Wednesday, August 24, 2005

Sörvetrína it is

Jæja þá er það orðið ljóst að Halta hálfblinda kúltíveraða la bombe sexuelle er að fara að vinna sem sörvetrína. Örvæntið ekki því ég hef nú hugsað mér að halda áfram að blogga. Eitthvað verð ég nú að hafa fyrir stafni þegar ég verð ekki að hlaupa með sushi og kampavín í Kalla í Pelsinum, Einar Kára og fulla steggi.
Í dag er ég búin að vera afar stressuð yfir þessu öllusaman og stara stöðugt á græna skilrúmsveggina og fikta í heftaranum mínum án þess að verða nokkuð úr verki. Reikningarnir hlaðast upp og þeir sem hringja inn spyrja hvort eitthvað sé að hjá mér. Ég hafði mig þó loks í það í hádeginu að hringja bæði í verðandi yfirmann og starfsmannastjórann á tryggjó. Þau símtöl gengu vel og ég hef náð nokkuð sanngjörnum samningum á báðum vígstöðvum. Það er þó ekki orðið alveg ljóst hvenær ég læt af störfum sem skrifstofublók og hef sörvetrínuferilinn að nýju. Kemur í ljós. Ég er ansi fegin að vera búin að ákveða þetta og nú stari ég allavegna brosandi á græna skilrúmið og fikta brosandi í heftaranum mínum.

6 comments:

Anonymous said...

Gott! Tryggingastofnun er enginn staður fyrir svona bombe sexuelle

Hölt og hálfblind said...

hmmmm sushi, hhhhmmm kampavín, en ætli maður fagni ekki bara með afgöngunum síðan í gær (ég eldaði nebblega sko:) og volgum bjór.

Hölt og hálfblind said...

It's been good man here in tryggjó but La bombe sexuelle just has to move on!

Anonymous said...

Frábært hjá þér og góð ákvörðun:)

Anonymous said...

Miklu meira cool að búa með sörvetrínu heldur en skrifstofublók :-)

Anonymous said...

Þín verður sárt saknað úr höfuðstöðvum básamenningunarinnar ...