Tuesday, March 21, 2006

Mig langar í kettling eða kærasta. Kostir og gallar við hvorttveggja.
Auðveldara að verða sér úti um kettling held ég. Maður getur fengið einn gefins án mikillar fyrirhafnar. Erfiðara að redda sér kærasta, tala af biturri reynslu. Hinsvegar er auðveldara að losa sig við kærasta en kött. Maður gæti lent í vanda með kött ef maður ákveður til dæmis að flytja eða fara erlendis í einhvern tíma. Ekki hægt að skilja köttinn bara eftir heima. Það er hinsvegar hægt með kærasta. Maður gæti líka kannski bara tekið kærastann með sér í nýja húsnæðið eða til útlanda en ekki köttinn.
Hmmm hvað skal gera!

4 comments:

Anonymous said...

Ég fengi mér kött.
Það má alltaf gefa einhverjum köttinn en það er erfiðara að gefa kærasta ef maður verður leiður á honum. Má kannski prufa setja smáauglýsingu í DV.

Hölt og hálfblind said...

Já auglýsa eftir kærasta í DV, góð hugmynd, skil ekki af hverju mér hefur ekki dottið það í hug fyrr.

Dýrið said...

er Catman á lausu?

Anonymous said...

Hann verdur ad vera kassavanur.
Er til einhver svona stadur eda heimili tar sem eru yfirgefnir kaerasta sem eiga engann sama stad eins og Kattholt, tar sem their bida eftir nyjum eigundum??