Monday, March 03, 2008

Ég vild ég væri módel eða sterabolti

Ég er því tímabili núna þar sem ég nenni ekki að taka neitt alvarlega. Ég skil ekki til hvers ég er að bögglast í gegnum þetta nám. Sálfræði kálfræði bull og kjaftæði. Ég myndi heldur alls ekki nenna að vera að vinna. Mig langar bara að vera í bíó og sofa. Borða kannski svolítið líka og lesa og kannski hitta fáa útvalda og brilliant vini. Samt er alveg gaman hjá mér sko. Þetta bara kemur alltaf yfir mig öðru hvoru. Það hefur verið á þessum tímabilum í lífi mínu þar sem metnaðurinn hefur farið norður og niður og ég hef tekið upp á því að vinna í bakarí, í nærfataverslun og sem sörvetrína. Og satt best að segja hefur það ekki verið verra en hvað annað. En ég hef auðvitað fengið leið á því eins og flestu öðru. Það er í mér eitthvert eirðarleysi. Væri fínt að vera bara módel eða sterabolti.

1 comment:

lindadogg said...

Oh er svo ad skilja thig - thad er alveg sama hvad madur er ad gera i lifinu stundum verdur madur leidur!!! Vona samt ad thu sert ad njota skolans og hinnar storkostlegu menningu sem Amsterdam hefur upp a ad bjoda. Langar svo ad koma i heimsokn bradum - vaeri gaman ad hitta a thig - hvernig er byrjun mai fyrir thig?