Wednesday, June 25, 2008

Það styttist

Jú jú Þjóðverjar áfram. Djöfull á ég erfitt með að samgleðjast þeim þó ég eigi þarna tvo menn (mína eigin-menn). Fúlt að sjá ekki Tyrki í úrslitaleiknum. Ekki það að ég komi til með að sjá leikinn, ég verð í flugvélinni á leiðinni heim í heiða dalinn. Núna er það bara multilevel analysis, jibbicola, próf eftir 9 klukkutíma. Síðasta tölfræðiprófið mitt. Svo þarf ég að ákveða hvaða skó ég ætla að taka með mér heim, hvaða eyrnalokka, hvaða lopapeysu, sumarkjól, föðurland, húfu, vettlinga, hlýrabol, úlpu, bikiní. Það er ekki auðvelt að pakka fyrir tveggja mánaða dvöl á Íslandi yfir hásumar. Er ekki yfirleitt komið háhaust í lok ágúst. Kannski ég geri bara eins og túristarnir og verði í gönguskónum, flísinu og gorítexinu bara alltaf allstaðar. Það er óvitlaust ef maður pælir í því.

Saturday, June 21, 2008

Þannig fór þá það

Ég held með Tyrkjum núna. Svei mér þá. Þeir eru svo hressir. Það varð allt vitlaust á föstudagskvöldið þegar þeir unnu Króatana. Bílflautum var þeytt um alla borg og allir af tyrkenskum uppruna (sem eru ófáir hér) þustu út á götu með tyrkneska fánann á lofti lofandi Allah með bros á vör. Ég var í partý í hverfi þar sem mikið er um Tyrki og þeir voru margir hressir út á götu þegar ég var að hjóla heim. Ég var líka hress og hrópaði gó turkí og gaf þeim fæv. Þeir voru svo ánægðir með mig að einn þeirra ákvað að koma bara með mér heim og hoppaði á bögglaberann hjá mér á ferð. Ég missti stjórn á hjólinu og blótaði á íslensku. Maðurinn treysti mér greinilega ekki fyrir lífi sínu og hoppaði af aftur. Þó ég hefði vissulega orðið svolítið skelkuð þegar hann hoppaði á varð ég soldið svekkt líka þegar hann hoppaði af. Það hefði kannski bara verið góð hugmynd að kippa honum með heim. Ég hefði getað rænt honum með heim til Íslands. Tyrkjaránið 2008. En já nei nei. Annars er ég alveg hissa á sjálfri mér hvað ég er svakalega spennt yfir fótboltanum. Ég er búin að setja heimasíðu keppninnar í favorites hjá mér og kíki nú oftar þangað en á facebook og mbl. En nei ætli maður róist ekki aðeins núna og einbeiti sér að náminu og flutningum næstu daga. Skila síðasta tölfræðiverkefninu í þessu námi á mánudaginn, próf á fimmtudaginn. Flyt líka á fimmtudaginn, fer svo til Maastricht á föstudaginn og heim á sunnudaginn. Nóg að gera þó maður sé ekki tilneyddur að þamba bjór í lítravís íklæddur appelsínugulu, hrópandi Van der sar og Boulahrouz í takt við allt hitt appelsínugula fólkið í þokkabót. Annar er Engelaar minn maður í hollenska liðinu. Allah mallah hvað hann er fagur. Tæpir tveir metrar, 29 á árinu. Ég held að börnin okkar verði sérlega myndarleg.

Thursday, June 19, 2008

Ég er feministi.

Það eru 93 ár síðan íslenskar konur, eldri en 40 ára, fengu kosningarétt. Árið 1920 fá konur sama rétt og karlar til að kjósa. Merkilegt. Merkilegt alveg hreint.

Wednesday, June 18, 2008

Tuborg er vinsæll á Íslandi.

Ó já og til hamingju með þjóðhátíðardaginn. Ég fagnaði honum með því að klæða mig í hvítt, blátt og rautt, hlusta svolítið á Bubba, horfa á fótbolta, fá mér bjór og ostalúmpjur úti í sólinni, dýrindis eplapæ og kaffi, mozzarella salat, ólífur, rósavín. Komst líka að því að Indónesía fagnaði sjálfstæði sínu frá Hollandi eftir 350 ára undirokun þann 17. ágúst 1945. Hollendingar viðukenndu ekki sjálfstæðið fyrr en 1949. Hollendingar eru víst ekkert sérlega vinsælir í Indónesíu. Indónesískur matur er mjög vinsæll í Hollandi. Danir eru ekkert sérlega vinsælir á Íslandi. Eða hvað. Helvítis fullu sveitó nýríku snobbuðu Íslendingarnir eru kannski óvinsælli í Danmörku en Danir á Íslandi. Tuborg er vinsæll á Íslandi.

Monday, June 16, 2008

Mr.3 og Mr.21

Fyrir ekki svo löngu síðan, segju svona 9 mánuðum, hafði ég ekki svo lúmskt gaman af því þegar ég fann grátt hár í höfði mínu. Ég naut þess að einangra þetta einstaka hvíta hár sem ég fann á hálfsárs fresti, kippa því upp með rótum og bera það saman við öll hin glansandi heilbrigðu dökkbrúnu hárin mín. Ef ég held áfram að kippa hvítu hárunum úr höfði mínu mun ég trúlega enda eins og konan á geðdeildinni sem var búin að plokka öll hárin af höfði sér nema einhver tíu og talaði stöðugt við sjónvarpið. Ég fann held ég 5 hvít hár í dag, án þess að vera sérstakleg að leita, þau bara blöstu við mér. Ég kippti þeim öllum úr og er nú 5 höfuðhárum fátækari og 5 höfuðhárum nær geðdeildarkonunni. Ég sat áðan ein í eldhúsinu og bað leikmann nr.21 í þýska liðinu um að giftast mér fullum hálsi og í fullri einlægni. Ekki nóg með það heldur bað ég leikmann nr.3 í þýska liðinu um að verða eiginmaður nr.2. Þeir þáðu þetta góða boð báðir með þökkum. Ætli ég verði kyrrsett á 32C.


Mr.3


Mr.21

Sunday, June 15, 2008

Sykurbolla

Gleðin yfir fótboltanum var svo mikil á föstudaginn að ég gerði nákvæmlega ekki neitt í gær nema að borða, sofa og horfa á sjónvarpið. Já íslensk kona, ekkert hölt og með fína sjón séu Chanel gleraugun á nefinu, kann sko að fagna með þeim appelsínugulu. Það varð allt vitlaust og ég líka. Dansaði fram á morgun með appelsínugulan fótbotahatt á höfði. Mjög töff. Í dag sat ég svo yfir tölfræði en megnaði nú að skokka hringinn minn og lyfta lóðunum mínum. Það fer þó eitthvað lítið fyrir því að ég sé að verða mössuð eins og Madonna. Held það séu allar rjóma, marsipan, smjör, sykur bollurnar sem ég læt alltaf freistast af. Í dag voru það viðbjóðslegir kremfylltir, súkkulaðihjúpaðir marsipanbitar. Hressandi.
Verð á skeri eftir 2 vikur, jibbicola.

Thursday, June 12, 2008

Þingholtin, Jordan, Kowloon

Nú sit ég löðursveitt (lathersweaty) svona um það bil 12 tíma á dag í skólanum að massa allt sem eftir er fyrir sumarfrí. Þessi síðasti áfangi minn á þessu skólaári er ákaflega strembinn og brjáluð vinna. En mér tókst að grafa upp úr fylgsnum mínum áður óþekktan metnað og áhuga á tölfræði. Að þessu sinni er um að ræða the linear multilevel model. Ég er bara frekar spennt fyrir því jafnvel þó að allri matrix algebru sé sleppt. En mun spenntari er ég þó fyrir íbúðinni sem ég ætla að deila með serbneskri vinkonu minni næsta vetur. Íbúðin er hvorki meira né minna en fullkomlega staðsett í Amsterdam. Nákvæmlega á uppáhaldsstaðnum mínum við fagrann kanal í Jordan. Hér er mynd af horni Prinsengracht og Looiersgracht sem er sem sagt kanallinn minn frá og með 7. September.

íbúðinni fylgir rósum prýddur garður sem gengið er í beint úr huggulegu eldhúsinu og tveir kettir. Ég læt mér nægja að sinni að passa kisulórur því of rótlaus er ég til að eignast mína eigin. Beint fyrir utan innganginn okkar er göngubrú yfir kanalinn. Við hinn enda brúarinnar er besti bar sem ég hef komið á í langan tíma. Við hliðina á barnum er líkamsræktarstöð sem ég hyggst ekki nota en vappa föl og feit fyrir utan í leit að fögrum folum. Leigan er ekki há og íbúðin rúmgóð og fín. Þarna hyggst ég sofa, lesa, læra, drekka te í eldhúsinu og bjór í garðinum þar til ég fer til Hong Kong í lok febrúar. Já ég ætla til Hong Kong. Fröken-frú-prófessor Cecilia Cheng hefur nú endanlega staðfest að hún búist við mér í rannsóknarstofuna sína í byrjun mars á næsta ári. Þar ætla ég að rannsaka eitthvað í fjóra mánuði. Já lengra er ég ekki komin með þau plön. En já það virðast vera spennandi tímar framundan. Eða allavegana spennandi staðsetningar, Skólavörðustígur, Jordan, Hong Kong. En já nei nei núna þarf ég bara að læra og læra horfa kannski smá á fótbolta drekka nokkra hollenska bjóra til að fagna með liðinu mínu. Það var að sjálfsögðu aldrei spurning með hverjum held oranje oranje oranje oranje!

Þessi piltur virðist vera staddur á leiguhjólinu sínu beint fyrir utan barinn sem er við hinn endar brúarinnar sem er beint fyrir framan húsið mitt. Samkvæmt mínum útreikningum er þetta því verðandi heimili mitt þarna í bakgrunni (eins og ég sagði maður er ekki að taka alla þessa reikningsáfanga fyrir ekki neitt).

Monday, June 02, 2008

Auglysi eftir motivation

Dagur er ad kveldi kominn. Eg er treytt og mig langar heim. Sofa, horfa a dvd, drekka graent te, borda fisk og kartoflur, synda, fara i heita pottinn. En eg tarf vist ad vera afram i studi. Er ad byrja i nyjum manadarlongum tolfraedi kursi a morgun. Fer lika i prof a morgun og a fund med leidbeinendunum minum. Og svo er bara aetlast til ad madur maeti hress til vinnu tegar heim er komid og vinni fyrir yfirdrattaskuldum namsmannsins. Island er agaett en alls ekki best i heimi. Tad eru allir ad fara i fri nema eg og hinir Islendingarnir. Taeland i manud, lestarferd um evropu, grisk strond, unglingaheimili i Grafarvoginum. Daes!