Thursday, March 20, 2008

Gleðilega páska kæru vinir


Ég var að koma heim af tónleikum með þessum kappa. Patrick Watson. Ég er ekki ástfangin í þetta skiptið en þetta voru helvíti fínir tónleikar engu að síður. Hann átti marga afar góða spretti og er óttalegt krútt strákurinn. Brosmildur og sjarmerandi.
Það rignir brjálæðislega í Amsterdam og það er alltof kalt. Ég er með heimapróf um pákana og er að fara í annað próf eftir páska. En svona gengur þetta bara. Ég á allavegana páskaegg númer 4 (átti tvö en annað hvarf á mjög dularfullan hátt) ætla að gúffa því í mig hjá Hrafnhildi í Utrecht um helgina og Serbinn hafði loksins samband. Ég nenni ekki að stressa mig yfir skólanum. Ég kom ekki til Amsterdam til að rýna í tölvuskjá alla daga. Ég drakk eina mangó margarítu áðan og aðra jarðaberja. Lífið er gott. Gleðilega páska.

3 comments:

Hrólfur S. said...

Gleðilega páska!

Anonymous said...

Gleðilega páska, gæska.

Anonymous said...

Gleðilega páska kæra vinkona.

Kv.
Jónína