Wednesday, September 10, 2008

Hverfið, garðurinn, Piepje og Kobus

Kvefpestin ætlar eitthvað að ílengjast hjá mér. Helvítið á henni. Ég hef að mestu haldið mig heima við síðan við fluttum. Og er enn jafn obbosslega hrifin af nýja heimilinu. Í dag rölti ég aðeins um hverfið og verð bara meira og meira hrifin. Hérna í næstu götu er bakarí, lífrænn slátrari, ostabúð, stórmarkaður, hárgreiðslustofa, dótabúð (fyrir börnin, ekki kynlífið), stórmarkaður með lífrænar vörur, sólbaðsstofa, antíkbúð, fataviðgerðir, koffíshop, kaffihús, búð með skrifstofu og myndlistarvörum, og æðislegt thai takeaway. Allt er þetta mátuleg blanda af gamaldsags og trendí. Ekki of mikið af fólki, mikið af gömlu fólki, börna að spila badminton við feður sína á götunum, trendí listaspírur á vappi. Æ lovv it. Litli krúttlegi garðurinn okkar er hálfgerð órækt en sjarmerandi órækt, með tómataplöntum, fíkjutré, rósarunnum og brómberjarunna. Úr garðinum okkar er svo gengið inn í stærri garð sem er sameiginlegur fólkinu sem á hús hér. Þar gnæfir yfir risastórt hnetutré og svo eru þar bekkir og fínerí. Æ lovv it. Kisurnar er kúl. Þær heita Piepje og Kobus. Kobus er svolítið eins og tígrisdýr. Röltir hér um íbúðina og skiptir sér lítið af okkur nýju íbúunum. Stór og bröndóttur. Elskar mat en ekki fólk. Piepje er lítil og ljúf. Líka bröndótt, en með hvíta blesu. Hún vill láta knúsa sig og kjassa. Liggur núna á rúminu mínu og malar. Fleiri fréttir hef ég ekki.

5 comments:

Anonymous said...

Þetta er bara ágætisskammtur af fréttum,voðalega kósý allt saman. Vonandi batnar þér fljótt af kvefinu og pestinni. Kveðjur, Sigrún

Anonymous said...

Þetta hljómar afskaplega hollt og hressandi fyrir sálartetur stúdínu. Kvefið hlýtur líka að fara að fara.

Anonymous said...

Og ertu búin að prófa koffísjoppið? Það slær kannski á kvefpestina...

Hölt og hálfblind said...

nei ég er nú ekki búin að prófa koffísjoppið, ekki enn

Anonymous said...

Þetta hverfi hljómar alveg dásamlega! Ef maður væri ekki kasbomm myndi ég hreinlega skella mér uppí vél og koma í heimsókn svei mér þá ;O)
Hver veit, kannski one day...
Hvað er annars málið með kisurnar, fylgdu þær íbúðinni eða ?
xx
Ágústa