Monday, October 26, 2009

Dagur 12 - sunnudagur

Ég velti því fyrir mér að skella mér í aðra eyjarferð en er of löt. Ég tek rútuna til Shek O. Ligg í letikasti á ströndinni, dorma og les um Salander og Blomkvist, spennan magnast. Ég fæ mér einn sundsprett sem ég nýt ekki til fullnustu þar sem ég virðist vera að þróa með mér netta hákarla og marglyttu fóbíu. Það þýðir auðvitað ekkert. Ég kaupi mér rándýran kaffibolla á strandbarnum. Verð að fæða litla kaffiskrímslið, annars fæ ég hausverk. Annars var planið að drekka bara grænt te í Kína. Það gengur svona la la. Ég drekk te en líka kóka kóla og ískaffi. Bjór drekk ég ekki að ráði enda var bjórskrímlsið vel mett eftir síðustu vikurnar í Hollandi. Vel mett.
Ég held heim á leið og kem við í búðinni og kaupi núðlur og vatn í kvöldmatinn. Sæmilegasta máltíð nema hvað ég er auðvitað orðin sársvöng stuttu seinna. Ég freistast til að fara og fá mér einn late night kjúklingaborgara á Burger King. Þetta er eitthvað sem ég ætla ekki að leggja í vana minn. Þetta er samt svolítið mikið stemmningin hér. Allir alltaf úti að versla og borðandi skyndibita. Ég verð nú aðeins að fá að taka þátt í þessu öllusaman.

4 comments:

Unknown said...

Sniðug ertu. Um að gera að taka þátt í þessu öllu.

Sigrún sys said...

Ertu ekki orðin sjúklega brún á allri strandlegunni? Og verkefnið í skólanum gengur vel? Hefur þú náð meira er 5 mínútna samtali við einhvern? Hvernig er annars að lifa þarna, ekkert mjög dýrt? Setur svo meiri myndir við tækifæri :)

Anonymous said...

Smá forvitni, hvað ertu að rannsaka? Ég get sagt þér mína rannsóknarspurningu ef þú vilt, hún er bara svo tryllingslega leiðinleg að hún helst ekki á prenti...
Kv
Ása

Dedda hennar Lólóar said...

Svakalega gaman að fá að fylgjast með þér kæra vina, og flottar myndir!
Eg ferðast í huganum...
Knús og koss og big hug frá haustinu í Amsterdam.