Friday, March 03, 2006

Dopdrama

Ég er orðin sannfærð um að fólkið á móti séu dópdílerar. Þó ekki stórreykingamaðurinn á tröppunum. Hann er svo mikill lúði að hann hefði ekki þor eða dugnað í að fara að díla með dóp. Held reyndar að hann sé kominn með vinnu blessaður. Alveg hætt að sjá hann á tröppunum bara. Er annars að hugsa um að vera samviskusami borgarinn og gera lögreglunni viðvart, ekki af því að lúðinn er kominn með vinnu heldur út af dópinu. Hressandi að fá smá traffic drama í hverfið. Svo getur maður beðið til guðs um að sendar verði fjallmyndarlegar löggur á svæðið til að taka viðtöl við nágrannana. Jess ég er starx farin að hlakka til :)

5 comments:

Anonymous said...

Núna sitja þau úti á svölum, karlinn að þrífa grillið og konan að drekka og reykja. Og svo eru þau búin að draga köttinn með sér í ruglið. Þvílíkt pakk.

Anonymous said...

Jeminn eini, núna er hann farinn úr að ofan ...

Anonymous said...

Yhú sérd vandamál, ég sé áskorun!
Eftirfarandi monun er í bodi VÍS:

Reyndu ad ganga lengra en thessir hvítarusls-nágrannar thannig ad their hringi ad lokum á logguna út af thér!
Kostur thessarar monunar er ad nú getur thú áhyggjulaust dansad nakin í gardi nágrannanna eda kveikt í thér á troppunum hjá theim. Eitthvad sem thig hefur pottthétt lengi langad, ekki satt? Sídan kemur saeta, unga og óhardnada loggan og handtekur THIG!
VÍS - thar sem tryggingar snúast um fólk!

Anonymous said...

hey kanski geturu fengid vinnu hja dopdilernum?

Hölt og hálfblind said...

Já fín vinna mar. Hanga heima og bíða eftir kúnnum. Kíkja stundum í bæinn og fyrir utan grunnskólana til að finna nýja kúnna. Skreppa svo öðru hvoru til Amsterdam og Suður Ameríku til að kaupa stöff. Verst að þetta stríðir aðeins á móti lífsviðhorfi mínu. En heih kommón, mig vantar vinnu.