Monday, November 26, 2007

Í skólanum er skemmtilegt

Dagurinn var tíðindalaus fram yfir hádegi. Tölfræðitími milli 11 og 13. Hádegisverður á nálægu kaffihúsi. Fékk mér klúbbsamloku og diet pepsí með sítrónu. Ræddi nýliðna helgi og plön komandi helgar við nokkra skólafélaga (aðallega Þjóðverja, Þjóðverjar eru ágætisfólk verð ég að segja). Fór svo í tíma í social decision making milli 14.30 og 17. Á leiðinni í lyftuna mætti ég hunk of a man sem ég hef séð á vappi áður í skólanum. Held að hann sé kennari. Hann tjékkaði á mér. Ég er 100% viss (með 5% skekkjumörkum). Hann minnir mig á Stuart Staples. Úllala. Í lyftunni upp á 10 hæð var ég samferða fáránlega myndarlegum ungum manni. 1.92 mundi ég segja, með gott hár og í mjög flottum skóm. Tók sérstaklega eftir skónum þar sem ég þorði ekki fyrir mitt litla líf að horfa annað en á gólfið! Var tilneydd til að halda í tímanum lítinn fyrirlestur. Hann gekk vel. Fannst kennarinn óvenju aðlaðandi. En samt ekki jafn sætur og gríski strákurinn sem er með mér í tíma. Er ekki frá því að ég sé pínu skotin í honum. Held samt að skotið sé frekar að dala en hitt. En sætur er hann. Fór eftir tímann á skrifstofuna til Ed. Ed er svo sætur og svo mikill gæi að ég roðna bara við að horfa á hann, hvað þá tala við hann. Allar stelpurnar eru skotnar í honum og hann á kærustu en mér er alveg sama. Hann er alveg jafn sætur fyrir því og daðrar grimmt. Fór því næst á kaffihús með þeim gríska og hinum úr tímanum. Ágætt. Fór svo aftur í skólann að prenta út lesefni vikunnar. Prentarinn var eitthvað að stríða mér. Ég vissi að ég þyrfti að bæta á pappír og grunaði að svo þyrfti ég bara að restarta jobbinu. En það var svo sætur gaur sem stóð þarna hjá að ég bara varð að biðja hann um aðstoð. Honum fannst ég sæt. Hann sagði það að sjálfsögðu ekki en ég veit það. Fór svo heim og borðaði indverskan mat sem ég eldaði í gær og drakk glas af rósavíni með. Sátt. Kúrekar, kúrekar, kúrekar.

5 comments:

Anonymous said...

þú ert fyndin

Anonymous said...

Jeminn, þvílíkur draumur gæska! Minnir mig á Eyva-lagið: Ég lifi í draumi..., en greinilegt að þú lifir ekki í tómi heldur tekur þátt í trylltum daðurdansi! Muna að líta upp og í augun næst í lyftunni, hefur engu að tapa!

Anonymous said...

Það fer greinilega mikið fyrir myndarlegur mönnum í þínu lífi. Þeir eru þá allir þarna. Það hlaut eitthvað að vera. Hef verið að velta því fyrir mér hvar þeir eru niðurkomnir.

Vildi að ég myndi hitta þig um jólin...en eins og sagt er í laginu "seinna meir sé ég þig, seinna meir trúir þú mér..." Er samt ekkert að meina neitt með seinni setningunni...

Ástarkveðjur,
Lena Færeyingur

Anonymous said...

Vá Gunnhildur!! Það er allt vaðandi í folum þarna hjá þér..haha.. ég öfunda þig massa mikið. Nú setur þú bara í daðurgírinn og notfærir þér að þú ert sæt og klár íslensk kona á uppleið og tælir þá alla...svo kem ég í heimsókn og...hahaha

Knús og kossar,
Elín S.

Hölt og hálfblind said...

Æh stelpur takk fyrir komenntin, þið eruð yndislegar ;) Ég er sérstaklega ánægð með tilvitnanirnar í þessi stórgóðu popplög. Frábært. Lovyall!