Monday, August 29, 2005

Ég og Ingvar

Ja hérna hvað ég átti hressandi helgi. Hún Mæja giftist honum Nökkva sínum á laugardaginn og þau voru svo almennileg að bjóða mér í brúðkaupið. Ég dressaði mig upp í mitt fínasta og var bara alveg eins og ekta fegurðardrottning, ég var svo fín. Leið reyndar svolítið eins og dragdrottningu þegar ég labbaði á laugarveginum kl.16 með fjaðrir í hárinu og hátt í 2 metrar á hæð í háhæluðu skónum. Fólk sem ég mætti fór bara hjá sér og umferðin stöðvaðist þegar menn þurftu að úlla la á mig. Gaman að því. Eftir brúðkaupsveisluna fórum við 3 saman í bæinn til að finna okkur mann til að giftast. Solla fann einn en við Gulla fundum engan mann til að giftast, bara einn giftan mann. Það var gamli pósturinn úr sveitinni sem ég hitti á Ölstofunni. Hann heitir Ingvar Sigurðsson og er leikari. Við vorum bara að spjalla á Ölstofunni og svo kom hann með okkur stelpunum á 22 þar sem við drukkum bjór og dönsuðum fram eftir öllu. Ekki leiðinlegur félagsskapur það og langt því frá ómyndarlegur. Hann hefur alltaf heilsað mér og verið voða almennilegur. Núna er hann besti vinur minn og ég bíð bara eftir sms þar sem hann spyr hvort La bombe sexuelle vilji koma með sér í bíó eða í keilu eða bara hanga eitthvað. Maður veit það svo sem að allir menn þrá að ganga í hjónaband með mér og að frægir og fjallmyndarlegir leikarar eru þar engin undantekning. Ég vona nú samt að hann skilji við konuna sína áður en hann biður mig um að byrja með sér. Þangað til má hann vera vinur minn. Hress tappi, hann Ingvar!
Það gerðist nú svo sem ýmislegt annað hjá mér um helgina en ég nenni nú varla að vera að telja upp fræga fólkið sem ég afgreiddi á föstudagskvöldið eða segja frá þynnkunni og barnaafmælinu sem ég missti af á sunnudaginn þegar ég get verið að segja frá djamminu með Ingvari!
Jess, jess og jibbícola. Í dag er ég bara ennþá þunn og þreytt í vinnunni og með Ingvar á heilanum. Gó Ingvar, gó Ingvar, gó Ingvar!

2 comments:

Anonymous said...

úllallaa

Anonymous said...

heyrðu hvað var ingvar að gera
þú veist að hann er fósturpabbi minn