Thursday, October 27, 2005

Örvænting

Jæja held að það sé orðið tímabært að örvænta. Ég er 28 ára og ennþá hrein mey. Aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaahh!

Tuesday, October 25, 2005

Askorunin enn og aftur

Sko ég verð að segja að þessi áskorun heppnaðist alveg með eindæmum vel. 23 komment og þar af bara eitt frá anonymúsinni og 2 frá mér sjálfri. Í ljós kom að hallta hálfblinda kúltíveraða fegurðardrottningin á afar kúltíveraða og hressa lesendur sem virðast vera að lesa bloggið um heiminn þveran og endilangan. Fólk var þarna að kommenta frá fjarlægum og mjög svo exótískum stöðum. Þarna dúkkaði upp fía flórídana í ameríkunni og Inga og sólrún frá sömu plánetu. Damon og Ragna og Robbie Williams lesa þetta í Englandinu. Hanna kommentar frá Íslandi, Indlandi, Spáni og Ungverjalandi með smá viðkomu í Frakkland, geri aðrir betur. Hrafnhildur hollandsmær er víst Stevie Wonder. Já og svo er maður að frétta af lesendum jafnvel í Grafarholtinu! Hver hefði trúað því. Ekkert skítkast hef ég fengið í kommentakerfinu. Ég er mjög þakklát fyrir það. Tómatakast in the real life er alveg nógu stór pakki fyrir mig, takk fyrir.
Takk fyrir takk fyrir elsku elsku fólk.
Mig langar af þessu tilefni að birta hérna mynd af svölustu konu allra tíma (já og tilefnið er vel heppnuð áskorun og auðvitað kvennafrídagurinn sem var í gær)

Monday, October 24, 2005

Þori eg, vil eg, get eg?

Ég er bara ekkert að standa mig í því að lifa hinu villta og spennandi lífi sem við er að búast af La bombe sexuelle. Var bara heima mest alla helgina að baka, elda og prjóna!!! Fór reyndar á generalprufu á leiðinlegasta leikriti ever á föstudagskvöldið. Mæli ekki með óperettunni Gestur í Iðnó, ekki nema fólk sé haldið nettri sjálfspíningarhvöt. Á laugardaginn bauð ég svo Súnu brúnu og fjölskyldu í bröns, amerískar pönnukökur og læti. Voða næs. Bauð svo Jógu spógu og Smáralingnum í mat um kvöldið. Myndaskapurinn alveg að fara með mig. Svo sátum við sambýliskonan fram á nótt og prjónuðum og drukkum hvítvín. Við vorum nú alveg opnar fyrir því að kíkja út á djammið en vorum svo brjálæðislega spenntar yfir prjónaskapnum að við bara komumst ekkert út. Já já við erum svalar vinkonurnar! Annars gerðist það meðan við sátum þarna í sakleysi okkar og prjónuðum, skvettum í okkur hvítvíni og grétum yfir The Green Mile að það kastaði einhver tómötum í eldhúsgluggan hjá okkur!!! Við vorum og erum alveg gapandi hissa yfir þessu. Ég veit nú svo sem alveg að ég er enginn engill og hef auðvitað skilið eftir sviðna jörð af hryggbrotnum ungum sveinum og það hafa jafnvel alveg ein og ein stelpa ástæðu til að vera svekkt út í mig en ég meina kommóón, tómatar! Ég veit svei mér ekki hvað maður á að halda. Held að heppilegast sé að kenna bara fullum unglingum um ósköpin. Blessaðir unglingarnir eru alltaf afar heppilegur blóraböggull.
Já já og svo vaknaði ég bara eldsnemma á sunnudagsmorguninn (fyrir hádegi svona) og skellti mér í morgunmat á Gráa köttinn með Svíanum mínum. Það var afar notalegt. Og þá komst ég að því að bærinn var auðvitað troðinn af sætum útlenskum úlpustrákum um helgina. Allir komnir á Iceland airwaves. Og ég var bara heima að prjóna. Ég sem er sjúk í tónleika og sæta stráka. Veit ekki alveg hvað er að gerast með mig. Veit svo sem alveg að blankheit og endalaust kvef (sem að er nú bara loksins alveg farið en hip hop meiðslin eru enn að pirra mig) hafa sitt að segja. Helvítis þynnkan fælir mig líka frá drykkju þessa dagana. En örvæntið ekki, ég get alveg lofað því að þetta er tímabundið ástand hjá mér. Ég er ekki EKKI hætt að djamma.
Jæja best að fara úr brjóstahaldaranum og þrífa af mér meiköppið áður en ég skunda í kröfugönguna.
Já ég þori, get og vil

Tuesday, October 18, 2005

Jamm og jamm og juuu

Takk fyrir, takk fyrir elsku fólk. Ánægð með ykkur elsku konur og Einar og Stevie Wonder. Takk fyrir elskuleg komment og skemmtilegheit. Ég var búin að ákveða að setja ekkert inn fyrr en að það væru allavegana komin 20 komment og núna eru komin 20 svo að hér sit ég og skrifa. Jónína situr reyndar við hliðina á mér núna í sinni tölvu og les bloggið og lofar að kommenta þannig að þá verða komin 20. Við erum svo miklir lúðar, vinkonurnar, sitjum heilu kvöldin saman í sitthvorri tölvunni. Með kertaljós og gúffum í okkur súkkulaði (ekki berar að neðan samt, Jónína bannar það! stundum berar að ofan bara!!!) . Ekki núna reyndar, núna sitjum við bara með hvítvín og kertaljós í tölvunum okkar (allsberar). Gott að fá sér hvítvín, það verður að segjasta. Ég bauð Áshildi sys og Sigurjóni og Gyðu í mat og við Joe9 þurftum auðvitað að opna flösku yfir eldamennskunni og svo kom þetta elskulega fólk með aðra flösku með sér og þessu sturtuðum við sambýliskonurnar í okkur með smá aðstoð frá Árbæjarfólkinu. Gaman að bjóða góðu fólki heim, borða góðan mat (ég er náttúrlega listakokkur ofan á alltsaman) og drekka gott vín. Æ djöst lovv itt.
Annars nenni ég ekkert að blogga núna. Áskorunin er enn í gangi. Só kíp onn kommentíng.
Hver er Stevie Wonder?

Kommentakerfið er í einhverju rugli svo að Jónínan getur ekki skilið eftir komment. Ég hef því svikið loforð við sjálfa mig og biðst bara innilegrar afsökunar á því elsku Gunnhildur mín. Ég lofa að svíkja þig ekki aftur.

Friday, October 14, 2005

Askorun

Ég skora á alla sem að lesa þetta blogg að skilja eftir komment. Það þarf ekki að vera neitt fyndið, gáfulegt eða klúrt. Bara svona nett að kvitta fyrir komu sinni hingað, allavegana einu sinni. Mig langar að vita hverjir lesa þessar mjög svo gáfulegu pælingar mínar.
Um leið vil ég þakka öllum þeim þremur sem kommenta reglulega hjá mér. Fanney, Brynja og Hanna, you mean the world to me. Ágústa, Mæja, Alda og Sigrún (ég skrifaði nafnið fyrst með y! Sygrún! ég er með y á heilanum!!!) þið táknið líka heiminn fyrir mig. Inga, Brynhildur, Mr.Bukowski, Anonymous, eddyharolds5684, Jóhanna, Dísa sys og Jónína þið standið ykkur líka með stakri príði og skiptið mig líka alveg heilt land máli, jafnvel heimsálfu. I would also like to thank my mom, without you I wouldn't bee here, thanks mom (verst að kella veit ekki einu sinni hvað blogg er, hvað þá meira). Ef einhver hefur skilið eftir komment sem ég er að gleyma þá bara biðst ég afsökunar á að þakka ekki fyrir, en drullaðu þér bara til að kommenta aftur og oftar!
Sjáum hvernig þetta gengur, hverjir taka þessari spennandi áskorun. Annars þarf ég trúlega bara að fara að lenda á sjéns með heimsfrægum leikstjóra eða láta poppstjörnu klípa mig í brjóstin eða dramatísera með minn ömurlega starfsframa til að eitthvað gerist í þessum kommentum. Kannski setja inn mynd af einhverjum frægum, þá er Anonymous allavegana voða duglegur að kommenta, blessaður Anonymous!
Davíð kallinn bara að hætta í ruglinu með stæl, alveg í rugli maðurinn! Jón Ásgeir hress bara. Ingvar félagi enn og aftur alveg að meika það í útlöndum. Hannes greyið ..... auðjöfrar að níðast svona á þroskaheftum, hvert stefnir þetta eiginlega. Svava bara búin að kaupa bolla út og Svala já já hún syngur og labbar svona og Krummi líka. Einstæði faðirinn ekkert á ferðinni í dag og ég enn heima með grænt hor (batamerki, ekki spurning). Maður fylgist með þjóðmálauræðunni, það verður nú ekki af manni tekið.

Thursday, October 13, 2005

Voða ahugavert!

Það áhugaverðasta sem ég get sagt frá í dag er hvernig kvefið mitt byrjaði í vinstri hlið andlitsins seinnipart laugardags. Þá byrjaði að leka stríðum straumum úr vinstri nös og nokkru síðar einnig úr auganu. Síðan stíflaðist allt vinstra megin í enninu en einhverra hluta vegna lak líka. Þessu fylgdi ógurlegur höfuðverkur, beinverkir og hete! Já og svona hélst þetta þar til seinnipart þriðjudags þegar að þetta færði sig yfir í hægri hliðina. Á ég að halda áfram?!!! Þetta er nú áhugavert, hhhaaa! Annars er ég orðin skárri í dag enda búin að liggja í rúma fjóra daga. Lyktar og bragðskyn aðeins að koma til og svona. Ég er þó ekki orðin góð og ligg enn. Ætli ég liggi ekki eins og í tvo daga í viðbót. Þetta er auðvitað dauði og djöfull og samviskan að naga mann af því að geta ekki mætt í vinnuna. Á að vinna um helgina. Finnst ótrúlegt að ég geti mætt á morgun en þetta verður vonandi komið á laugardaginn. Maður verður nú að fara að sjá fína, fulla, feita fólkinu fyrir veigunum sínum.
Sjónvarpið hefur verið minn helsti félagi í þessum veikindum. En þetta er búið að vera love/hate samband hjá okkur. Oft er alls ekki neitt í sjónvarpinu og þá endar maður á því að horfa á einhvern viðbjóð um ekki neitt eins og idol extra og einhverja nornaþætti og leiðinlega spjallþætti. Oft er líka eitthvað voða áhugavert á öllum stöðvum og ég get ekki ákveðið mig og skipti endalaust á milli og horfi því ekki almennilega á neitt og verð bara pirruð á þessu öllusaman. Æhj já sjónvarpið er oft frekar pirrandi og skilur lítið eftir sig. Ég horfði þó á þátt um ástandið í Darfur í Súdan um daginn, sem skildi mikið eftir sig. Ótrúlegt að þetta skuli hafa gerst, aðeins örfáum árum eftir hörmungarnar í Rwanda. Hrikaleg þjóðarmorð eiga sér stað og vesturlandaþjóðir bara standa hjá og gera ekki neitt. Það virðist vera staðreynd að við á vesturlöndum lítum á fólk í Afríku sem óæðri manneskjur sem ekki þarf að kippa sér mikið upp við þó að það sé pyntað og nauðgað og drepið í þúsundatali. Börn og fatlaðir og gamalmenni. Við bara segjum ooh en hræðilegt og skiptum svo yfir á idolið og drekkum kók! Hugsum ekki meira um það. Mæli með því að þeir sem ekki enn eru búnir að sjá Hotel Rwanda skundi út á videoleigu strax í dag og glápi á hana. Mér finnst það bara skylda fyrir alla hugsandi menn að gera það. Fólk getur þá kippt myndinni Crash með sér í leiðinni. Afar góð mynd þar á ferð. Einmitt með Don Cheadle úr Hotel Rwanda í einu aðalhlutverkinu. Flottur leikari. Finnst persónulega að hann hefði frekar átt að fá óskarinn en Jamie Foxx. Jæja nú er ég farin að blaðra bara eitthvað endalaust. Best að fara að athuga hvað er í sjónvarpinu!!!

Tuesday, October 11, 2005

Taka 5 i að vera veik heima

Nú er allt að fara í gang hjá mér. Ég ætla að fara að æfa mig í magadansi, læra frönsku, vera dugleg að baka og elda og bjóða fólki heim, fara út að skokka og í sund, sækja tónlist á netið, lesa ódauðleg skáldverk og horfa á franskar videomyndir en ekki sjónvarpið og auðvitað vera dugleg að skrifa einhverja snilld hérna á La bombe sexuelle. Síðast en ekki síst ætla ég að halda áfram einlægri leit minni að ástinni!!! Rétt eins og íslenski bachelorinn. Já og auðvitað einbeita mér að því að vera mjó og sæt í samstæðum nærfötum og safna hári (á hausnum). Gaman að þessu og gaman að vera svona hress með svona góð markmið fyrir veturinn.
Núna er ég samt bara alveg viðbjóðslega lasin heima og geri bókstaflega ekki neitt. Get ekki sofið, ekki lesið og meika ekki að horfa á sjónvarpið líka á daginn. Mikið er þetta leiðinlegt. En þetta líður nú víst vonandi fljótt hjá. Ég bara sit og bryð sólhatt og verkjatöflur og bíð eftir að þetta klárist. Þá tekur við betri tíð með bakstri á Baldursgötunni!
Átti annars alveg stórgóða helgi (fyrir utan að ná mér í þessu viðbjóðslegu pest). Mamma mín var í heimsókn í höfðuborginni og við skelltum okkur út að borða á Apótekinu á föstudaginn. Það var frekar huggulegt. Svakalega góður matur og vínið ekki verra. Mæli alveg með þessum stað sko. Tók svo Brynhildi á orðinu og byrjaði á bíó kúrnum. Hann er hressandi. Fór á Þýsk-tyrkneska mynd á föstudaginn. Hún var mjög góð, um stöðu tyrkneskra innflytjenda í Þýskalandi. Á laugardaginn fór ég svo á líbanska mynd. Hún var ekki eins góð en rifjaði upp löngun mína til að fara til Líbanon að læra magadans. Held að Beirút sé frekar kúl borg. Og maturinn maður, verð eiginlega að finna mér líbanskan eiginmann sem kann að elda. Eigandinn að líbanska staðnum sem ég sótti reglulega í París var nú alveg á því að ég ætti að giftast líbönskum kokki. Ég beið bara eftir því að hann myndi kynna mig fyrir einhverjum fjallmyndarlegum frænda sínum, enda hann mjög myndarlegur sjálfur en aðeins of gamall. Hann kynnti mig að vísu fyrir einum frænda sínum en sá stóðst engan veginn væntingar!
Væri reyndar líka mjög til í að fara til Istanbúl. Meira samt svona í frí bara þangað.
Brynjan mín er loksins komin til Buones Aires. Væri líka til í að skreppa í heimsókn þangað. Getur ekki verið leiðinlegt.
Í endurminningum mínum á árið 2005 eftir að vera kallað árið sem ég var veik heima með viðbjóðslegt kvef. Hvað er málið eiginlega!
Jæja lifið heil og verið dugleg að taka lýsi og sólhatt og borða appelsínur.

Tuesday, October 04, 2005

Bio er best

Bíó bjargar öllu :) Skellti mér á Kalla og súkkulaðiverksmiðjuna klukkan 17:45. Hún var skemmtileg, J.D. sætur og svalur að vanda. Þegar myndin var búin klukkan 19:50 var kjörið að svindla sér inn á einhverja mynd á kvikmyndahátíðinni og stela sér samlokum sem þar voru í boði. Uppáhaldswrapið mitt var meira að segja í boði, með fetaosti og spínati. Hamstraði einum sjö rúllum, laumaði mér inn í sal og gúffaði þeim í mig og skolaði niður með fanta, hrrmmmhmmm! Lenti á norsku myndinni 37 1/2. Mikið var það hressandi mynd. Alveg það sem mig vantaði. Svona norsk útgáfa af Bridget Jones. Mæli með henni. Sérstaklega fyrir þá sem eru í tilvistarkreppu, haustþunglyndi, andlausir, í fílu, ekkert of ánægði með sjálfan sig, hrífast af yngri gaurum, dreymir um að verða rithöfundar, hafa fitnað aðeins o.s.frv. Sem sagt mynd búin til bara fyrir mig að horfa á á þessum degi. Þvílík endemis endalaus fáránlega frábær tilviljun.
Góða nótt og bestu óskir um gott kynlíf, í nótt og um ókomna framtíð ;)

Lost

Ég verð að viðurkenna að ég er eitthvað lost í lífinu þessa dagana. Finnst ég ekki gera neitt af viti, enda nenni ég engu sem vit er í! Finnst allt eitthvað svo tilgangslaust. Er að hugsa um að fara að einbeita mér að því að vera mjó og sæt. Fara í ljós og ræktina og svona! Lifa fyrir það, gott plan?! Ég meina það eina sem ég hugsa um þessa dagana er vinnan, og ég nenni því ekki. Ekki á ég mann og börn til að hugsa um enda langar mig svo sem ekkert sérstaklega í svoleiðis. Held ég mundi líka mjög fljótlega drukkna úr leiðindum ef ég færi að standa í svoleiðis. Er búin að vera of löt og egósentrísk til að geta sinnt vinum og fjölskyldu almennilega undanfarið. Er bara að farast úr leti held ég, nenni ekki einu sinni að prjóna! Langar mest af öllu að fara til Afríku í hjálparstarf. Hef bara ekki efni á því. Finnst að einhver eigi að gefa mér eins og svona 850 þúsund svo að ég geti látið verða af þessu. Hitti reyndar Jón Ásgeir um helgina, var að hella í hann kampavíni, hefði auðvitað átt að spyrja hann hvort hann ætti milljón aflögu fyrir unga konu sem vill láta gott af sér leiða. Eða seðlabankatjórann nýja sem ég var að hella rauðvíni í, hefði trúlega ekki þýtt að biðja fyrrum fjármálaráðherra, núverandi utanríkis ef ég hef tekið rétt eftir (sem drakk rauðvín) eða dómsmálaráðherra (man ekki hvað hún drakk) um peninga!
Verð held ég bara að sætta mig við að ég þarf aðeins að borga skuldirnar mínar áður en ég sting af til fjarlægrar heimsálfu í hjálparstarf. Á meðan get ég eins og ég sagði einbeitt mér að því að verða aftur mjó og kannski safnað hári.
Ég get líka haldið áfram skemmtilegum orðsifja pælingum. Sat einmitt á kaffihúsi um daginn með samkynhneigðum vini mínum og útskýrði fyrir honum typpi vs tippi pælinguna. Við komumst að því að þessi pæling á einnig alveg sérlega vel við engilsaxneska orðið penis. Þegar um ríflegan penis er að ræða ætti að sjálfsögðu að skrifa það með y, penys. Þá ætti að bera það fram sem pínæs. Frábær pæling alveg finnst mér!
Er annars að hugsa um að fá mér permanett.

Monday, October 03, 2005

Jehello!

Ég þurfti að taka brjálæðislega erfiða ákvörðun áðan. Ég þurfti að ákveða hvort ég ætti að horfa á The O.C. á Skjá einum, Fashion Television á Sirkus eða heimildarmynd um Islam í nútímanum á RÚV. Vá hvað ég lenti í mikilli krísu. Ég hef ekki verið með sjónvarp með fleiri en einni stöð í meira en ár. Ekkert sjónvarp í París og bara RÚV á Laugaveginum. Sjónvarpið hérna á Baldursgötunni var svo bara að komast í lag um helgina og ég bara lendi í valkvíða dauðans þegar ég loksins ætla að fara að njóta þess að geta valið um stöð. Þessi ákvörðun snerist um svo miklu miklu meira en bara afþreyingu. Þetta snerist hvorki meira né minna en um sjálfsmynd La bombe sexuelle. Er ég fyrst og fremst vitsmunavera, tískufrík eða sucker fyrir fallegu fólki og rómans. Maður bara spyr sig! Endaði á að horfa á þáttinn um Islam, sem var, verð ég að segja, afar athyglisverður. Þessi þáttur fjallaði um Islam á sanngjarnan og eðlilegan hátt fannst mér. Ansi margir sem hefðu haft gott af því að horfa á hann, kannski einmitt fólkið sem eyddi kvöldinu í að horfa á The O.C. eða tískusjónvarpið. Ég náði því að taka rétta ákvörðun í sjónvarpsglápinu þetta kvöldið. Kíkti reyndar svona rétt aðeins á tískusjónvarpið svona inn á milli, fjarstýring er auðvitað snilldar uppfinning. Auðvitað er samt meira vit í því að eyða síðkvöldum í skammdeginu við drykkju á öldurhúsi í gáfulegum samræðum, við prjónaskap í gáfulegum samræðum, eða fara jafnvel á einhvert niðurdrepandi evrópskt meistaraverk í kvikmyndahúsi. Fór annars á sólbaðsstofu í dag! Vann þar í því að fá heilaæxli með því að hlusta á FM957 á meðan ég vann í því að fá húðkrabbamein í ljósabekknum. Afar hressandi. Já já eitthvað verður maður að hafa fyrir stafni. Brynja mín er farin til Argentínu, Linda lakkrísmoli er í Kóreu, Hanna er á Indlandi og ég er í 101 jeih! Árbærinn er meira að segja of langt í burtu fyrir mig þessa dagana. Hvað er annars að frétta Brynja? Æðisæðislegt í Argentínu?
Over and out