Tuesday, September 02, 2008

Ekki fríkað út


Það var yndislegt í Normandy. Frakkland er svo fínt. Oui oui. Ég borðaði snigla, ostrur, osta, bökur og kökur. Drakk síder, mikið rauðvín og espresso með sykri. Ráfaði um Rúðuborg og sprangaði um ströndina undir stórkostlegum hvítum klettabjörgum. Týndi epli og perur í klausturgarði, sólaði mig í kirkjurústum.
Mánudagur og þriðjudagur hafa verið strembnir dagar fullir af streitu og örlitlum kvíða. Miðvikudagur verður líka erfiður og næstu dagar, vikur og mánuðir. Ég reyni eins og ég get að fríka ekki út. Ég flyt í íbúðina á mánudaginn. Ég hlakka til. Það verður notalegt að sitja þar og lesa og lesa, skrifa, klappa kisunum og drekka te. Ekkert stress. Nei nei.

6 comments:

Anonymous said...

Ó, fagra Eva í Paradís!

Anonymous said...

Mikið er þetta nú skemmtileg mynd og sjarmerandi lýsing á Normandy. Ohh hvað það hefur verið gaman. En gangi þér nú vel í námsstússinu.
Súna sys

Anonymous said...

Sætust. Manni langar bara til Frans og í epli og allt.
Knús

Anonymous said...

Skemmtilegt. Gangi þér rosa vel í skólanum og ekki fríka út.
kveðja Áshildur

Anonymous said...

Sæta, sæta! Ég væri til í að bíta í eplin þín! Oorah!

Hölt og hálfblind said...

já þetta var ansi gaman og jú ég er voða sæt. Gaman að því að homo erectus finnist ég sæt.