Tuesday, September 23, 2008

What have they done to my Synthia

Kisa litla er svolítið vitlaus. Hún drekkur með því að dýfa loppunni í vatnið og sleikja svo loppuna. Kann ekki að drekka vatn venjulega. Hún kann heldur ekki að draga inn klærnar ef hún festir þær í teppinu. Og hún er alltaf að festa sig. Litla skinnið. Hún er svolítið sérstök. Stóri kisi sefur bara og borðar. Vill helst sofa í stólnum við hliðina á manni. Maður má samt ekki klappa honum. Hann vill bara vera í félagsskap annarra manna. Er ekki mikið fyrir snertingu. Sumt fólk er þannig líka.
Ég er að læra fyrir próf. Og svo bara lesa allt hitt og vinna í rannsókn. Drekk kaffi og borða kex. Í næstu viku ætla ég að gera margt annað en að læra.
Í morgun labbaði ég í skólann í stuttu pilsi. Ruslastrákunum og verkamönnunum fannst ég fín svona í pilsi og blikkuðu mig. En Hollendingar flauta ekki á stelpurnar. Nei nei þeir kalla hressir hhgrrrúújeh daaghrrh (goed dag). Ef þeir eru í yngi kantinum segja þeir hhgrrrúújeh daaghrrh mæn frá. Hressandi.

3 comments:

Anonymous said...

Þyrfti að fá þig til að sálgreina svona köttinn "hennar Þuru". Hún er alltaf mjálmandi fyrir framan dyrnar hjá okkur núna en vill samt ekkert með okkur hafa.
Er hjólinu þínu stolið þó það sé læst?
SS

Anonymous said...

Gangi þér vel í prófinu ljúfust! Þú rokkar feitt!
Bjúler

Hölt og hálfblind said...

Já já það var læst á framhjólinu með massífri keðju og hengilás en þeir skrúfuðu bara framhjólið af og skildu það eftir. Ég læsi hjólinu mínu alltaf við ramman á hjólinu líka nema í þetta eina hel..... skipti!