Tuesday, December 26, 2006

Ah gleymdi!

Það er ekki gott að gleyma vinum sínum um jól. Sævar K. og C. gleðilega hátíð, megi þið báðir blómstra á nýju ári!

Thursday, December 21, 2006

Jolakort



Á jólunum er gleði og gaman, já já já. Þessvegna sendi ég hér út á alnetið þetta jólakort til ykkar mínir kæru vinir. Sumir eru mér kærari en aðrir og eiga þessvegna skilið sérstakar kveðjur. Hér koma þær:
Systur mínar kærar og allir ykkar fylgifiskar: Ég elska ykkur öll og hlakka til að hitta ykkur um jólin. Jónína: Hvar væri ég án þín, mín kæra. Brynja: Takk fyrir að vera til, ást. Linda mín: Það ættu allir að eiga eina sæta sænska nektarínu eins og þig að, þú fyllir líf mitt litum. Hrafnhildur: Ertu klikkuð að senda mér jólapakka! Ég bið kærlega að heilsa Thijs, Gling Gló, gullfiskinum, máginum og stórt faðmlag til þín. Gulla Sigga: Gleðileg jól í Kína, you crazy!!! Fanney mín fríð, Jói og Ýmir: Takk fyrir allt, krúttleg fjölskylda, ekki hægt að segja annað. Alda og co: gleðileg jól, stay cool og reynum nú að hittast kannski eitthvað á nýju ári. Hrefna og Hafsteinn: vúúú vúúú takk fyrir síðast og húrra fyrir ykkur nýgiftu hjón. Ása og Heiða Sól: Takk fyrir jólakortið, þið eruð sjúklega sætar báðar tvær. Ágústa, Matti og Kristín Þuríður: Þið eigið bjarta framtíð, ég bara veit það ;) Marian og Aggi: Þið lesið ekki þetta blogg, en samt, gleðileg jól, þið eruð sætir. Brynhildur AKA Bibba og stórfjölskylda: What can I say, sýnið okkur hinum hvernig á að gera þetta. Tinna og frændur mínir tveir: Takk fyrir heimboðið í sumar, kommentin og já for ceepin it real. Orri Páll og félagi: Þið eruð sjúklega sætir ;) Fríða og Heiðar: Jiih hvað ég hlakka til þrítugasta, held það verði brúðkaup ársins þó að þau séu búin að vera mörg og góð hingað til. Dísa: Vona að það fari vel um þig og þina á Baldursgötunni um jólin. Ella S: Ísafjörður um jólin, þaggi málið. Dr. Hanna: Til haminjgju með lífið, það brosir við þér. Birna og Kiddi: Joyeux noel, feliz navidad, merry christmas. Jóhanna Lilja: Takk fyrir jólakortið, þú ert yndi. Mæja og Nökkvi: Til hamingju með allt, óléttuna, íbúðina, jeppann osfrv. Óli minn: Þú átt allt það besta skili, bið að heilsa öllu frábæra ÍTR fólkinu. Solla. Takk fyrir typpaformin, I owe you bigtime. Hrólfur: Þú ert frábær. Sólrún: Takk fyrir frábært blogg og takk fyrir að bjóða mér í afmælið þitt. Kristín frænka: Boy oh boy er ég glöð eða er ég glöð að þú ert nú vinnufélagi minn. Gunni og Viðar: Takk fyrir afar hressandi viðkynningu á árinu, stay cool. Ragna: Vona að við hittumst eitthvað um jólin mín kæra. Ólöf: Vona að þú sért á lífi á Fiiji og eigir þar gleðileg jól. Þórólfur, Birta, Heiða, Anna, Eiki, Berglind: Þið rokkið. Hildur og Hildur: Sé þig Hildur 30. og þig Hildur well, next time youre in Iceland. Vinnufélgarnir: Þið eruð öll frábær en sumir samt frábærari en aðrir, Hulda er t.d. frábærust. Hanna Christel: Ef ég væri strákur væri ég skotin í þér ;) Brynjólfur AKA Kardínálinn: Megi guð blessa þig um jólin. Saga og Árni: Þið eruð krúttleg lítil fjölskylda, gaman að rifja upp kynnin á árinu. Ása Björk: Þú ert skemmtileg, ekki hætta að skilja eftir komment. Inga, Halldóra, Þrándur, Ella, Kata, Kristín, Ása, Bato, Linda, Borgfirðingar allir og bloggarar, Lena, Lóa, Ingibjörg og allir gamlir skólafélagar, vinnufélagar, djammfélgar og hjásvæfur gleðileg jól, faðmlög og kossar.
Ég gat ekki ákveðið hvora myndina ég ætti að hafa þannig að hér eru þær bara báðar.


Gleðirík jól allir saman í sleik (nei djók ég er hætt að nota þetta orð)

Jolaglaðningur

Á svona dögum er fátt sem gleður einmana unga konu. Ég ligg lasin heima með stíflað nef og höfuðverk og hef áhyggjur af að komast ekki heim í sveitina yfir jólin vegna veðurofsa. Sambýliskonan neitar að fara á videoleiguna og ég borðaði hrökkbrauð í kvöldmatinn. Ég var gráti næst. Þegar ég fletti í gegnum Fréttablaðið og rakst á þetta: "Aftur á lausu. David Walliams úr Litla Bretlandi er þekktur fyrir að vera við marga konuna kenndur, nú síðast við fyrirsætuna Emily Scott. Því sambandi lauk þó þegar Scott flaug til Ástralíu til að heimsækja fjölskyldu sína. Eftir að hafa verið í burtu í nokkurn tíma fjaraði sambandið út og Walliams er því á lausu á ný." Nú get ég haldið gleðileg jól og hlakka til að byrja með honum Dabba mínum á nýja árinu (ég sætti mig alveg við takmarkaðann tíma með honum, já já). Jibbí jóh jibbí jeih!
Hver ætlar annars að gefa mér Little Britain DVD safnið í jólagjöf?

Monday, December 18, 2006

Party people

Úff! enn ein partýhelgin að baki. Og þvílíkt partý. Baldursgatan átti á tímapunkti mun meira skilt við skemmtistað en heimili. Ég var í marga marga klukkutíma að þrífa eftir herlegheitin. Mest sjokkerandi var eiginlega þvagið á baðherbergisgólfinu. Það ætti að setja það í lög að karlmenn settust á klósettið þegar áfengi er farið að renna í blóðinu á þeim. En ég get svo svarið fyrir það að viðbjóðurinn daginn eftir var tótallí vörðþ itt því þetta var besta partý sem haldið hefur verið. Og ég þakka sjálfri mér að sjálfsögðu fyrir því ég er frábær gestgjafi og ofursvalur DJ. Já það er gott að hafa sjálfstraustið í lagi. Annars hef ég smá áhyggjur af trúnóinu og ruglinu sem fór í gang þegar líða tók á morguninn. En jú jú ætli það hafi ekki verið kominn tími á að vinnufélagarnir kæmust að því hvað ég get verið klikkuð. Jamm og já. Og það eru spennandi tímar framundan, líður að jólum og áramótum. Þá kemur að jólakveðjum, játningum 2006, áramótaheitum og öðru skemmtilegu sentimental kjaftæði.

Ég hef smá áhyggjur af að einstæði faðirinn á móti sé dauður inn í íbúðinni. Þar hefur ekki sést hreyfing í margar vikur. Á efri hæðinni er hinsvegar nokkuð stöðugur gestagangur. Allir lifandi þar.

Monday, December 11, 2006

The real me

Ég er barn og barmgóð sveitastúlka, með stórt hjarta og göfug markmið í lífinu. Mín helstu áhugamál eru prjónaskapur, útivist, matreiðsla, að hlúa að þeim sem minna mega sín, lestur góðra bóka, hádramatísk þunglyndis tónlist og samvera með vinum og fjölskyldu. Ég er félagshyggjukona og fylgist með fréttum heima og að heiman, listum og menningu. Ég hef ferðast talsvert og er víðsýn og fordómalaus/lítil. Í framtíðinni langar mig að ættleiða barn og vinna sem sálfræðingur. Þetta vil ég minna lesendur mína á vegna þess að undanfarin blogg (og þetta meðtalið) virðast snúast að miklu leiti um saurlifnað og vitleysisgang. Þetta er ekki hin sanna ég. Eða allavegana ekki nema að hluta til.
Við gæsuðum semsagt Jakobínu AKA Fríða á laugardaginn. Við vorum með bleikt þema, fórum í dekur, hlustuðum á Justin Timberlake, Akon og Usher, borðuðum typpaköku og drukkum mikið af bleiku bubblí. Töluðum um stráka og brjóstastærðir. Þetta var ákaflega gaman og ég held að myndirnar segi meira en mörg orð.





Á næsta ári ætla ég bara að skrifa um stjórnmál, prjónaskap og matreiðslu. Ég ætla bara að birta myndir af börnum og frambjóðendum Samfylkingarinnar. Núna ætla ég að bæta inn tenglum frá fólki sem skrifar bara um þjóðmálin, alþjóðamálin, útivist og mataruppskriftir og ekkert rugl.

Wednesday, December 06, 2006

Ja það er vandlifað

Það hafa æði margir miklar áhyggjur af karlmannsleysi La bombe sexuelle og hef ég í gegnum tíðina fengið mörg misjöfn ráðin til að bæta úr þessu. Sem dæmi nefni ég boð um make over og að ég eigi bara að stara brjálæðislega í augun á mönnum á barnum. Það nýjasta er frá félaga mínum sem hélt nú að það væri lítið mál fyrir mig að finna mann fyrir jól svo að ég fengi mitt úr eða minn skartgrip um jólin eins og hinir. Það eina sem ég þyrfti að gera væri að halda partý og hafa opið hús. Mörg og misjöfn eru þau ráðin, já já.
Systur mínar og móðir eru á leið til Kaupmannahafnar. Ég ælta að vera heima og passa börnin og sinna unglingunum og baka og prjóna. Já mér hefur ekki bara verið líkt við Unni Birnu heldur líka móður Teresu.
Hér eru myndir frá síðustu Kaupmannahafnarferð fjölskyldunnar.



Friday, December 01, 2006

Ævintyrin eru að gerast

Hrólfur bauð mér loksins í kaffi í gærkveldi

Ævintyri

það er ekki nóg með að ég sé mjög listhneigð týpa heldur er ég líka mjög ævintýragjörn. Til marks um það get ég sagt ykkur að gærkveldinu eyddi ég í Hafnarfirði og deginum í dag í Kópavogi. Þetta var hvorttveggja mjög hressandi upplifun. í Hafnarfirðinum leið mér mikið eins og út á landi og í Kópavogi eins og í útlöndum. Við Brynja stóðumst til dæmis ekki mátið að tilla (hér skítur upp kollinum gamalt og gott y vandamál) okkur á kaffihús í Kópavogi og fá okkur einn léttan eins og við höfum svo oft gert saman erlendis. Þetta verður nú held ég einn af hápunktum ársins vegna þess að þar sátu á næsta borði Sigga Beinteins og Grétar Örvars. Ég á því miður engar myndir úr Hafnarfirðinum en ég stóðst ekki mátið að reyna að ná myndum af Siggu og Grétari og af Jólalandinu.
Helginni ætla ég svo að eyða í Grafarvoginum. Ég er crazzzy!

Þarna sit ég með Siggu og Grétar í baksýn!


Þessi mynd er því til sönnunar (þetta er Sigga)


Brynja og Jólalandið


Ég og Jólalandið

Já og p.s. ég bið alla kalla afsökunar á líflátshótunum með kindabyssu. Ég er totally komin yfir þetta og hef nú þegar losað mig við byssuna.

Wednesday, November 29, 2006

Monday, November 27, 2006

Kindabyssur og kynlif

Kindabyssan stendur eitthvað á sér. Það hefur bara rétt puðrast úr henni þegar ég hef reynt að skjóta karlmenn með henni. Ég hef rétt náð að særa eyrnasnepilinn á einum og það fuku tvö hár af höfði annars. Kannski er það ekki bara byssan samt. Ásetningurinn er trúlega ekki nógu einlægur hjá mér. Lesbískan stendur líka eitthvað á sér. Held ég sé strax orðin fráhverf þeirri hugmynd að fara að sofa hjá stelpum. Nenni því ekki. Held ég haldi mig bara við ein- og skýrlífið. Um fátt annað að ræða í stöðunni.

Sunday, November 26, 2006

Hvað ætli lesbiur fai i laun

Það er sniðugt að hafa svona þema í gestavali þegar maður býður til veislu. Um síðust helgi var það ungir Vesturportsleikarar, Tékkar og séní eins og ykkar einlæg. Í gær var það ungir sjálfstæðismenn, Garðbæingar og séní eins og ég. Ég er búin að ákveða þemað í mínu brúðkaupi, nei ég meina þrítugsafmæli. Það verður ónytjungar, ekki svo ungir kommúnistar, landsbyggðarpakk, lífskúnstnerar og fyllibyttur. Flestir sem ég þekki ættu að finna sig í allavegana einum af þessum hópum. Ætti að verða gott partý.
Partýið í gær var ansi hressandi. Skemmtilegt og vel útilítandi fólk á hverju strái. Allir kepptust við að vera fyndnir og ég er ekki frá því að ég hafi náð að segja einn eða tvo sem féllu í góðan jarðveg. Já já.
Ég féll frá elegant þemanu í fatavali og fór í bling bling þemað frekar. Leið held ég meira eins og jólatré en Dorrit. En ég meina jólatré eru fín. Hegðun og framkoma voru heldur ekki svo svakalega elegant. Ég reyndi þó og remdist að missa mig ekki alveg. Það gekk ágætlega. Ég var samt ekki alveg edrú þegar ég kom heim í morgun og skrifaði hressandi færslu (sem hefur nú verið ritskoðuð, sorry). Ég stend þó við hvert orð sem ég skrifaði og þetta með Sævar er satt. Jafnaðarmaðurinn í mér braust fram með miklu offorsi undir hægri halelúja söngnum í veislunni. Mér fannst því ekkert sjálfsagðara en að róninn fengi líka sinn drykk og ætti nú aldeilis skilið að ferðast á sinn náttstað í leigubíl eins og við hin. Það er líka satt að ég ætli að skjóta alla karlmenn í höfuðið með kindabyssu. Ég er búin að gefast upp á þeim fyrir fullt og allt og hugleiði nú í alvöru að gerast lesbía. Ég held að það gæti verið ágætt. Annars var nú góður vinur minn að benda mér á að ég þurfi bara að hætta að fara í öll þessi brúðkaup og gráta það að vera ekki sú heppna. Málið sé að fara að sækja jarðafarir og fagna því að vera ekki sú dauða. Góð hugmynd.
Jæja best að birta nokkrar myndir af öllu sæta sæta sæta fólkinu í brúðkaupinu

Sæt en nei ekki brúðhjónin


Og þær ekki heldur


Hrefna og Hafsteinn, sætu, sætu, sætu


Sæt


Une bombe sexuelle


Sætar
Jæja ætla að haltra á bókasafnið og lesa mér til um lesbíufræði.

Saturday, November 25, 2006

Takk fyrir siðast

Ritskoðað. Æh nenni ekki að hafa svona fyllerísröfl hérna.

Thursday, November 23, 2006

Plan B

Það er komið babb í bátinn. Elegant skandinavian design kjóllinn minn sem Dorrit væri stolt af að eiga er í það þrengsta.
Ég er orðin svo þrýstin eitthvað!
Það er fernt sem ég get gert í stöðunni.
Númer 1. Sleppt því að borða fram að brúðkaupi (1 og hálfur sólahringur), þambað vatn og grænt te, fengið mér shock in naríur og harkað af mér í kjólnum.
Númer 2. Farið í rauða uppáhaldskjólnum sem ég er búin að nota billjón sinnum en mér finnst ég alltaf jafn sæt í.
Númer 3. Skolað það mesta af hvítvíninu úr bláa kjólnum síðan um síðustu helgi og haldið áfram með Dynasty þemað. Ungu sjálfstæðismennirnir hljóta nú allavegana að vera ánægðir með litinn á kjólnum.
Númer 4. Farið í Spútnik og keypt mér glænýjan gamlan kjól.
Hmmm hvað skal gera? Númer 4 er nú ákaflega freystandi valkostur.

Ég var búin að hugsa mér að setja inn mjög svo gáfulega en jafnframt hressandi færslu um upplifun mína af bókinni Í reiðuleysi í París og London (Down and Out in Paris and London) eftir George Orwell sem ég er að lesa. Sú færsla verður að bíða betri tíma þar sem mikilvægari hlutir en heimsbókmenntirnar eru í forgangi í kvöld. Það er rétt hægt að ímynda sér sjokkið sem ég varð fyrir þegar ég uppgötvaði þetta með kjólinn. Þvílíkt áfall á síðustu stundu. En ég er þó allavegana búin með það mikilvægasta fyrir veislu af þessu tagi, að fá mér strípur, fá mér gelneglur, fara í spray tan og plokka AF mér augabrúnirnar, eða ekki.

Tuesday, November 21, 2006

Eg laug

Það er auðvitað helber andskotans lýgi að ég hafi borið af í glæsileika í þessari veislu.
Ég var að vísu helvíti fín í bláa kjólnum

en við stelpurnar vorum bara allar svo djöfulli sætar og fínar.

Hún var þó lang lang flottust og segja má að hún hafi borið af í alla staði


Nú blóta ég ekki meira á þessu ári og ég er hætt notkun orðsins sleikur.
Lifið heil.

Sunday, November 19, 2006

Dynasty gjörningurinn

Ég er mjög listhneigð týpa og þessvegna kýs ég að líta á hegðun mína í gumkaupi í gær sem gjörning. Og þvílíkur gjörningur! Ég sá öllu listræna leikaraliðinu fyrir góðri skemmtun. Dansaði djarfan dans við funheitan leikara upp á borði og reyndi massíft við annan, grínaðist við Jónsa eins og við værum bestu vinir, flutti fyrirtaks ræðu fyrir gumgumann og hegðaði mér almennt og yfirleitt afar illa í alla staði. Og vá hvað þetta var gaman. Og ég var auðviað gorgeus í bláa dynasty kjólnum, bar af, verð ég að segja. Ha ha og er með símanúmer einhverra ungra Vesturportsleikara í símaskránnni. Skrítið samt að þau skuli öll byrja á 372!
Um næstu helgi verður tekinn annar póll í hæðina. Þá verð ég afar elegant og á eftir að heilla alla ungu sjálfstæðismennina upp úr rándýrum Loyd skónum með fágaðri framkomu minni. Dorrit á eftir að verða stolt af mér. Verst að það voru víst einhver vitni úr Garðabænum í gær. Veit ekki alveg hvernig ég á að bregðast við því. Ætli það sé ekki bara best að koma þeim fyrir kattarnef fyrir helgi.
Jæja verð að hætta og fara að æla!!!

Wednesday, November 15, 2006

I know famous people and people who know famous people

Ég er í alvöru að nýta tíma minn í mjög gáfulega hluti. Ég bara gleymdi mér um stund og fór að taka myndir af skónum mínum og ákveða í hverju ég ætla að vera um næstu helgi og þarnæstu helgi og þarþarnæstu helgi og skoða myndbönd á youtube og svona. Ég er þó í raun á kafi í vinnu. Er til dæmis í vinnunni núna (að vísu að blogga í vinnunni en hei allavegana í vinnunni!). Nú og svo er ég langt komin í umsóknarferlinu. Er búin að biðja alla um meðmæli og meira að segja fá meðmæli og skrifa letter of intent, und alles. Ég er að massa þetta.

En mikilvægast af öllu eru auðvitað þær fréttir að ég þekki heimsmeistarann í kraftlyftingum. Spáið í því hvað það er töff. Ég í útlöndum: Jess jess I know the world champion in heavy lifting and I'm like the best friend of Björks baby sitter. Kannski ég láti þessar upplýsingar koma fram í ferilskránni minni.

Þetta Emmylou Harris myndband er svooo fallegt.

Tuesday, November 14, 2006

A love that will never grow old

Sunday, November 12, 2006

Skóhornið

Það jafnast ekkert á við að sitja heima á köldu sunnudagskveldi í nóvember með lakkríste, Coltrane á fóninum og pússa skóna sína. Nema kannski ef vera skyldi að fara í kvikmyndahús með unnustanum. En það er nú hvort sem er ekki verið að sýna neitt spes.


Salvador Sapena safnið



Nýju Mary Poppins skórnir mínir

My dress



Saturday, November 11, 2006

Dynasty meets Rvk city

Ég er búin að kaupa mér absolutely fabulous kjól fyrir gumkaupið um næstu helgi. Hann er very Joan Collins meets Grace Jones. Lúkkið sem ég er going for er Disko meets Dynasty




Helgina eftir ætla ég meira að go for Dorrit meets Kate Bush í elegant design



Jibbícola hvað ég verð fín

Friday, November 10, 2006

Verra verður það varla

Ritskoðað
Ég biðst afsökunar á að birta þennan viðbjóð. Þetta er bara of vont til að gera það ekki. Maður spyr sig: Er Birgir þroskaheftur eftir alltsaman.

Wednesday, November 08, 2006

Stess

Ég er að skoða skóla og sækja um í námi erlendis. Þetta er sérlega streituvaldandi. Þetta þýðir að bíllaus manneskjan þarf að vakna fyrir hádegi og dröslast hingað og þangað um bæinn að sækja meðmæli og einkunnir og prófskírteini og sakavottorð og fæðingarvottorð og ég veit ekki hvað. Svo þarf að láta þíða (vá hvað ég hef ekki hugmynd um hvenær og hvort það er ý í þíðir) allt heila helvítis draslið. Svo þarf ég að skrá mig hér og þar í allskyns próf og í tölvukerfi skólanna. Og svo þarf ég að sannfæra fólk um að gefa mér brilliant meðmæli og krossleggja fingur í von um að blessaðir sálfræðiprófessorarnir í HÍ gefi mér GÓÐ meðmæli en ekki bara einhver mæli. Nú og svo þarf að uppfæra ferilskrána og þýða hana og skrifa ritgerð um hvað það er sem ég ætla mér með þessu blessaða námi. Sem er kannski erfiðasti hlutinn. Það er t.d. mælt með því að ég tilgreini hvaða prófessorum ég hafi áhuga á að vinna með og hvaða rannsóknir mig langi til að gera. Sjæt og mig sem langar bara að vera að skoða skó á e-bay í tölvunni!
Ég er búin að lifa of ljúfu lífi of lengi held ég. Ég hef bara þurft að mæta til vinnu svona endrum og sinnum og einbeita mér svo að því að njóta lífsins. Ég hef mestar áhyggjur haft af því að komast ekki yfir að lesa nógu margar bækur, horfa ekki á nógu margar gæðakvikmyndir, prjóna ekki nógu margar peysur á sjálfa mig og hlusta ekki á nógu mikið af yndislega þunglyndislegri tónlist. Nú og svo hef ég haft áhyggjur af því að hitta vini mína og fjölskyldu ekki nógu oft af því ég þarf svo mikið að vera heima að lesa með kveikt á kerti og Will Oldham á fóninum.
En nú er öldin önnur. Ég er sessagt á leiðinni í nám, búin að skrá mig í Samfylkinguna og ætla nú einungis að prjóna barnaföt á annarra mann afkvæmi, nei annars þarna dreg ég mörkin, ég prjóna BARA á sjáfa mig!
Lifið heil og go Solla go Solla go Solla!

Monday, November 06, 2006

Ég jata en biðst vægðar

Ég fíla Dressmann auglýsingarnar!

Thursday, November 02, 2006

Make over

Fjórtán ára yngismær bauðst til eða öllu heldur grátbað mig í dag að gerast stílistinn minn. Hún sagðist myndi byrja á því að plokka á mér augabrúnirnar og slétta á mér hárið. Lita það síðan ljóst og taka toppinn frá andlitinu með spennu. Svo ætlaði hún að setja mig í push-up brjóstahaldara og fleginn bol. Því næst kaupa á mig þröngar gallabuxur og stígvél með pinnahæl utanyfir. Senda mig svo í ljós og púðra mig loks með sólarpúðri.
Hún lofaði því að fengi hún að gera þessa yfirhalningu á mér gæti hún reddað mér steaming hot gæja á no time.
Ætti ég að slá til?

Sunday, October 29, 2006

Spurning

Hvort er nær raunveruleikanum: Lífið eins og maður óskar þess að það sé eða lífið í Woody Allen mynd?

Friday, October 27, 2006

Oli steik

Óli minn Stefáns er sjálfstæðismaður og yfirlýstur stuðningsmaður Björns Bjarnasonar!!!
Þetta eru ein mestu vonbrigði lífs míns.

Mýrin olli mér hinsvegar engum vonbrigðum.

Og það er komin helgi, jibbí jóh jibbí jeih! og ég er dottin íða. Þó ekki áfengisfyllerí heldur nett óhollustufyllerí. My detoxing days are over my friends. Ætla upp í sveit að borða kökur og drekka kaffi með henni móður minni. Vona bara að ég sleppi við sláturgerð.

Shot through the heart and your'e to blame, baby you give love a bad name, bad name
I play my part and you play your'e game, baby you give love a bad name

Tuesday, October 24, 2006

Dagurinn i dag og um tilhugalifið

Lífið er gott í dag. Ég sit á kaffihúsi í miðbænum með minn fyrsta latte í mánuð og Nick Cave situr á næsta borði. Það er þriðjudagur og ég er í fríi. Hef hugsað mér að eyða deginum við kaffidrykkju og tölvuhangs. Ekkert samviskubit yfir að vera ekki að gera ekki neitt. Ég er búin að vera svo dugleg við að vinna og prjóna og lesa og hitta fólk. Í nóvember er svo planið að byrja enn eina ferðina á að sækja um í mastersnámi. Sjáum til hvort ég hef það af þetta árið. Annars var ég nú að fá þá hugmynd rétt áðan að fara bara að vinna í hlutastarfi á kaffihúsi eða eitthvað svona heilalaust og einbeita mér að því að skrifa eitt stykki skáldsögu. Það væri uber.
Ég fór á barinn á föstudaginn með Hrafnhildi sem var svo almennileg að kíkja í heimsókn til okkar hér á skerinu. Ég drakk vodka í trönuberjasafa og hún bjór. Við fengum ekki frið fyrir litlum fullum köllum sem stóðu í röðum við borðið okkar, æstir í að bjóða okkur í partý í Grafarvogi eða deila með okkur ömurlegum fylleríssögum sínum. Við reyndum ýmislegt til að losna við þá. Það fyrsta sem mér datt í hug var einfaldlega að standa upp. Ég hélt að sú staðreynd að þeir náðu mér þá flestir rétt upp fyrir mitti, væri nóg til að hrekja þá í burtu. En það virtist bara espa þessa litlu kalla upp. Trúlega eitthvað karlmennsku kjaftæði að reyna við konur sem eru helmingi yngri og helmingi hærri en þeir. Hrafnhildi datt þá í hug að ljúga þessa menn fulla. Við vorum þá ýmist færeyskar hórkonur eða giftar kraftlyftingakonur frá Fáskrúðsfirði. Ekkert virkaði. Þá reyndum við að vera ís jökul kaldar. Litlu mennirnir reyndu þá bara ákaft að bræða okkur upp. Ég starði þá miskunnarlaust framhjá þeim, þóttist ekki taka eftir þeim. Þurfti reyndar eiginlega ekkert að þykjast því að Ólafur minn Stefánsson var á staðnum og jiih minn eini hvað mér finnst hann æðislegur. Skil ekkert í þeim leiðu mistökum hjá móður náttúru að gifta hann annarri konu. Mennirnir byrjuðu þá að strjúka mér um bakið og reyna að kissa á mér hvirfilinn, minnsti maðurinn reyndi að nugga lærum sínum upp við kálfann á Hrafnhildi. Þá var komið gott það kvöldið.
Þetta er orðið uggvænlegt. Það er fernt sem gerist í srákamálunum mér þegar ég fer út. 21 árs gaurar reyna að fara í sleik við mig á dansgólfinu, litlir gamlir kallar láta mig ekki í friði, ég lendi í æsilegum augnkontakt við sjúklega sæta menn sem hætta svo ekki að dást að mér þegar ég kynnist þeim og kemst að því að þeir eru samkynhneigðir eða zero, nothing happens.
But hey I'm happy beeing single. Allavegana meðan Óli er enn giftur.

Tuesday, October 17, 2006

Fullorðið folk

Nú og svo má auðvitað ekki gleyma því að Hanna Kristín Lind er orðin trúlofuð doktor Ólafsdóttir, hvorki meira né minna. Og Ágústa og Matti eignuðust svaka sæta stúlku um daginn og hún Brynja mín er búin að kaupa sér þessa líka fínu íbúð. Til hamingju með þetta, mínir fullorðnu vinir.

Sunday, October 15, 2006

Jæja

Það hefur ýmislegt mismikilvægt drifið á daga mína undanfarið sem ég hef ekki haft fyrir að deila með lesendum mínum. Nú held ég að tími sé til kominn til að sjéra. Mígrignandi sunnudagur og enginn svarar símanum. Var að lakka neglurnar svo ekki get ég prjónað.
Ég sem sagt fór á forsýningu á The Devil Wears Prada í Prada skónum mínum í vikunni. Og takið eftir: skórnir eru the real thing, ekkert keypt í Kína drasl. Myndin var hressandi en bókin er þó betri. Mun meira kjöt á beinunum þar.
Nú og svo fór ég á Ölstofuna á fimmtudagskvöldið og drakk sódavatn allt kveldið. Keypti mér að vísu bjór en langaði barasta ekkert íann svo ég gaf hann bara frá mér og fékk mér sóda. Ég er sessagt enn í detox þó að ég hafi að vísu fegnið mér hvítvínsglas í gær og einn vodka á föstudaginn!
Ég keypti mér annað skópar. Ég er SJÚK kona.
Ég ákvað að verða alvöru og fékk mér myspace síðu. Mér gengur frekar illa að eignast vini og er haldin nettri minnimáttarkennd inn í þessu ofursvala og flippaða netsamfélagi. Þetta er ekki ósvipað tilfinningunni að labba inn á kaffihús eða bar fullan af ungu og mjög svo meðvituðu fólki og hafa það á tilfinningunni að allir þekkist og að þú sért hreynt ekki velkomin í hópinn. Hmmmm.... ég ætla nú að gefa þessu sjéns.
Ég hef nú rifjað upp kynni mín af gömlum og góðum vinum. Seinfeld er nú auðfúsugestur á Baldursgötunni, jeih, velkominn vertu vinur.
Það er búið að bjóða mér í þrjú brúðkaup á næstu vikum, ég frétti af einni óléttu og tvær vinkonur útskrifast nú í haust sem sálfræðingar. Ég veit ekki hvað fólk er að reyna að gera mér. En allavegana til hamingju með þetta Hrefna og Hafsteinn, Fríða og Heiðar, Marian og Aggi, Mæja og Nökkvi, Hrafnhildur og Jónína. Ég samgleðst ykkur öllum innilega en er líka sjúklega öfundsjúk.
Það hefur verið frekar rólegt hjá nágrönnunum. Smá sala samt í gangi, en það er nú bara eins og gengur. Einstæði faðirinn sést ekkert. Ég er orðin mjög áhyggjufull. Hvað er þetta eiginlega með manninn!
Nú og svo fór ég í réttir í haust

Wednesday, October 11, 2006

Monday, October 09, 2006

Ber

Nú er illt í efni. Sambýliskonan er nú ýmist ber að ofan eða neðan þegar ég kem heim. Loksins þegar ég tók mig á í þessu.

Auðvitað

Mér finnst að Chris Martin ætti að hætta með Gwyneth og byrja með mér.

Best off: Nieces & nephews, August 2006


Siggi og Sveinn Dísusynir


Ásrún Gyða Áshildardóttir


Sigurður


Smári Jóhönnuson


Bjartur Daði Sigrúnarson


Heiðrún Una Sigrúnardóttir


Guðrún Dísudóttir

Faðerni er málinu alls óviðkomandi.