Friday, August 19, 2005

Bloggið, baugur og helgin

Sniðugt að blogga svona og vera alltaf skráður inn á msnið. Þá þarf maður bara ekkert að tala við fólk þegar maður hittir það. Ég fór t.d. með Brynju í lunch á Ólíver í hádeginu í gær. Við sátum úti á palli í sólinni og þögðum saman. Brynja búin að lesa allt sem á daga mína hafði drifið á blogginu og búnar að ræða allt sem ræða þurfti á msn um morguninn. Við gátum því bara einbeitt okkur að því að taka lit og drekka bjórinn. Við pöntuðum að vísu líka mat en hann kom ekki fyrr en eftir klukkutíma. Þá kom sér nú aldeilis vel að þurfa ekkert að vera að tala saman því við þurftum að skófla þessu í okkur á nó tæm til að ná aftur í vinnuna áður en tími væri kominn til þess að stimpla sig út. Samt sáttar við þessa töf þar sem við sluppum við að greiða fyrir mat og bjór í sárabætur fyrir biðina í sólinni!
Við ræddum nú samt aðeins um Baugs málið. Ég hef ákveðið að halda með Jóni Ásgeiri og co eins og um íslenska knattspyrnulandsliðið væri að ræða og þeir í hinu liðinu væru það danska. Ég meina það er ekki svo erfitt að ákveða með hverjum á að halda. The boy next door & his family sem bætt hefur kjör Íslendinga til mikilla muna og grætt á tá og fingri í leiðinni (gott hjá þeim) eða þessum Jóni Gerard Söllenberger, geðveika Davíð og fylgdarliði hans. Ég bíð spennt eftir að keppnin hefjist fyrir alvöru.
Jamm og já já! Eftir vinnu í dag ætla ég að skreppa aðeins í Laugar og taka á því á brettinu með honum Clint vini mínum (ætla nú samt að reyna að vera á öðru bretti en hann), fá mér svo eins og einn Martini á Thorvaldsen með Cameron og rölta loks í Vesturbæinn, koma við í Melabúðinni og spyrja Björk ráða um hvaða pasta sé nú best. Eftir kvöldmat kíkir maður svo auðvitað á Ólíver og djammar með strákunum hans Clints. Á morgun tjékkar maður svo að sjálfsögðu á þessum 1500 norrænu lögfræðingum sem eru í bænum um helgina. Þetta ætti að verða ágætis helgi.

6 comments:

Anonymous said...

gott plan

Anonymous said...

Helgarplanið hjá mér, sofa út, horfa á ríkissjónvarpiði og fara svo snemma að sofa...
er frekar eirðalaus þessa síðustu daga á vaktinni.
Ég fengi nú bara menningarsjokk að upplifa Rvk um helgina, og kvíðakast yfir fólksfjöldanum.

Anonymous said...

Já og svo þurfið þið ekki einu sinni að hittast, getið bara borðað lunchið saman í gegnum webcam...

Hölt og hálfblind said...

hei takk fyrir góða hugmynd Mæja

Anonymous said...

Og hvað er þetta svo með þig og frían mat!!!

Hölt og hálfblind said...

Ég veit það ekki!