Wednesday, March 26, 2008

Svona það helsta

Ég er mjög hress bara. Átti afar góða páska. Gúffaði í mig súkkulaði, las, horfið á Fóstbræður og fór á stefnumót með Serbanum. Mikið gaman. Hann er svo fínn strákurinn. Gaf mér disk með einhverjum tíu Júgóslavenskum diskum frá áttunda áratugnum eða nei þeim níunda segir maður víst á íslenskunni. Úr kytrunni minni ómar því rokktónlist með slavneskum áhrifum á framandi tungu. Þarf að mynda mér skoðun á þessu. Hann er svo spenntur að heyra hvað mér finnst. Hressandi. Annars er alltaf jafn helvíti mikið að gera í skólanum. Var í prófi í dag sem gekk bara alveg ágætlega og er svo með heimapróf hangandi yfir mér. Það snjóaði um páskana. Er orðin frekar óþreygjufull eftir vorinu. Hef samt varla efni á að kvarta yfir veðri við fólk heima. Þetta var fyrsti snjórinn sem féll í vetur og hann hélst í svona tíu mínútur. Ég held að veðrið verði stórgott í apríl enda er það besti mánuður í heimi. Afmælið mitt í næstu viku. Ég ætla að halda partý. Sýna þessu liði hvernig á að fagna því þegar árin hellast yfir mann.

No comments: