Tuesday, October 24, 2006

Dagurinn i dag og um tilhugalifið

Lífið er gott í dag. Ég sit á kaffihúsi í miðbænum með minn fyrsta latte í mánuð og Nick Cave situr á næsta borði. Það er þriðjudagur og ég er í fríi. Hef hugsað mér að eyða deginum við kaffidrykkju og tölvuhangs. Ekkert samviskubit yfir að vera ekki að gera ekki neitt. Ég er búin að vera svo dugleg við að vinna og prjóna og lesa og hitta fólk. Í nóvember er svo planið að byrja enn eina ferðina á að sækja um í mastersnámi. Sjáum til hvort ég hef það af þetta árið. Annars var ég nú að fá þá hugmynd rétt áðan að fara bara að vinna í hlutastarfi á kaffihúsi eða eitthvað svona heilalaust og einbeita mér að því að skrifa eitt stykki skáldsögu. Það væri uber.
Ég fór á barinn á föstudaginn með Hrafnhildi sem var svo almennileg að kíkja í heimsókn til okkar hér á skerinu. Ég drakk vodka í trönuberjasafa og hún bjór. Við fengum ekki frið fyrir litlum fullum köllum sem stóðu í röðum við borðið okkar, æstir í að bjóða okkur í partý í Grafarvogi eða deila með okkur ömurlegum fylleríssögum sínum. Við reyndum ýmislegt til að losna við þá. Það fyrsta sem mér datt í hug var einfaldlega að standa upp. Ég hélt að sú staðreynd að þeir náðu mér þá flestir rétt upp fyrir mitti, væri nóg til að hrekja þá í burtu. En það virtist bara espa þessa litlu kalla upp. Trúlega eitthvað karlmennsku kjaftæði að reyna við konur sem eru helmingi yngri og helmingi hærri en þeir. Hrafnhildi datt þá í hug að ljúga þessa menn fulla. Við vorum þá ýmist færeyskar hórkonur eða giftar kraftlyftingakonur frá Fáskrúðsfirði. Ekkert virkaði. Þá reyndum við að vera ís jökul kaldar. Litlu mennirnir reyndu þá bara ákaft að bræða okkur upp. Ég starði þá miskunnarlaust framhjá þeim, þóttist ekki taka eftir þeim. Þurfti reyndar eiginlega ekkert að þykjast því að Ólafur minn Stefánsson var á staðnum og jiih minn eini hvað mér finnst hann æðislegur. Skil ekkert í þeim leiðu mistökum hjá móður náttúru að gifta hann annarri konu. Mennirnir byrjuðu þá að strjúka mér um bakið og reyna að kissa á mér hvirfilinn, minnsti maðurinn reyndi að nugga lærum sínum upp við kálfann á Hrafnhildi. Þá var komið gott það kvöldið.
Þetta er orðið uggvænlegt. Það er fernt sem gerist í srákamálunum mér þegar ég fer út. 21 árs gaurar reyna að fara í sleik við mig á dansgólfinu, litlir gamlir kallar láta mig ekki í friði, ég lendi í æsilegum augnkontakt við sjúklega sæta menn sem hætta svo ekki að dást að mér þegar ég kynnist þeim og kemst að því að þeir eru samkynhneigðir eða zero, nothing happens.
But hey I'm happy beeing single. Allavegana meðan Óli er enn giftur.

10 comments:

Anonymous said...

Hvað er þetta með Ólaf er hann alltaf á djamminu?? Og hvað er þetta með íslenska karlmenn eru þeir eitthvað að minnka ótrúlega litlir kallar út um allt

Anonymous said...

Það eru kannski dvergar?

Anonymous said...

Darling, hver heldurðu að hafi verið í fluginu með mér á mánudeginum. Enginn annar en Ólafur Stefánsson, handboltahetja og filosófus. ÞAð var alveg móment þegar hann kom inn í vélina. Ég svona hálf heilsaði honum og hann kinkaði kolli. Mikið fyndið, var að deyja mig langaði svo að hringja í þig en þá þurfti vélin að fara af stað. Æ já það er svona skemmtilegt lífið. Ég hitti Helgu á eftir og fæ hjá henni bloggið hans ef hann er ennþá með það. Takk fyrir góðu stundirnar í Reykjavíkinni og herlegheitin á Baldursgötunni.
Lov u, Hrafnhildur.

Anonymous said...

Fann bloggið, hann er reyndar ekki búinn að skrifa síðan í janúar. Annars hefði hann örugglega minnst á okkur.
http://www.blog.central.is/melankoli/

Hrólfur S. said...

nýr titill bloggsinns væri stórkostegur titill á skáldsögu. Bravó!

Hölt og hálfblind said...

Já það eru litlir kallar út um allt. Ef þeir væru nú fleiri jafn hávaxnir og æðislegir og hann Óli minn. Jih hvað ég öfunda þig að hafa flogið með honum. Var hann með konu og börnum?
Já er þetta ekki fínn titill bara.

Anonymous said...

Nei hann var einn kappinn. Kom nokkuð seint í vélina. Var svo fyndið að sjá hann. Félagann!

Anonymous said...

Loksins einhver sem fattar að ÓS er ÓmótStæðilegur! Hvar hafið þið verið allt mitt líf. Og hvaða bar var þetta...

Anonymous said...

Hæ, þetta með kallana...er sannfærð um byggð hobbita á íslandi.. Hver sagði að ísl. karlmenn væru hávaxnir...? Misskilningur, það erum við konurnar. Oj með hobbita sérstaklega ef þeir eru gamlir líka! Ha hahaha!
Náum okkur í alvöru háváxna normenn eða þjóðverja....

Hölt og hálfblind said...

Takk fyrir kommentið Áslaug, alltaf jafn gaman að fá nýja kommentara ;) Meira svona