Friday, December 30, 2005

jolakort



Fékk þetta jólakort frá Brynju sem dvelur í Argentínu ásamt Ásu um þessar mundir. Þær eru hressar.

Thursday, December 29, 2005

Meira svona


það var meira þessi típa sem ég hafði í huga en 12 ára Garðar á hvítum póníhesti.

Mr. Zhu kom að borða í kvöld. Ég bauð honum ekki í partý og ekki heldur matarboð, aulinn ég. Ég er nú ennþá með númerið hans svo að það er ekki öll nótt úti enn.

Áramótin um helgina, hressandi.

Wednesday, December 28, 2005

Sidbunar jolagjafir

Ég hélt að guð hefði fært mér síðbúna jólagjöf í líki félags tamningamanna sem átti pantað borð fyrir 20 manns í kvöld. Ég bjóst að sjálfsögðu við 20 fjallmyndarlegum kúrekum í reiðbuxum, þambandi viskí og daðrandi við sætu þjónustustúlkurnar eins og þeim væri borgað fyrir það. Bjóst við því að riddarinn á hvíta hestinum myndi mæta og nema mig á brott í bókstaflegri merkingu. Ríða með mig upp í Mosfellsdal og ríða svo þar fram á vor (hestum að sjálfsögðu). Ég þyrfti ekki að sörvetrínast framar og gæti einbeitt mér að skriftum, frönskunámi og prjónaskap því við bæði gætum vel lifað af tekjunum af verðlaunastóðhestinum sem hann ætti. En nei, þvílík vonbrigði! Kúrekarnir 20 voru 12 sveitakerlingar og 5 lúðakarlar. Drekkandi kókakóla og ekkert daður í gangi. Þetta gerði útslagið með guð og hans gjafmildi. Trúi ekki frekar á hann en jólasveininn. Jaaa fékk þó einn lítinn jólapakki í formi Garðars Thors Cortes sem fékk sér sushi og túnfisksteik hjá mér í kvöld. Hann er sætur. Samt varla kyntröll. Meira bara voða sætur, brosmildur og kurteis strákur. Nei ok who am I kidding, he's a sex god!
Jæja er farin að sofa, sweet dreams elskurnar mínar (hmmm held að Garðar verði í mínum draumum í reiðbuxum, með Malboro í annari og viskípela í hinni, ríðandi hvítum hesti og kannski einhverjum öðrum, tíhíhíhí!)

Tuesday, December 27, 2005

Mikið væri gott að vera kennari, já eða nemandi!

Friday, December 23, 2005

Jólakort



Gleðileg jól elsku vinir, vandamenn og velunnarar til sjávar og sveita, nær og fjær, heima og að heiman. Elskum og verum hýr um hátíðarnar.

Ykkar einlæg
Gunnhildur
P.s. við Jónína erum ekkert hýrar sko. Nema í merkingunni kátar og glaðar, ofurhressar og í jólastuði.

Thursday, December 22, 2005

Jolin koma

Jólin eru alveg að koma Jibbí jeih, jibbí jóh! Mér finnst gaman á jólunum :) Fyrst er samt Þorláksmessa. Ég er að vinna í skötuhelvítinu! Úff er hálfkvíðin fyrir morgundeginum. Skata og fyllerí á fólki. Vonandi verða bara allir í jólaskapi, ofurhressir og kurteisir. Svo kemur aðfangadagur, jeih, þá fer ég upp í sveit. Hlakka svoooo til. Pakkar, pakkar, pakkar. Hmmm er annars nú þegar búin að fá tvær rosaflottar gjafir. Fékk eyrnalokka sem eru búnir til úr ekta bjölluvængjum, bílíf itt orr nott. Lindan gaf mér þá. Svo fékk ég kanínupels frá aðdáanda númer eitt, ma premier admirateur, my number one fan, mér sjálfri.

Monday, December 19, 2005

Ég biðst velvirðingar á að hafa slengt þessum játningum mínum svona fram án þess að vara nokkurn mann við. Svona er lífið bara, stundum fær maður fregnir sem þessar beint í andlitið eins og óhreina illa lyktandi og rennblauta tusku. Ég vona að allir verði búnir að jafna sig á þessum tíðindum áður en nýtt ár gengur í garð.
Jólapartýið var sérlega vel heppnað. Við sambýliskonurnar dressuðum okkur upp í okkar fínasta eftir að hafa staðið á haus (ekki í bókstaflegri merkingu þó, það hefði samt án efa verið mjög fyndið. Sem minnir mig á að vinkona mín hætti einu sinni með gaur af því að hann var farinn að standa á haus í tíma og ótíma!) í marga daga við að baka og brugga fyrir teitið. Djóklaust þá bakaði ég piparkökur til að hafa með jólaglögginu sem við buðum upp á. Sérlega gaman að geta boðið fólki upp á eitthvað gott. Ég var svo fín að mér leið bara eins og Joan Collins eða Jackie O eða Cher eða eitthvað. Djammaði svo fram á morgun á Kaffibarnum eftir teitið. Afar góður dagur sem hófst með kampavínsdrykkju í bröns með systrum og mágum. Takk fyrir mig allir saman, takk fyrir komuna og takk fyrir gott stuð. Svolítið svekkt samt að Óli og Dorrit komu ekki, en það var víst einhver pest að ganga.
Ég veit ekki hvað einstæði faðrinn á móti heldur núna. Í hvert skipti sem hann sást út á tröppum á laugardaginn rauk hópur af fólki út í glugga og skelli skelli hló. Greyið. Hann er hálfgerður lúði.
Nóg um það já og segjum þetta bara gott í bili, lifið heil.

Joan Collins


Cher


Jackie O

Friday, December 16, 2005

Panikk

Panikk! Í hverju á ég að vera í partýinu á laugardaginn?!!! Lífið getur verið svo snúið og erfitt. Held ég verði bara að fara í búðirnar og strauja kortið fyrir partýdress. Ekkert stress, verum hress, blezzz!

Thursday, December 15, 2005

Ooooóóóh alltíeinu eru jólin bara á morgun eða svona næstum því! Jíbbícola og jeih segi ég nú bara. Það er gaman á jólunum. Éta, drekka, sofa, gefa, þiggja, lesa og éta og drekka meira. Bara fullkomið. Og það er gaman svona fyrir jólin líka og jeih ég er í fríi um helgina. Massajólaplönuð helgi. Piparkökubakstur, jólabröns með systrunum og fylgifiskum þeirra (skrítið þeir kommentuðu ekkert á skrif mín um barneignir systra minna með lúðum!) og svo partý, partý, partý. Vááá og svo er árið bara að verða búið líka. Skrítið ár. Ég hef einhvernvegin ekkert gert af viti. Það er bara búið að líða. Helstu afrek mín eru að verða aftur ÍTR nörd, prófa að vera skrifstofublók, vera veik og svo að verða aftur sörvetrína. Eyddi að vísu mánuði af árinu í París en einhvernveginn tel ég hann með síðasta ári. Í ár kom ég meira heim frá París en að hafa eytt mánuði þar. Steig líka það gæfuspor að flytja á Baldursgötuna. Mikið er gott að eiga heima á Baldursgötunni. Já og svo byrjaði ég auðvitað að blogga. Það var líka gæfuspor. Af þessu tilefni vil ég viðurkenna að það hefur ekki alveg allt verið dagsatt sem ég hef skrifað. Ég er t.d. ekki hrein mey. Ég missti meira að segja meydóminn á þeim aldri sem það var ólöglegt fyrir mig að gera dodo og er löngu hætt að halda bókhald yfir hjásvæfurnar. Þetta er eflaust nett sjokk fyrir allmarga sem haldið hafa að ég sé að spara mig fyrir minn eiginn mann, en svona er lífið. Ég verð líka að viðurkenna að ég og Dolly vorum ekki í fríi saman á Akureyri. Hún fór bara eitthvað að spjalla við mig þar sem ég sat þarna í sólinni, dást að sólgleraugunum mínum og eitthvað. Hún er fín pía sko, svolítið uppáþrengjandi eeen ok. Ég legg það heldur ekki í vana minn að spranga um ber að neðan heima hjá mér né nokkursstaðar. Finnst alltílagi að spranga bara um á nærbuxunum og í bol. Hmmm man ekki eftir fleiru sem ég þarf að játa núna. Jú ég þreif ekkert af mér meiköppið og fór úr brjóstahaldaranum áður en ég fór í kvennagönguna, ég málaði mig meira að segja alveg sérstaklega vel og mikð og fór í geðveikan túttubrjóstahaldara.
Og koma svo mæta í massívujólastuði í partýið á laugardaginn.

Monday, December 12, 2005

The exciting life of la bombe sexuelle

Hvað skal segja, hmmmm, dettur ekkert í hug. Jú jú var að klára að hekla rosa svala húfu, jeih! Hékk með mömmu í dag, massakúl. Er að fara að baka smákökur, súkkulaðibitakökur, nánar til tekið. Kjóllinn sem ég prjónaði um daginn er rosa hlýr og góður. Stakk negulnöglum í appelsínur um daginn, jólaföndrið búið fyrir þessi jól. Var að enda við að þrífa helluborðið. Já ég lifi mjög spennandi lífi, það er ekki hægt að segja annað.
Ég skil ekki, skil alls ekki fólk sem leiðist þegar það er í fríi. Vill ekki vera í fríi á virkum dögum af því að þá eru allir aðrir í vinnunni og hlakkar til að byrja í vinnunni eftir sumarfrí af því að það hefur ekkert að gera. Ég elska að vera í fríi, sérstaklega á virkum dögum. Ég hef endalaust eitthvað að gera, sólarhringurinn mætti yfirleitt vera lengri þegar ég á frí. Nr. eitt þarf auðvitað að sofa út, mjög mikilvægt. Enda segja allar hollywood stjörnurnar að helsa leyndarmál fegurðarinnar sé nægur svefn, ég er sammála þeim. Svo þarf maður að fara í sund, eða út að skokka eða hreyfa sig eitthvað, hanga á netinu í smá stund, fara í lavenderfreyðibað, greiða sér og mála sig, lesa blöðin, prjóna og hekla, laga sér eitthvað að borða, borða eða fara í löns með vinkonum og borða þar, hanga á kaffihúsi, hekla og prjóna, lesa skáldsögur, taka videóspólu og horfa á hana og horfa á fréttirnar, hlusta á tónlist, setja í uppþvottavélina og taka svo úr henni, þvo þvott og brjóta saman, skúra gólfið og þrífa klósettið, fá brilliant hugmyndir og framkvæma þær, sauma, fara í bíó, baka, versla í matinn, skrifa ímeil og senda sms, prjóna og hekla, tala við fólk á msn, heimsækja vini og fjölskyldu, fara á bókasafnið, taka til, horfa á raunveruleikaþætti og allskyns ameríska afþreyingu í sjónvarpinu, lesa tímarit og fræðast um tísku,tónlist, kvikmyndir og stjörnurnar, það er líka hægt að gera á netinu sem og að blogga og lesa blogg, fara í skóbúðir og máta skó og pússa svo skóna sína, drekka og djamma og borða gott og svo auðvitað prjóna og hekla já og og og hafa allataf augun opin fyrir mínum eigin manni og barnsföður (einn og sami maðurinn sko, minn eiginn!). Og svo eru það allskyns svona árstíðarbundið drasl sem þarf að sinna eins og að kaupa jólagjafir og vera jólahress, á sumrin þarf að fara í sólbað og vinna í því að vera brún, drekka mikinn bjór og vera afar sumarhress. Já það er gaman í fríi og vinnan er ekki svo slæm heldur. Nú kemur skólasöngur okkar MHinga upp í hugann (eitt sinn MHingur, ávallt MHingur)

Gleði, gleði, gleði
gleði líf mitt er
því að Jesú Kristur það gefið hefur mér
ég vil að þú eignist þetta líf
því að það er
gleði, gleði
gleði alla tíð.

Ef þú ert ennþá hérna fyrir framan tölvuna en ekki með höfuðið í klósettskálinni að æla eða ert ekki búinn að æla yfir lyklaborðið og á bömmer yfir því þá vil ég mæla með því að þú farir í lavenderbað, farir á la marche de l'empereur í bíó, lesir bækurnar um kvenspæjarastofu númer eitt, farir á súfistann drekkir latte og lesir tísku og tónlistartímarit, eldir eitthvað gott og fáir þér rauðvín og auðvitað mætir í partýið á laugardaginn. Það verður gott partý, lofa því.

Thursday, December 08, 2005

Atti stefnumot

Íþróttaskórnir mínir voru ekki bara rykfallnir heldur líka þaktir köngulóarvef og kellingin var bara að dúlla sér þarna eitthvað í þeim þegar ég ætlaði að klæða mig í þá í mesta sakleysi. Hún er ekki lengur á meðal vor, blessuð sé minning hennar.
Ég ákvað að það væri ekki málið fyrir mig að fara að borga offjár fyrir áskrift af samviskubiti yfir að mæta ekki í ræktina. Þess í stað átti ég stefnumót við Ágústu nokkra Johnson í stofunni hjá mér. Sambýliskonan hefur verið að hitta hana reglulega og mælti með því að ég hitti hana. Ágústa er hress týpa. Hitti hana aftur í dag og núna haltra ég um vegna harðsperra. Það er töff. Alltaf töff að haltra!
Heyrðu ætla að horfa á Friends í imbanum áður en ég fer að sofa.
Góða helgi. Helvítis vinnuhelgi framundan hjá mér. En en en við sambýliskonurnar erum að plana jólapartý laugardaginn 17. Taktu kvöldið frá ;)

Wednesday, December 07, 2005

Af börnum og luðum

Ok ok komið gott af Dolly í bili. Ég fæ samt aldrei nóg af henni. En lífið verður að halda áfram. Get ekki dvalið endalaust við þessa húggulegu stund okkar saman í sumar.
Ég svaf í yndislegum faðmlögum um helgina. Var knúsuð alveg í bak og fyrir og fékk ótal blauta kossa. Var í eðal félagsskap frá föstudegi til mánudags. Ég var sem sagt helgarmamma. Fékk að passa hana Ásrúnu Gyðu systurdóttur mína á meðan foreldrarnir skruppu til úglanda. Ásrún er bara krúttlegasta barn í heimi. Vaknar skælbrosandi og veit þá ekkert betra en að þrísta risastórum kinnum sínum þétt upp að andlitinu á manni og kúra þannig endalaust. Helst að pælingar um mat fái hana til að rífa sig upp frá slíku kúri. Hún er mikið fyrir að borða blessunin, lík frænku sinni að því leiti. Ég naut þess að spóka mig um með henni og vonaði að allir héldu að hún væri dóttir mín. Sérstaklega helgarpabbarnir sem ég tjékkaði mikið á. Sérstaklega í Árbæjarlauginni. Þeir voru samt allir frekar mikið gallaðir eitthvað. Svarbrúnir, vaxaðir og huldir tattúum, næpuhvítir, loðnir og með skalla eða virkuðu bara hálf þroskaheftir eitthvað. Enda búið að skila þeim öllum af einhverjum sökum. Annars held ég að það sé sama hvaða lúða ég mundi ná mér í ef ég er að hugsa um gaur til undaneldis (ég er úr sveit sko!). Niðurstaðan yrði alltaf úrvals afkvæmi. Allavegana eiga systur mínar allar þessi gullfallegu og gáfuðu börn þó að feðurnir séu svona mismiklir lúðar. Ég þyrfti auðvitað heldur ekkert að vera að druslast með lúðann með mér hálft lífið. Hægt að redda einu barni á tiltölulega stuttum tíma ef allt gengi að óskum. Vonandi að ég fái bara að ættleiða barn ein ef ég redda engum lúða. Verð bara að passa mig á að fitna ekkert rosalega mikið. Talandi um fitu þá er ég að pæla í að fara í ræktina. Kannski meiri líkur á að redda lúða ef ég er í sæmilegu formi og ef ekki þá verð ég að halda möguleikanum um að ættleiða ein opnum.
Lifið heil.