Wednesday, November 14, 2007

Skólinn minn er líka huggulegur

Vinkona mín sem hóf nám við Kaupmannahafnarháskóla í haust sendi mér pistil um daginn og lýsti því hversu yndislegt væri að sækja tíma í skólanum. Byggingarnar væru gömul falleg hús með sjarmerandi görðum inn á milli þar sem gott væri að drekka kaffið sitt. Þar væri sko engin Odda stemmning. Í mínum skóla er Odda stemmningin algjör. Sálfræðibyggingin er steinsteypukubbur á tíu hæðum. Þar æða um ganga vel tilhafðar píur á fyrsta ári, lúðalegir táningsstrákar og prófessorar í t-shirts með sniðugum áletrunum eða snjáðum jakkafötum. Ég drekk kaffið mitt í dapurlegri kaffistofu eða bara tölvustofunni og kaupi mér stundum pizzusneið í mötuneytinu. En á laugardaginn gerðust undur og stórmerki. Skólinn fagnaði þá 100 ára afmæli sálfræðinnar við skólann. Að því tilefni var boðið til afmælisveislu. Og skólanum var á einni nóttu breytt úr þessum gráa steinsteypukubbi í klúbb. Maður gekk rauðan dregil inn í húsið og þar tók á móti manni kampavín og fínheit. Lesstofunni var umturnað í lounge, með pálmatrjám og bleikum pullum, í holinu niðri var dansgólf, í einum salnum spilaði hljómsveit, gólfin voru teppalögð og lýsingin var eins og í rauða hverfinu, húsgögnum skipt út, reykvél magnaði stemmninguna og matur og drykkur var í boði. Um gangana óð svo skemmtileg blanda af fólki á öllum aldri. Jafnvel nokkrir kúrekar líka. Og ég skemmti mér alveg frábærlega. Hló held ég stanslaust í 4 tíma og dansaði eins og brjálæðingur. Fór svo á barinn á móti skólanum og dróg loks nokkra félaga heim í höllina mína og hló fram á morgun.
Skólinn minn


Skólinn minn


Ég og félagar í höllinni þegar líða tók á morguninn (trúlega um fimm leitið).

Í dag er í mér einhver helvítis pest. Verð vonandi hressari á morgun því þá er ég að fara á tónleika með hljómsveitinni Beirut. Hlakkka til.

4 comments:

Anonymous said...

Frábært! Þetta hefði nú aldrei verið hægt hér í sjarmanum, kanski sjéns að slá upp grillteiti. Oddi býður nú ekki upp á meira en dauft kokteilboð milli fjögur og sex.

Þinn skóli er klárlega huggulegur og lang hressasti skólinn sem ég hef heyrt af lengi :)

ps.gleymdi að segja þér að skólinn minn er 150 ára gamalt fyrrum sjúkrahús. Tímarnir eru í gömlum sjúkrastofum og svo viðrar maður sig á milli tíma í görðunum eins og sjúklingarnir forðum. Hressandi.

Anonymous said...

Vá en gaman og hressandi.
Og hvaða kúrekar eru þetta á myndinni?

Anonymous said...

Já sætir gæjar og um hvaða leiti fóru þeir svo heim?

Hölt og hálfblind said...

Já sætir strákar, haaa! Annar grískur og hinn hollenskur. Þeir fóru nú bara heim stuttu eftir að myndin var tekin.