yfir því að landið á þessa líka huggulegu drottningu. Þá klæðast Hollendingar appelsínugulu, hlusta á teknó á bátunum sínum og drekka mikinn bjór. Við hlustuðum á teknó, drukkum mikinn bjór og fórum í partý í húsbát. Afskaplega hressandi upplifun. Fyrsti maí var líka frídagur. Honum fögnuðum við með Stuart og félögum. Hefði bara alls ekki getað verið betra. Í gær fögnuðu Hollendingar sjálfstæði sínu frá Þjóðverjum í síðari heimstyrjöldinni. Deginum fagnaði ég með hjólatúr og bjór og sól og stemmningu í Austurgarði. Í dag þurfti ég barasta að mæta í skólann. Smá sjokk eftir laaaanga helgi. En eftir nokkurra klukkustunda vinnu lá leiðin í Vondelpark þar sem ég lá á teppi og borðaði súkkulaði og talaði um stráka í sólinni. Jahá lífið er ljúft fyrir utan afar sársaukafullt papercut og blöðrur á báðum stóru tánum eftir að vera berfætt í pæjuskóm. En maður verðuð nú að blaða svolítið í vísindagreinum á milli bjórsopa og súkkulaðistykkja og prinsessufæturnir mínir verða bara að gjöra svo vel að venjast sokkaleysinu.
Allt streðið og stressið í rigningunni í vetur var þess virði. Úmpha úmpha hyper hyper!

Sunday, May 04, 2008

Ég er prinsipesa

og borða bara súkkulaði og baða mig í sólinni

Saturday, May 03, 2008

Ég elskann Stuart

Svo sem ekki nýjar fréttir en maðurinn er fullkominn og ég elskann. Tónleikarnir voru æðislegir. Ég grét.