Monday, March 27, 2006

Ég átti góða helgi í sveitinni minni. Borðaði lambakjet, hnjónabandssælu og þambaði pepsímax, svaf, svaf og svaf, skoðiði tískublöð og horfði á rómantískar gamanmyndir. Yndislegt, þrátt fyrir skort á hrútspungum og hundasúrum. Henti bara súrheyi í hrútana og reyndi að forðast súran andardrátt hundanna. Lítils að sakna úr Rvk city. Þó alltaf gott að koma heim á Baldursgötuna. Alltaf stuð þar. Sérstaklega hérna á móti. Lögreglan er nú orðin daglegur gestur hjá dópsalanum sem virðist vera duglegur við að kveikja í hjá sér, selja eiturlyf, áreita nágrannana (m.a. einstæða föðurinn síreykjandi, greyið), læsa sig úti og fleira hressandi. Gaman að þessu. Ég hef þó enn ekki orðið vör við Del Toro, hann hlýtur að fara að sýna sig þegar þetta verður rannsakað sem fíkniefnamál.
Við sambýliskonurnar erum nú farnar að ræða það í alvöru að fá okkur kött eða jafnvel ketti :) Ooooh tvo litla sæta kettlinga, mússí, mússí, mússí. Hver þarf kærasta þegar maður hefur Joe9 og mjúkan loðinn kettling sem hægt er að kalla Benicio, Joaqim, Johnny eða Jude. Kem svo bara við í Amor og redda því sem upp á vantar, kkkknnnrrrmmm, djísús!

1 comment:

Dýrið said...

mmmmm marriage-puke og pepsi max... mar faer bara heimthrà!