Monday, May 21, 2007

Lifið og listin

Ég hef ekki horft á Friends í meira en sólahring.
Ég fór á San Fransisco ballettinn á laugardaginn, er byrjuð að lesa The Brooklyn Follies eftir Paul Auster, var að ræða listina við Hrólf á barnum áðan, er að fara í sveitina í sauðburð og horfði á myndina The Painted Veil í kvikmyndahúsi fyrr í kveld. Ballettinn var stórfenglegur (og flottir rassar mar!), bókin lofar góðu og sauðburður er ávallt gefandi.
Ég mæli eindregið með The Painted Veil. Mikið og gott mannlegt drama þar á ferð. Vel leikin (og Ed Norton alltaf flottur) og gerist í Guangxi héraði í Kína. Þar er landslagið engu líkt. Við Brynja dvöldum einmitt nokkra daga í þorpinu Yangshuo á bökkum árinnar Li þarna um árið. Drukkum bjór með hinum túristunum, hjóluðum um, gengum á fjöll/fjall og nutum. Úff hvað það voru góðir tímar. En nú eru líka góðir tímar og ég er ekki frá því að enn betri séu í vændum.
Lífið, það er gott og listin, hún veitir innblástur.



Jesússh minn hvað var gaman í Kína.

Friday, May 18, 2007

Það leynist enn i kolli minum nokkurt vit

Heiladauðinn er ekki algjör. Ég hugsa stundum um að blogga en bara nenni því ekki. Ég hef miklar skoðanir á kosningunum og stjórnarmyndun en nenni ekki að deila þeim með blogglesendum. Ég er búin með fimm fyrstu seríurnar af Friends en hugsaði um það í dag að kaupa mér bók eða fara á bókasafnið, nennti því samt ekki. Að hugsa það er samt fyrtsa skrefið. Var rifin upp frá vinaglápi á tónleika með Oumou Sangaré í gærkveldi og er að fara á San Fransisco ballettinn á morgun, ég er enginn filistíni þrátt fyrir letina.
Æh ætla að taka einn þátt fyrir háttin.

Tuesday, May 08, 2007

Monday, May 07, 2007

Relax

Ég horfi bara á Friends þessa dagana og smá Beðmál í borginni, er með Relax, take it easy með Mika á repeat í bleika ipodinum mínum. Skoða stundum myndbönd með Justin Timberlake á youtube og tískublöð. Fer út að skokka og í sund. Hef ekki litið í bók í tvo mánuði og forðast blogg, fréttatíma, dagblöð og gáfulegar samræður. Ég er að hvíla heilann fyrir næsta vetur.
Relax, take it eeeeeeasy.........for there is nothing that we can......relax!