Monday, February 27, 2006

BOB i sol og sumaryl i suðurhöfum (eða einhversstaðar þar sem eru lamadyr og grillaðir naggrisir!)

Það lifa ekki allir jafn spennandi lífi og la bombe sexuelle.
http://www.bakpokadyr.blogspot.com/
Ömurlegt
Þessi típa er líka ferlega leim
http://myndirogsyndir.blogspot.com/
Hundskist heim, fáið ykkur óþolandi vinnu og bölvið hversdagnum eins og við hin.

Saturday, February 25, 2006

Bloggandinn

Bloggandinn hefur lítið látið á sér kræla undanfarið. Þetta er svona með okkur "listamennina". Stundum er bara krísa og ekkert kemur. Snilldin kraumar bara einhversstaðar lengst undir og harðneitar að brjóta sér leið út. Ég hef aðallega fengið útrás við hekl! Látið hendurnar vinna en hugann hvílast. Lesendur mínir verða bara að virða þetta við mig.
Ég er ekki búin að ráða mig í vinnu. Hef ekki miklar áhyggjur af því. Ég hef mestan áhuga á starfi með börnum, unglingum, geðveikum eða fötluðum. Þetta eru víst óvinsælustu störfin í landinu þannig að ég hlýt að fá eitthvað. Er búin að hafna einu starfi, er að fara í viðtal í næstu viku og held svo áfram að leita og sækja um. Annars mundi ég ekkert neita ef einhver þarna úti vill bjóða mér sjúklega vel launað og skemmtilegt starf. Svo lengi sem það þýðir ekki 20 tíma vaktir með einni 20 mínútna pásu (fimmtudagsvaktin, síðasta!). Ég væri líka alveg til í að einhver myndi vilja borga mér "listamanna"laun í eins og 3-4 mánuði. Þá myndi ég framleiða prjónaðan og heklaðan fatnað í tonnavís, byrja að sauma föt og skrifa eitt stykki skáldsögu. Býður sig einhver fram?!!!

Wednesday, February 15, 2006

Dagurinn i dag

Hlutirnir eru fljótir að gerast í mínu lífi. Fór í atvinnuviðtal í dag og sagði upp sörvetrínustarfinu. Og þar hafið þið það.


Mynd af mér ykkur til ánægju og yndisauka!

Thursday, February 09, 2006

Society Club

Spóka sig spikfeitir
spekúlantar
bissnessbossar
og byssufantar
við glósur, glys
og glasa val.
Lúsgræn ljósin
lýsa upp sal.

Striplast strípaðar
stelpur um svið
stæltar stúlkur
með stoltan kvið.
Speiglarnir speigla
spaugilegt líf:
impótintáta
og útglennt víf.



Dagur Sigurðarson
1937-1994

Svona finnst mér vinnan mín vera þessa dagana. Er komin með ógeð. Og Dagur fangar stemmninguna líkt og fyrri daginn.
Góða helgi. Ég er farin í sveitina að drekka kaffi með mömmu minni.

Monday, February 06, 2006

Dagur

Jæja ég hefði allavegana fengið 8 atkvæði ef ég hefði boðið mig fram í prófkjörinu. En ég er víst of sein. Held að 4 dagar dugi ekki til. Djöh! Takk fyrir stuðninginn samt.
Sat á kaffihúsi í dag og sötraði rauðvín (800 kall takk fyrir). Voða húggulegt hjá minnni. Kom þá belgískur skartgripahönnuður að tali við mig. Bauð mér upp á meira rauðvín og spjall. Byrjaði voða sakleysislega en var svo komin út í afar persónulega hluti. Líkt og það hvað ég hyggðist eignast mörg börn, hvort ég væri einhleyp og hvernig mér líkaði við íslenska karlmenn. Sagði mér líka að hann ætti tvö börn með fyrrverandi konu og að hann ætti hús með garði og sundlaug í Belgíu. Very succesful. Krúttlegur gaur svona. En ekki nógu fjallmyndarlegur og töff fyrir La bombe sexuelle. Hvað er það samt. Af hverju er það ekki nóg fyrir mann að vera krúttlegur, almennilegur og moldríkur. Sagðist bara vera á leiðinni í bíó og sendi hann á Apótekið að borða saltfisk. Fór svo þangað og borðaði nautasteik með Joe9 þegar ég var viss um að hann væri farinn þaðan. Ég á eftir að vera einheyp for the rest of my life! Deyja ein og fátæk. En ég hef þó allavegana sjónvarpið og bíó. Djísús Lost og aðþrengdar eiginkonur eru alveg að gera það fyrir mig þessa dagana. Hver þarf skartgripi og sundlaugar í Belgíu þegar maður hefur allt þetta yndislega furðulega fólk í sjónvarpinu!
Já mánudagar eru yndislegir dagar, svaf út, þreif íbúðina, fór út að skokka, fullt fullt af latte, fullt af sól, rauðvín og fullt af daðri, nautasteik og meira rauðvín, Lost og blogg og svo að sofa núna. Hver sagði að mánudagar væru ekki góðir dagar!

Ljóð:

Í dag er góður dagur
dagur til að elska
Dagur þinn

Dagur Sigurðarson

Thursday, February 02, 2006

Eg i framboð

Jæja nóg komið af íþróttarugli í bili. Verð samt aðeins að segja. Oooh vildi að ég hefði verið þarna til að hugga og kæta hann Óla minn. Litla krúttið, hann var alveg miður sín, og ég líka.
Kominn tími á smá pólitík hérna hjá mér. Borgarstjórnarkosningarnar í nánd og maður er svona að velta þessu öllu fyrir sér. Prófkjör Samfylkingarinnar er mér nokkuð hugleikið. Ég er nú yfirlýstur stuðningsmaður þannig að það er aldrei að vita nema maður mæti bara og hafi áhrif á það hverjir verða á listanum. Þetta eru nú líka meira og minna allt vinir mínir þarna á listanum. Jaaa eða meira kannski svona kunningjar. Dagur, Oddný og Kjartan falla öll inn í þá skilgreiningu mína. Ferðaðist með Degi um hálfa Evrópu á unglingsárunum, skálað nokkrum sinnum við hann, Oddný var á sama tíma og ég í MH og er vinkona vinkonu, verið með henni í nokkrum partýum, Kjartan er fyrrum mágur systur minnar, líka verið með honum í partýum. Það vantar samt að ég eigi svona alvöru vini í pólitíkinni. Held ég verði bara að drífa mig í þetta sjálf. Er líka alveg búin að sjá það út að það vantar mannskju til valda í Samfylkingunni sem er ekki með fjölskylduna á heilanum. Maður heyrir ekki annað hjá þessu liði en: fjölskyldan í fyrirrúmi, börnin, leikskólinn, dagmæður, bla bla bla ble ble. Alltaf verið að tala um blessað fjölskyldufólkið. Það þarf að geta keypt sér íbúðir og keypt sér bíla og sent börnin í leikskóla svo það geti unnið í fínu vinnunum sínum svo það geti keypt sér hús og bíl. Það er helst að samgöngu og skipulagsmál nái að slæðast þarna með. Já og það er af því að fjölskyldufólkið þarf að komast á bílunum sínum með börnin í skólann og til læknis á réttum stað og fara svo á bílnum í vinnuna. Hvað með mig? og alla hina einstæðingana? það er ýmislegt sem skiptir mig miklu máli sem einstæð og barnlaus kona. Og aldrei hef ég heyrt einn einasta pólitíkus minnast á að það þurfi nú að búa í haginn fyrir allt unga ógifta barnlausa fókið sem hrannast upp í samfélaginu. Mín baráttumál yrðu: 1) Bættar almenningssamgöngur í borginni, stætó er minn ferðamáti ef ég þarf að fara út fyrir 101. Einnig meiri virðing fyrir gangandi og hjólandi vegfarendum 2) Ódýrara leiguhúsnæði fyrir einstaklinga. Hver hefur efni á að borga 90 þúsund fyrir 2 herbergja íbúð, í Breiðholtinu!? Ég er ekki að ljúga verðin eru svona, meðalverð fyrir 2 herbergja íbúð er 60-95 þúsund í dag! Ef ég hefði ekki hana Jónínu mína byggi ég í kompu. 3) Ódýrari smokka. Ég vil ekki þurfa að drusla barni í stætó í þessa rándýru leikskóla sem enginn vill vinna á. Og ekki heldur verða sjúklingur á þessu blessaða háskólasjúkrahúsi sem verður þó trúlega sæmilega staðsett í borginni. Smokkar eru sjúklega dýrir í dag. 4) Sálfræðimeðferð verði borguð af tryggingastofnun eins og nánast öll önnur meðferð. Sjúkraþjálfun er borguð en ekki sálfræðimeðferð, það er auðvitað bara djók. Þetta er baráttumál hjá mér, ekki af því að ég þurfi mikið að fara til sálfræðings heldur vegna þess að ég hef það í hyggju að veita slíka meðferð sjálf, þegar ég verð útlærður sálfræðingur. Sem kemur að næsta baráttumáli mínu sem er 5) Bætt kjör stúdenta. Lín er auðvitað bara djók og svona almennt séð er skömm að því hvað Ísland gerir lítið fyrir stúdenta. Lánin eru svívirðilega lág og enginn stúdentaafsláttur er, hvergi. Helst að blessað fjölskyldufólkið geti verið í námi af þvi að það fær hærri námslán og einhverjar bætur og svona.
Já já já ég er mikill pólitíkus. Væri líka til í að berjast fyrir því að bjór og léttvín yrði selt í matvörubúðum, verðlagning á skóm verði endurskoðuð og tryggingakerfi tekið upp (maður þarf að eiga marga og mjög góða skó ef maður er ekki á bíl, það segir sig sjálft), verð á víni á vínveitingastöðum verði lækkað til mikilla muna og matur á veitingastöðum einnig (við einstæðingarnir þurfum að fara mikið út og drekka mikið úti og borða mikið úti svo að líkurnar aukist á því að við verðum einhverntíman blessað fjölskyldufólkið. Ef það væri ódýrara kæmu líka fleiri túristar og þá aukast líkurnar enn meira ;)
En jú annars er ég nokkuð sátt við Samfylkinguna bara. Vantar bara mig á listann. Slagorðið mitt væri: Gunnhildur gerir! eða Gunnhildur gets it done! eða X Gunnhildur, fyrir sérvitra einstæðinga.
Jæja góða nótt gott fólk.

Nuna

Æhj æj æj strákarnir bara töpuðu í gær. Þeir eru nú einu sinni bara mannlegir þessar elskur. Norðmennirnir fá trúlega hrikalega útreið í dag, jesss!
Vil annars bara lýsa ánægju minni með Óskarstilnefningarnar. Brokeback mountain á allar þessar tilnefningar svo sannarlega skilið. Fatta reyndar ekki alveg af hverju Jake Gyllenhaal er tilnefndur sem besti aukaleikari. Mér fannst hann alveg vera jafn mikið í aðalhlutverki og Heath Ledger. Kannski þetta sé til þess að þeir geti báðir unnið :)
Sérlega ánægð að sjá myndina Crash tilnefnda sem besta myndin. Snilldarverk þarna á ferðinni sem bíður eftir fólki á videoleigunni í dag. Get ekki beðið eftir að sjá Walk the line. Alltaf verið mikill aðdáandi Cash og svo finnst mér Joaqoin Phoenix æði sæðislegur.
jamm og já. Annars bara sama kæruleysið í gangi hjá mér. Er í fríi í dag og svaf all svakalega út. Það er gott að sofa. Ætla nú að reyna að lufsa sjálfri mér út að skokka núna. NÚNA, núna, núna.
Núna.

Wednesday, February 01, 2006



Óoh Óli!
Ég vildi að ég væri boltinn.