Monday, November 27, 2006

Kindabyssur og kynlif

Kindabyssan stendur eitthvað á sér. Það hefur bara rétt puðrast úr henni þegar ég hef reynt að skjóta karlmenn með henni. Ég hef rétt náð að særa eyrnasnepilinn á einum og það fuku tvö hár af höfði annars. Kannski er það ekki bara byssan samt. Ásetningurinn er trúlega ekki nógu einlægur hjá mér. Lesbískan stendur líka eitthvað á sér. Held ég sé strax orðin fráhverf þeirri hugmynd að fara að sofa hjá stelpum. Nenni því ekki. Held ég haldi mig bara við ein- og skýrlífið. Um fátt annað að ræða í stöðunni.

6 comments:

Anonymous said...

Skjóttu þá bara með ástarörvum í afturendann, elskan mín.

Anonymous said...

Já finnst þetta með kindabyssuna eitthvað afbrigðilegar pælingar. En annars hvað eru brigðilegar pælingar? blabla veit ekki hvað skal segja við þessum pælingum núna...Best að halda bara áfram með grjónagrautinn

Hrólfur S. said...

ertu nú ekki of góð Gunnhildur mín til fara að vera bitur útí okkur strákana?

Hölt og hálfblind said...

Jú fyrirgefðu Hrólfur minn. Þú ert með fallegt hár.

Anonymous said...

Ég er farin að halda að Hrólfur sé eitthvað abbó.

Anonymous said...

Mikið leiðist mér þetta zqvodrzq kjaftæði. Hvernig losnar maður við þetta?