Sunday, February 14, 2010

Tuesday, February 02, 2010

Nokkuð sannspá eða hvað

Ég var að fá þessa ritgerð sem ég skrifaði þegar ég var 15 ára í hendur.

Ég eftir 15 ár
Ég starfa sem fréttamaður hjá ríkissjónvarpinu. Ég er einnig með útvarpsþátt á útvarpsstöð sem var nýlega stofnuð. Að loknu grunnskólaprófi fór ég í Menntaskólann við Hamrahlíð, að tveimur vetrum loknum fór ég sem skiptinemi til Frakklands og var í ár. Ég tók stúdentspróf en tók mér 1. árs frí frá námi og starfaði þá við útvarpsstöðina Byljgan. Þá fór ég í fjölmiðlafræði í Háskólanum og lauk því námi á tilsettum tíma. Ég ferðaðist þá um víðan heim og lærði m.a. ljósmyndun í París og vann í dýragarði í Ástralíu. Síðan kom ég heim og kynntist þá unnusta mínum en það er ekki á döfinni að giftast eða eignast börn.


Þá er bara að sækja um á Bylgunni.