Wednesday, August 17, 2005

Sonic Youth

Ég skundaði prúðbúin niður á Austurvöll í gærkvöldi til að hylla snilldarhljómsveitina Sonic Youth. Og þvílík veisla, þau kunna þetta sko ennþá. Kim Gordon stökk ekki bros á vör alla tónleikana í sínum ofurstutta kjól, missti aldrei kúlið. Strákarnir brostu hinsvegar mikið og virtust skemmta sér alveg stórkostlega við þetta. Thurston Moore alveg að missa sig í stuði, reitti af sér brandarana, stage divaði og allt. Þau stóðu við yfirlýsingar um að spila gömlu, góðu lögin fyrir Íslendinga og því var nostalgían í algjöru hámarki á Nasa. Sjitt hvað það er magnað að sjá svona hetjur á sviði. Ég náði ekki sólheimaglottinu af mér alla tónleikana.
Mér til mikillar ánægju enduðu þau tónleikana (fyrir uppklapp, sem voru nb 2) á fyrsta laginu sem ég heyrði með Sonic Youth, Drunken Butterfly. Ég var þá 15 ára sveitastelpa sem hlustaði aðallega á Bruce Springsteen, Dire Straits, Pink Floyd og Bubba. Ég var þó talsvert farin að hlusta á þungarokk og voru Guns n' Roses í mestu uppáhaldi. Ég hafði þá eignast góða vinkonu úr Reykjavík, Helgu, sem vann ötullega að því að kynna mig fyrir sódómu Reykjavíkur. Þessi vinkona átti svo vinkonu sem heitir Sandra. Söndru þessari fannst nú ekki alveg nógu kúl að hlusta á Guns n' Roses og blastaði því þetta lag fyrir mig í einni Reykjavíkur heimsókn minni. Kim syngur þetta lag með sinni hásu töffararöddu en viðlagið hljómar svona: I love you, I love you, I love you, what's your name? I love you, I love you, I love you, what's your name? Ég vissi ekki hvaðan á mig stóð veðrið og þetta er mér, sveitalúðanum, ógleymanleg stund. Síðan þá hef ég dáðst ákaflega að þessari hljómsveit.
Seinna uppklappið enduðu þau svo á ansi góðum óhljóðaskúlptúr sem stóð í einhvern hálftíma eða svo, afar hressandi.
Brúðarbandið hitaði upp. Þær voru jafn leiðinlegar og sjarmalausar og Sonic Youth voru frábær og ofur sjarmerandi.
Já já já þannig að í dag er ég ekki hálfblind heldur hálfheyrnalaus og hálfþunn en afar sátt.
Já og mæli með því að þeir sem ekki fóru á tónleikana í gær drífi sig í kvöld. Það er vel fimmarans virði. Og kíktu á síðuna þeirra. Linkur hérna til hægri;)

2 comments:

Anonymous said...

hmmm Þrándur var minn Sonic Youth lærimeistari. Ég var 16 ára drengstauli ... en ógleymanlegt.

Anonymous said...

Hólí mólí, þetta var ógleymanlegt. sólheimaglott hvað... ég dó, fór til himna og kom aftur til baka. verst að hafa ekki farið kvöldið eftir, það ku hafa verið enn betra, eintómir slagarar og læti.