Sunday, November 19, 2006

Dynasty gjörningurinn

Ég er mjög listhneigð týpa og þessvegna kýs ég að líta á hegðun mína í gumkaupi í gær sem gjörning. Og þvílíkur gjörningur! Ég sá öllu listræna leikaraliðinu fyrir góðri skemmtun. Dansaði djarfan dans við funheitan leikara upp á borði og reyndi massíft við annan, grínaðist við Jónsa eins og við værum bestu vinir, flutti fyrirtaks ræðu fyrir gumgumann og hegðaði mér almennt og yfirleitt afar illa í alla staði. Og vá hvað þetta var gaman. Og ég var auðviað gorgeus í bláa dynasty kjólnum, bar af, verð ég að segja. Ha ha og er með símanúmer einhverra ungra Vesturportsleikara í símaskránnni. Skrítið samt að þau skuli öll byrja á 372!
Um næstu helgi verður tekinn annar póll í hæðina. Þá verð ég afar elegant og á eftir að heilla alla ungu sjálfstæðismennina upp úr rándýrum Loyd skónum með fágaðri framkomu minni. Dorrit á eftir að verða stolt af mér. Verst að það voru víst einhver vitni úr Garðabænum í gær. Veit ekki alveg hvernig ég á að bregðast við því. Ætli það sé ekki bara best að koma þeim fyrir kattarnef fyrir helgi.
Jæja verð að hætta og fara að æla!!!

10 comments:

Anonymous said...

Já þetta hefur greinilega verið mjög skemmtilegt, sé þig fyrir mér í bláa kjólnum upp á borði. Hvaða funheitu leikarar voru þetta?

Hrólfur S. said...

krassandi!

Anonymous said...

Vonandi líður þér betur krúttið mitt, hlakka til að sjá þig um næstu helgi.

Anonymous said...

Thu ert snillingur, sem reyndar hefur alltaf verid vitad, en vildi bara lata thig vita ad mer finnst thu snillingur.

knus
Inga

Anonymous said...

MYNDIR!

Anonymous said...

sér maður þig í næsta Séð og Heyrt, ég geri kröfu á það.

Anonymous said...

já það er ekki hægt að segja annað en að þú hafir verið hress Gunnhildur mín, og ræðan okkar... ég held að hvorki fyrr né síðar hafi verið flutt betri ræða, ég skil ekkert í því að við tvær vorum ekki ráðnar sem veislustjórar! Allavega... hlakkar rosalega mikið til að fara aftur út með þér:)

Anonymous said...

Hvað er gumkaup og hver er sæti leikarinn sem þú varst að daðra við?? Ji en spennó!!!

Hölt og hálfblind said...

Ja það er gott að fólk getur haft gaman að þessum gjörningi mínum.
Gumkaup er gifting tveggja karlmanna.
Sko ég dansaði upp á borði við Guðmund Borgfirðing og reyndi við (daðraði er allt of allt of vægt til orða tekið) við Víking.
Ef ég finn myndavélina mína mun ég birta myndir!!!
Ég ætla rétt að vona að Séð og heyrt hafi ekki verið á staðnum.
Ég held nú að ég hlakki meira til að sjá þig um næstu helgi, Hrefna mín.
Já Ása þetta var fyrirtaks ræða, ég vona að Marian sé ekkert mjög reiður!!!

Anonymous said...

Gaman að heyra að þú hefur verið í essinu þínu gæska.