Sunday, August 14, 2005

Skrifstofublók eða sörvetrína!

Mikð eru sunnudagar góðir dagar. Sérstaklega þegar maður er ekki þunnur!
Ég djammaði sem sagt ekki í gær, merkilegt nokk. Ég tók þó talsvert á því í gærkvöldi þar sem ég prufaði að vinna sem sörvetrína á einum vinsælasta veitingastað borgarinnar. Djísús hvað það var mikið aksjón! Staðurinn tvísetinn og undirmannaður og ég bara sett beint í aksjón. Beint í að þjóna ríka og fræga fólkinu, Svava 17 var þarna með fyrirsætunni, Einar Kára félagi mættur og kannaðist bara ekki bofs við mig og svo var þarna eitthvað svona fjölmiðla og leikara lið, mis important kúnnar. Þarna var líka hópur af breskum karlmönnum í steggjapartý. Þeir voru með eitt task fyrir kvöldið og það var að útvega steggnum kvenmannsnærbuxur. Þeir buðu mér 20 þúsund krónur fyrir nærbuxurnar mínar. Ég roðnaði bara og blánaði og sagðist því miður ekki geta aðstoðað þá við þetta. Í dag skil ég ekki hvaða djöfulsins tepruskapur þetta var í mér. Ég hefði nú bara átt að skvera mér úr naríunum og þiggja 4 fimmþúsund kalla. Ýmislegt hægt að gera fyrir þá, t.d. kaupa svona eins og 15 pör af dýrindis blúndunærbuxum! Maður hefur nú not fyrir annað eins magn af naríum, sérstaklega þar sem bæði núverandi og verðandi sambýlismaður fara fram á að ég sé í nærbuxum heima hjá mér. En ok ok nóg af nærbuxna tali.
Þetta var sem sagt frekar svona fjörugt og skrautlegt kvöld. Ég mætti klukkan sex og var til hálf tvö á hlaupum að reyna að klúðra engu. Þetta gekk bara alveg ótrúlega vel og ég nett að fíla stemmninguna. Yfirþjónninn var massaánægður með mig og vill fá mig í fullt starf. Ég sagðist ætla að hugsa málið og kíkja við á miðvikudaginn til að ræða málin. Held það fari alveg eftir því hvað mér verður boðið í kaup þarna hvort ég segi skilið við hlutverk mitt sem skrifstofublók og skelli mér í sörvetrínuhlutverkið fúll tæm. Þjónavaktirnar blessuðu heilla mig talsvert v2, f2, v3, f2, v2, f3.
Jæja best að fara að belgja sig út af rjóma og mæjónesu í barnaafmæli.
Lifið heil.

6 comments:

Anonymous said...

Varst það ekki þú sem varst beðin um nælonsokkabuxur af perra listamanni?

Hölt og hálfblind said...

hmmm minnist þess nú ekki!

Anonymous said...

mér finnst þú eigir að halda áfram á tryggingastofnun svo þú getir bloggað

Anonymous said...

ef öll kvöld á þessum kúltiveraða restaurant eru svona viðburðarík þá er það alveig þess virði að kíkja nánar á það, hvaða staður er þetta annars.
Skil ekkert í þér að hlada í nærurnar þínar, en kanski hefði yfirþjónninn ekki verið eins massa ánægður með þig hefðir þú svipt þig úr naríunum og verið eins og heima hjá þér, ber að neðan. Hvað kanski einar Kára hafi kannast við þig þá ......

Anonymous said...

hehehehe

Hölt og hálfblind said...

Já "þér" finnst það já, athyglisvert. Það gæti nú samt verið að ég hafi frá meiru að segja fari ég að vinna á kúltíveraða veitingastaðnum! Kannski meira hægt að slúðra um Svövu, Einar Kára og fulla steggi heldur en hinar skrifstofu(úbbs nú lendi ég í málfarsvandræðum!)blækurnar/blókirnar.