Thursday, March 02, 2006

I framhaldi af mer

Fólk virðist hafa einhverjar áhyggjur af að það sé eitthvað confusion, angist, premature crises í gangi hjá mér eftir persónulega bloggið. Ég held nú að það sé ekkert mikið meiri krísa í gangi hjá mér núna frekar en venjulega. Ég var bara svona að pæla í þessu í sambandi við það sem er í gangi í lífinu hjá mér núna, þ.e. atvinnuleit. Þegar maður gerir CV, skrifar umsóknir og fer í viðtöl þarf maður svolítið að skilgreina sjálfan sig. Þessi skilgreining felst að miklu leiti í því við hvað maður hefur unnið og hvaða menntun maður hefur. Sem mér hefur alltaf fundist hálf skrítin skilgreining. Mér hefur sjaldnast fundist vinnan mín eða nám lýsa mér best. Ég vil ekki taka þátt í því að flokka sjálfa mig eftir því við hvað ég vinn, sem mér finnst ótrúlega algengt að fólk geri. En í CV tilgreini ég líka helstu kosti og áhugamál. Þetta má ekki vera nein langloka og því þarf maður að pikka út einhver orð sem maður vill að veki upp ákveðin hughrif hjá fólki. Fólk hugsi aahh já, hún er þessi típa, hún er þessum kostum gædd. Maður er jafnvel beðinn um að nefna eigin galla í atvinnuviðtölum. Þá þarf maður nú aðeins að vera búinn að pæla í sjálfum sér. Ég get nú reyndar yfirleitt ekkert nefnt neina galla!!!
Jamm og já já.
Annars komu nokkrir athyglsiverðir punktar í kommentunum. Eitt er um blessaða behavioristana. Sko ég get bara ekki verið sammála behavioristunum. Ég er víst líka það sem ég hugsa, tilfinningar og drasl sem er í gangi inn í mér þó að ég sé kannski ekkert alltaf með það á útopnu, að "gera" þessar hugsanir og tilfinningar. Auðvitað er maður líka það sem maður hugsar, annað er út í hött.
Þetta með premature gráa fiðringinn er fyndið. Ég held ég sé nefninglega löngu kominn með það fyrirbæri. Hef ekki orðið skotin í gaur sem er eldri en ég í háa herrans tíð. Þeir verða bara sífellt yngri, vhúppa!
Spjaldhryggsmeðferðarfulltrúinn finnst mér bara mjög merkilegt fyrirbæri út af fyrir sig. Hvað í andsk... er það!
Takk fyrir kommentin, Ég met þau mikils.
Ykkar einlæg
Hölt og hálfblind

No comments: