Wednesday, August 31, 2005

Blogg er rugl

Nenni ekki að blogga, blogg er rugl og msn líka. Og mig langar í nýja skó og nærföt. Og sushi og rándýrt hvítvín. Ég er svöng og skórnir mínir leka. Og maður á aldrei að nota og í upphafi setningar. Og er typpi skrifað með y? Af hverju er það þá dregið? Toppur?

Tuesday, August 30, 2005

Langloka eða kók í gleri

Ég ætti nú að láta þetta blogg heita "The Gun meets the rich and the famous" virðist ekki skrifa um annað en kynni mín af fræga fólkinu. Mér finnst "La bombe sexuelle bara of gott til að breyta því. Kannski ég geri bara svona tæmandi lista yfir fræga fólkið sem ég hef blandað geði við, afgreiði það bara í eitt skipti fyrir öll. Ég luma nú á nokkrum krassandi sögum um allnokkrar poppstjörnur, leikstjóra, stjórnmálamenn, rithöfunda, myndlistarmenn, auðjöfra, leikara og fræg nóbodís. Æh ég nenni samt varla að skrifa þann lista núna. Þetta yrði svo mikil langloka og ég er ekki í neinu stuði fyrir langloku, langar bara í kók í gleri. Annars hef ég bara ekki hitt neinn frægan síðan á sunnudagsmorguninn þegar ég var að djamma með honum Ingvari vini mínum (verð aðeins: gó Ingvar gó Ingvar gó Ingvar, jeih jóóh, jeih jóóh!). Jú, ég rakst reyndar aðeins á poppstjörnuna sem ég bý með í gær. Náði að tilkynna honum að ég flyt út í dag. Pakkaði öllu draslinu mínu (nærbuxum, skóm og geisladiskum) í gær og flyt til Jóhönnu systur í vesturbæinn á eftir þar til við Joe9 fáum íbúðina þann 11, jibbí jeeih jóóh jeeih jóóh!
Farin að kaupa mér kók í gleri, sjáumst í Vesturbæjralauginni.

Monday, August 29, 2005

Ingvar

Ég og Ingvar

Ja hérna hvað ég átti hressandi helgi. Hún Mæja giftist honum Nökkva sínum á laugardaginn og þau voru svo almennileg að bjóða mér í brúðkaupið. Ég dressaði mig upp í mitt fínasta og var bara alveg eins og ekta fegurðardrottning, ég var svo fín. Leið reyndar svolítið eins og dragdrottningu þegar ég labbaði á laugarveginum kl.16 með fjaðrir í hárinu og hátt í 2 metrar á hæð í háhæluðu skónum. Fólk sem ég mætti fór bara hjá sér og umferðin stöðvaðist þegar menn þurftu að úlla la á mig. Gaman að því. Eftir brúðkaupsveisluna fórum við 3 saman í bæinn til að finna okkur mann til að giftast. Solla fann einn en við Gulla fundum engan mann til að giftast, bara einn giftan mann. Það var gamli pósturinn úr sveitinni sem ég hitti á Ölstofunni. Hann heitir Ingvar Sigurðsson og er leikari. Við vorum bara að spjalla á Ölstofunni og svo kom hann með okkur stelpunum á 22 þar sem við drukkum bjór og dönsuðum fram eftir öllu. Ekki leiðinlegur félagsskapur það og langt því frá ómyndarlegur. Hann hefur alltaf heilsað mér og verið voða almennilegur. Núna er hann besti vinur minn og ég bíð bara eftir sms þar sem hann spyr hvort La bombe sexuelle vilji koma með sér í bíó eða í keilu eða bara hanga eitthvað. Maður veit það svo sem að allir menn þrá að ganga í hjónaband með mér og að frægir og fjallmyndarlegir leikarar eru þar engin undantekning. Ég vona nú samt að hann skilji við konuna sína áður en hann biður mig um að byrja með sér. Þangað til má hann vera vinur minn. Hress tappi, hann Ingvar!
Það gerðist nú svo sem ýmislegt annað hjá mér um helgina en ég nenni nú varla að vera að telja upp fræga fólkið sem ég afgreiddi á föstudagskvöldið eða segja frá þynnkunni og barnaafmælinu sem ég missti af á sunnudaginn þegar ég get verið að segja frá djamminu með Ingvari!
Jess, jess og jibbícola. Í dag er ég bara ennþá þunn og þreytt í vinnunni og með Ingvar á heilanum. Gó Ingvar, gó Ingvar, gó Ingvar!

Friday, August 26, 2005

Úlla la

Vá hvað ég á gorgeous vinkonu

Thursday, August 25, 2005

Regrets!

Ég er að fara að sækja systurson minn í leikskólann í vesturbænum á eftir. Fyrir allmörgum árum sótti ég systurdóttur mína á þennan sama leikskóla. Sem er nú ekki frásögufærandi ef litla frænka mín hefði ekki spurt mig hvort ég væri til í að fara með sér í sund þegar ég er að klæða hana í úlpuna þarna á leikskólanum. Ég tjáði henni að ég gæti því miður ekki farið með henni í sund þar sem ég væri ekki með neinn sundbol með mér. Við hliðina á mér sat þá Jón nokkur Ólafsson sem var að sækja sitt barn sem var þarna í sama leikskóla. Þegar ég hef sagt barninu frá sundbolaleysi mínu snýr Jón sér að mér og segir með blik í augum að ég þurfi nú engan sundbol til þess að skella mér í sund. Ég geti bara farið nakin. Á þessum tíma vissi ég nú ekki alveg hvernig ég ætti að taka þessu, fannst þetta svona nett perralegt en líka bara fyndið. Flissaði bara eitthvað að þessu og roðnaði svolítið. Nú sé ég auðvitað að maðurinn var bara að reyna við mig. Ég klúðraði þarna svakalegu tækifæri til þess að næla mér í "kynþokkafyllsta mann þjóðarinnar" og "frábæran elskhuga og maka". Hildur Vala hvað, ég er miklu meira bombe sexuelle en hún og er ædol hjá mjög mörgum. Reyndar væri hann trúlega löngu búin að dömpa mér. Maður getur nú ekki ímyndað sér að þetta kyntröll nenni að vera eitthvað að dröslast með svona eldri konum, ég er næstum því þrítug!
Bendi á síðu kyngoðsins. Kynþokkinn flæðir bókstaflega frá þessari hressandi síðu. Mæli með að þú tjékkir á laginu Driving wild með Hebba og Lokbrá. Herbert klikkar ekki frekar en fyrri daginn.
http://www.jon.is/nytt.php3

Wednesday, August 24, 2005

Sörvetrína it is

Jæja þá er það orðið ljóst að Halta hálfblinda kúltíveraða la bombe sexuelle er að fara að vinna sem sörvetrína. Örvæntið ekki því ég hef nú hugsað mér að halda áfram að blogga. Eitthvað verð ég nú að hafa fyrir stafni þegar ég verð ekki að hlaupa með sushi og kampavín í Kalla í Pelsinum, Einar Kára og fulla steggi.
Í dag er ég búin að vera afar stressuð yfir þessu öllusaman og stara stöðugt á græna skilrúmsveggina og fikta í heftaranum mínum án þess að verða nokkuð úr verki. Reikningarnir hlaðast upp og þeir sem hringja inn spyrja hvort eitthvað sé að hjá mér. Ég hafði mig þó loks í það í hádeginu að hringja bæði í verðandi yfirmann og starfsmannastjórann á tryggjó. Þau símtöl gengu vel og ég hef náð nokkuð sanngjörnum samningum á báðum vígstöðvum. Það er þó ekki orðið alveg ljóst hvenær ég læt af störfum sem skrifstofublók og hef sörvetrínuferilinn að nýju. Kemur í ljós. Ég er ansi fegin að vera búin að ákveða þetta og nú stari ég allavegna brosandi á græna skilrúmið og fikta brosandi í heftaranum mínum.

Ó sjæt!

Ó sjæt, skrifstofublók eða sörvetrína, skrifstofublók eða sörvetrína, skrifstofublók eða sörvetrína, skrifstofublók eða sörvetrínaaaaaaa! sörvetrína, sörvetrína, sörvetrína!!! Verð að segja upp, aaaaaah það er svo erftitt, yfirmaðurinn líka í fríi, hvar á ég eiginlega að segja upp? Á ég að segja upp?!

Tuesday, August 23, 2005

Monday, August 22, 2005

Vonbrigði helgarinnar

Það var svo mikið að gera í vinnunni í dag að ég gat bara ekkert bloggað, skandall. Kannski kominn tími til að hætta (í vinnunni auðvitað, ekki að blogga). Ég eyddi þó góðum tíma á msninu. Frakkinn minn homminn kominn úr sumarfríi og ég þurfti að spjalla mikið við hann. Það var afar hressandi. Hann er hress. Og sætur. Andskotinn. Hann er ekkert hommi sko.
Verð að viðurkenna að helgin olli vissum vonbrigðum. Ég rakst bara ekkert á Clint og félaga. Ég hitti þó Frikka Þór og Balta á öldurhúsi einu á föstudagskvöldið. Ég hélt nú að Clint myndi líta við til að spjalla við kollega sína en hann lét ekki sjá sig. Frikki var heldur ekkert að reyna að para mig saman við heimsfræga leikstjóra að þessu sinni. Hann vippaði sér að mér á Kaffibarnum einu sinni og tilkynnti að ég og Emir Kusturica ættum svona ljómandi vel saman, bæði í rauðum og hvítum skíðajökkum. Mikill hjónasvipur með okkur! Maðurinn er reyndar með eindæmum ófríður en hefur sinn sjarma og er auðvitað sjéní og stórkostlegur leikstjóri. Lét góðan grip mér úr greipum ganga það kvöldið!
Balti var að vanda að reyna að heilla allar ungu laglegu stúlkurnar á djamminu, með opið niðrá nafla alveg. Þið getið rétt ímyndað ykkur kynþokkann sem geislaði af honum!!!
Hitti heldur ekki Björk þó að ég færi í Melabúðina, keypti því bara kjúkling í staðinn fyrir pasta. Hann var góður :) Eina selebretíið þar var ung leikona að nafni Vigdís Hrefna sem ég kallaði einu sinni hóru þegar hún kom í partí til mín og Ágústu á Bergstaðastrætið. Smá misskilningur og afbrýðissemi í gangi þar. Síðan þá hef ég komist að því að hún er sko bara engin hóra og með eindæmum indæl ung kona, kasólétt þessa dagana.
Lögfræðinga hitti ég heldur enga. Jú bara Heiðu sem vinnur á tryggjó. Hún er mjög sæt en ekki alveg lögfræðingurinn sem ég sá fyrir mér þegar ég hugsaði um 1500 norræna lögfræðinga fyrir helgi. Veit ekki hvar þeir héldu sig.
Jamm og já þannig að nú sit ég bara sveitt (eftir skokkið) heima með fínu fínu fínustu tölvuna í kjöltunni og slefa yfir túnfiskpastanu mínu og danska prinsinum. Mig langar í svona prins. Best að sturta sig áður en Lost byrjar. Lifið heil.

Friday, August 19, 2005

Og vegna ítrekaðra áskorana hef ég ákveðið að birta aðra mynd af brauðtertunni. Að þessu sinni er það annar sigurvegaranna sem stillir sér upp með tertuna. Njótið vel.

Brynja Cortes Andrésdóttir


Bloggið, baugur og helgin

Sniðugt að blogga svona og vera alltaf skráður inn á msnið. Þá þarf maður bara ekkert að tala við fólk þegar maður hittir það. Ég fór t.d. með Brynju í lunch á Ólíver í hádeginu í gær. Við sátum úti á palli í sólinni og þögðum saman. Brynja búin að lesa allt sem á daga mína hafði drifið á blogginu og búnar að ræða allt sem ræða þurfti á msn um morguninn. Við gátum því bara einbeitt okkur að því að taka lit og drekka bjórinn. Við pöntuðum að vísu líka mat en hann kom ekki fyrr en eftir klukkutíma. Þá kom sér nú aldeilis vel að þurfa ekkert að vera að tala saman því við þurftum að skófla þessu í okkur á nó tæm til að ná aftur í vinnuna áður en tími væri kominn til þess að stimpla sig út. Samt sáttar við þessa töf þar sem við sluppum við að greiða fyrir mat og bjór í sárabætur fyrir biðina í sólinni!
Við ræddum nú samt aðeins um Baugs málið. Ég hef ákveðið að halda með Jóni Ásgeiri og co eins og um íslenska knattspyrnulandsliðið væri að ræða og þeir í hinu liðinu væru það danska. Ég meina það er ekki svo erfitt að ákveða með hverjum á að halda. The boy next door & his family sem bætt hefur kjör Íslendinga til mikilla muna og grætt á tá og fingri í leiðinni (gott hjá þeim) eða þessum Jóni Gerard Söllenberger, geðveika Davíð og fylgdarliði hans. Ég bíð spennt eftir að keppnin hefjist fyrir alvöru.
Jamm og já já! Eftir vinnu í dag ætla ég að skreppa aðeins í Laugar og taka á því á brettinu með honum Clint vini mínum (ætla nú samt að reyna að vera á öðru bretti en hann), fá mér svo eins og einn Martini á Thorvaldsen með Cameron og rölta loks í Vesturbæinn, koma við í Melabúðinni og spyrja Björk ráða um hvaða pasta sé nú best. Eftir kvöldmat kíkir maður svo auðvitað á Ólíver og djammar með strákunum hans Clints. Á morgun tjékkar maður svo að sjálfsögðu á þessum 1500 norrænu lögfræðingum sem eru í bænum um helgina. Þetta ætti að verða ágætis helgi.

Thursday, August 18, 2005

Heimsborgarinn ég

Í gærkvöldi dröslaði ég óhreina þvottinum mínum í strætó upp í Árbæ til að þvo. Þetta er auðvitað bara til marks um það hvað ég er kúltíveruð og mikill heimsborgari. Ég hef nefninlega oft verið í útlöndum og þar tíðkast það að nota bæði almenningssamgöngur og þvottahús. Þvottahúsið mitt er nú reyndar ekki til afnota fyrir almúgann heldur einungis útvalda. Þvottahúsinu mínu fylgir oft og tíðum dýrindis máltíðir, eðalveigar og afbragðs félagsskapur. Ekki hægt að kvarta undan því. Og svo heldur Frikki Wæs að hann sé aðal kallinn með því að opna þvottakaffihús í Köben. Hver þarf Frikka og Köben þegar maður hefur familíuna og Árbæinn!
Þegar ég var að rogast með níþunga töskuna til baka í strætó beið í strætóskýlinu við höfuðstöðvar Vífilfells ungur maður sem spurði mig að því hvort ég væri bara svona í labbitúr í góða veðrinu. Ég upplýsti hann samviskusamlega um það að ég væri nú bara á leiðinni heim með strætó. Hann sagðist þá líka vera að bíða eftir strætó og að það væri afar heppilegt fyrir sig að taka strætó þarna þar sem hann væri að vinna í Vífilfelli. Þar væri fínt að vinna þar sem hann mætti drekka eins mikið af gosi og hann vildi. Hann væri búinn að vera að drekka Magic allan daginn til að halda sér vakandi. Hann bauð mér því næst samviskusamlega sopa af Spriteinu sínu sem ég afþakkaði pent. Hann dúndraði flöskunni þá í götuna og sagðist vera kominn með leið á öllu sem væri framleitt þarna sem væri nú ekki svo lítið. þann daginn höfðu víst verið framleiddar 220 þúsund hálfslíters kókflöskur sem þætti nú bara lítið því að þegar tíðin væri góð væru framleiddar 500 þúsund flöskur á dag. Þetta þóttu mér afar merkilegar upplýsingar. Því næst spurði hann mig hvort ég ætlaði ekkert út að skemmta mér þetta kvöldið! Ég neitaði því en láðist að spyrja hann hvort hann ætlaði á djammið, það væri nú einu sinni miðvikudagur. Og svo kom bara strætó og þessar mjög svo kúltíveruðu samræður runnu út í sandinn. Ætla að fara að gera meira af því að nota almenningssamgangnakerfi Reykjavíkur, það er hressandi.
Já já já í dag á ég sem sagt alveg heilan helling af hreinum nærbuxum og nýjan vin sem getur reddað mér fullt af magic til að halda mér vakandi eftir allt sullið, jeih!


Wednesday, August 17, 2005

Besta brauðtertan 2005

Vegna fjölda áskorana hef ég ákveðið að birta mynd af bestu brauðtertunni 2005. Ég og Breezer áttum heiðurinn af þessu meistaraverki sem smakkaðist jafnvel enn betur en hún lúkkaði. Belief it or not.

Sonic Youth

Ég skundaði prúðbúin niður á Austurvöll í gærkvöldi til að hylla snilldarhljómsveitina Sonic Youth. Og þvílík veisla, þau kunna þetta sko ennþá. Kim Gordon stökk ekki bros á vör alla tónleikana í sínum ofurstutta kjól, missti aldrei kúlið. Strákarnir brostu hinsvegar mikið og virtust skemmta sér alveg stórkostlega við þetta. Thurston Moore alveg að missa sig í stuði, reitti af sér brandarana, stage divaði og allt. Þau stóðu við yfirlýsingar um að spila gömlu, góðu lögin fyrir Íslendinga og því var nostalgían í algjöru hámarki á Nasa. Sjitt hvað það er magnað að sjá svona hetjur á sviði. Ég náði ekki sólheimaglottinu af mér alla tónleikana.
Mér til mikillar ánægju enduðu þau tónleikana (fyrir uppklapp, sem voru nb 2) á fyrsta laginu sem ég heyrði með Sonic Youth, Drunken Butterfly. Ég var þá 15 ára sveitastelpa sem hlustaði aðallega á Bruce Springsteen, Dire Straits, Pink Floyd og Bubba. Ég var þó talsvert farin að hlusta á þungarokk og voru Guns n' Roses í mestu uppáhaldi. Ég hafði þá eignast góða vinkonu úr Reykjavík, Helgu, sem vann ötullega að því að kynna mig fyrir sódómu Reykjavíkur. Þessi vinkona átti svo vinkonu sem heitir Sandra. Söndru þessari fannst nú ekki alveg nógu kúl að hlusta á Guns n' Roses og blastaði því þetta lag fyrir mig í einni Reykjavíkur heimsókn minni. Kim syngur þetta lag með sinni hásu töffararöddu en viðlagið hljómar svona: I love you, I love you, I love you, what's your name? I love you, I love you, I love you, what's your name? Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið og þetta er mér, sveitalúðanum, ógleymanleg stund. Síðan þá hef ég dáðst ákaflega að þessari hljómsveit.
Seinna uppklappið enduðu þau svo á ansi góðum óhljóðaskúlptúr sem stóð í einhvern hálftíma eða svo, afar hressandi.
Brúðarbandið hitaði upp. Þær voru jafn leiðinlegar og sjarmalausar og Sonic Youth voru frábær og ofur sjarmerandi.
Já já já þannig að í dag er ég ekki hálfblind heldur hálfheyrnalaus og hálfþunn en afar sátt.
Já og mæli með því að þeir sem ekki fóru á tónleikana í gær drífi sig í kvöld. Það er vel fimmarans virði. Og kíktu á síðuna þeirra. Linkur hérna til hægri;)

Monday, August 15, 2005

Mikið djöfulli eru mánudagar erfiðir dagar. Allavegana þessi mánudagur. Mig langaði bara að deyja í morgun þegar klukkan hringdi! En ég er orðin mun hressari eftir froðukaffi og smjörhorn hjá vinkonum mínum á Bagel í morgun og löðrandi pizzusneið hjá félögunum á Devítós í hádeginu. Kaloríur kæta! Nýja slagorðið mitt. Svo er auðvitað Lost í kvöld, það er nú hressandi tilhugsun. Verstur andskotinn ef Lock og hlerinn hans verða ekki í aðalhlutverki í kvöld. Það væri nú alveg dæmigert ef þátturinn yrði um eitthvað allt annað og mun minna krassandi til að vega upp á móti snilldinni í síðustu tveimur þáttum. Kemur trúlega í ljós.
Verð nú að minnast á lokaþáttinn af Aðþrengdum eiginkonum líka. Góður þáttur.
Bara svona aðeins til að koma því að: nærbuxur, nærbuxur, nærbuxur, ber að neðan, ber að neðan, ber að neðan, naríur, naríur, naríur og þar hafið þið það!
Annars er ég bara með frekar skítugt hár í dag og engan maskara en er betri í öxlinni og ekkert drasl í auganu, takk fyrir.

Sunday, August 14, 2005

Skrifstofublók eða sörvetrína!

Mikð eru sunnudagar góðir dagar. Sérstaklega þegar maður er ekki þunnur!
Ég djammaði sem sagt ekki í gær, merkilegt nokk. Ég tók þó talsvert á því í gærkvöldi þar sem ég prufaði að vinna sem sörvetrína á einum vinsælasta veitingastað borgarinnar. Djísús hvað það var mikið aksjón! Staðurinn tvísetinn og undirmannaður og ég bara sett beint í aksjón. Beint í að þjóna ríka og fræga fólkinu, Svava 17 var þarna með fyrirsætunni, Einar Kára félagi mættur og kannaðist bara ekki bofs við mig og svo var þarna eitthvað svona fjölmiðla og leikara lið, mis important kúnnar. Þarna var líka hópur af breskum karlmönnum í steggjapartý. Þeir voru með eitt task fyrir kvöldið og það var að útvega steggnum kvenmannsnærbuxur. Þeir buðu mér 20 þúsund krónur fyrir nærbuxurnar mínar. Ég roðnaði bara og blánaði og sagðist því miður ekki geta aðstoðað þá við þetta. Í dag skil ég ekki hvaða djöfulsins tepruskapur þetta var í mér. Ég hefði nú bara átt að skvera mér úr naríunum og þiggja 4 fimmþúsund kalla. Ýmislegt hægt að gera fyrir þá, t.d. kaupa svona eins og 15 pör af dýrindis blúndunærbuxum! Maður hefur nú not fyrir annað eins magn af naríum, sérstaklega þar sem bæði núverandi og verðandi sambýlismaður fara fram á að ég sé í nærbuxum heima hjá mér. En ok ok nóg af nærbuxna tali.
Þetta var sem sagt frekar svona fjörugt og skrautlegt kvöld. Ég mætti klukkan sex og var til hálf tvö á hlaupum að reyna að klúðra engu. Þetta gekk bara alveg ótrúlega vel og ég nett að fíla stemmninguna. Yfirþjónninn var massaánægður með mig og vill fá mig í fullt starf. Ég sagðist ætla að hugsa málið og kíkja við á miðvikudaginn til að ræða málin. Held það fari alveg eftir því hvað mér verður boðið í kaup þarna hvort ég segi skilið við hlutverk mitt sem skrifstofublók og skelli mér í sörvetrínuhlutverkið fúll tæm. Þjónavaktirnar blessuðu heilla mig talsvert v2, f2, v3, f2, v2, f3.
Jæja best að fara að belgja sig út af rjóma og mæjónesu í barnaafmæli.
Lifið heil.

Thursday, August 11, 2005

C'est moi: Kúltíveraða fegurðardrottningin
Jæja hef nú lokið verkefnum dagsins í vinnunni og klukkan er ekki orðin 11, hressandi! Nú þarf ég bara að hanga hérna og gera svona eitthvað í tölvunni til þess að geta stimplað mig út kl. 16:30. Og kaupið mitt kemur frá okkur sjálfum, skattgreiðendunum, ekkert óeðlilegt við það eða hvað? Annars er svo sem ágætt að það sé ekkert gífulegt álag á manni, daginn eftir bjór og rauðvínsdrykkju í bústað. Merkilegt hvað mér tekst illa að halda mig frá sukkinu þessa dagana. Vín sull flest kvöld og svo kaffi og súkkulaði sull flesta daga til að halda sér sæmilega hressum eftir vín sullið. Sullum bull! Ætla sko ekkert að sulla í kvöld. Bara hanga heima og borða hollt og glápa á Aþrengdar eiginkonur. Jiih hvað ég er spennt. Fimmtudagar eru góðir dagar. Mánudagar líka. Annars held ég að sambýlismaðurinn, poppstjarnan, sé að koma heim í dag. Get því ekki verið ber að neðan að dúlla mér ein heima í kvöld. Óþolandi að geta ekki verið ber að neðan heima hjá sér. Mannréttindabrot. Nú hættir Joe9 trúlega við að fara að búa með mér. Sér mig fyrir sér bera að neðan, útataða í súkkulaði, sullandi rauðvíni um alla nýju fínu íbúðina okkar. En nei nei ég lofa að vera voða pen og fín elsku vinkona. Við eigum eftir að taka gæfuspor inn í framtíðna þann 11.september. Frá og með þeim degi verður dagsins ekki minnst sem dags hörmunga og sundrungar í heiminum heldur sem dagsins sem stelpurnar fluttu inn á Baldursgötuna.
Já og í dag er ég bara nokkuð hress takk fyrir.

Wednesday, August 10, 2005

Hip hop meiðsli!

Ég fór á tónleika með Snoop Dogg fyrir um mánuði síðan. Þetta voru massagóðir tónleikar og Snoop er ofursvalur gaur. Smá klám, ofbeldi og kvenfyrirlitning, hver kippir sér upp við svoleiðis smáræði. Hann er náttúrlega fyrst og fremst listamaður og gangster af guðs náð, ég fyrirgef honum alveg.
Allavegana þá gerðu harðsperrur í hægri öxlinni vart við sig daginn eftir tónleikana. Eðlilega þar sem ég sveiflaði hendinni í takt við krádið og Snoop nánast alla tónleikana. Ýmist með fokkmerki, písmerki eða bara svona hip hop hendi. Maður var náttúrlega rosa töff svona, 28 ára skrifstofublókin! Ég bjóst við því að harðsperrurnar myndu hverfa á eins og 2 dögum en viti menn þær eru bara að ágerast nú mánuði síðar. Nú á ég í mesta basli með að lyfta hendinni upp fyrir mitti. Ég er því farin að halda að þetta séu alvarleg hip hop meiðsli og að ég þurfi að leita til læknis. Ég hef þó í raun meiri áhyggjur af því að ekki sé um að ræða hip hop meiðsli heldur sé hér um að ræða músarálag á skrifstofublókina. Ekki alveg jafn töff! Ég ætla því að halda mig við kenninguna um að hip hopið taki sinn toll. Í dag er ég því hölt, hálfblind og með hip höp öxl.

Zæl

Jæja nú hefst ég handa.
Ætla að láta speki mína flæða út yfir lýðinn. Þetta verða held ég samt aðallega prumpubrandarar, djammdrama og tískuspekúlasjónir. Að ógleymdum pælingum um Lost og Desperate housewives. Trúlega lítið um pistla um kenningar í sálfræði eða nýjustu pælingar Páls. En það skiptir svo sem ekki öllu máli hvað ég skrifa, þetta er nú aðallega gert til þess að hafa eitthvað að gera í vinnunni á tryggjó! Það er ekki eins og ég búist við að margir skoði þetta blogg.
Kannski helst að þetta minnki álagið á msninu hjá fólki. Gunnhildur mætt í vinnuna kl.8 og byrjuð að troða sér inn í tölvurnar hjá vinnandi fólki: Jæja gæska, hress? stemmning í vinnunni? hvað var í matinn hjá þér í gær, ég fór á devítós, já og hvernig var í baði? góður þáttur í gær, ég drakk allt of marga bjóra og er með hausverk! oh gaurinn er sænaður inn og heilsar ekki! golfsett í afmælisgjöf, golfsett í afmælisgjöf! Osvfrv. osvfrv. osvfrv.......... Alltaf gáfulegar samræður í gangi á msn.
Annars er ég bara hress, takk fyrir, já já