Sunday, October 18, 2009

Dagur 4

Kominn tími til að yfirgefa steinsteypu frumskóginn og mannmergðina. Lonely Planet mælir með Shek O strönd. Ég tek metró og strætó. Rúmlega hálftíma ferðalag heiman frá mér. Rútuferðalagið reyndi talsvert á loft og bílhræðslu mína. Hressandi keyrsla um skógivaxnar hlíðar HK. Ég verð ekki fyrir neinum vonbrigðum með ströndina sem er lítil og krúttleg. Fólk en ekki of margir. Vestrænir og austrænir í bland. Ströndin hrein og sjórinn virkar líka nokkuð hreinn. 28 stiga hiti og mikil gola. Ég syndi og les Stieg Larsson.
Áður en ég tek rútuna heim fæ ég mér að borða á Tæ/Kínverskum veitingastað. Fæ mér Tælenskar fiskikökur og rækjur í hvítlauk, basil og chilli, Tsingtao bjór með. Þvílíkur unaður, góður dagur. Ég fer pottþétt aftur hingað.

No comments: