Wednesday, December 28, 2005

Sidbunar jolagjafir

Ég hélt að guð hefði fært mér síðbúna jólagjöf í líki félags tamningamanna sem átti pantað borð fyrir 20 manns í kvöld. Ég bjóst að sjálfsögðu við 20 fjallmyndarlegum kúrekum í reiðbuxum, þambandi viskí og daðrandi við sætu þjónustustúlkurnar eins og þeim væri borgað fyrir það. Bjóst við því að riddarinn á hvíta hestinum myndi mæta og nema mig á brott í bókstaflegri merkingu. Ríða með mig upp í Mosfellsdal og ríða svo þar fram á vor (hestum að sjálfsögðu). Ég þyrfti ekki að sörvetrínast framar og gæti einbeitt mér að skriftum, frönskunámi og prjónaskap því við bæði gætum vel lifað af tekjunum af verðlaunastóðhestinum sem hann ætti. En nei, þvílík vonbrigði! Kúrekarnir 20 voru 12 sveitakerlingar og 5 lúðakarlar. Drekkandi kókakóla og ekkert daður í gangi. Þetta gerði útslagið með guð og hans gjafmildi. Trúi ekki frekar á hann en jólasveininn. Jaaa fékk þó einn lítinn jólapakki í formi Garðars Thors Cortes sem fékk sér sushi og túnfisksteik hjá mér í kvöld. Hann er sætur. Samt varla kyntröll. Meira bara voða sætur, brosmildur og kurteis strákur. Nei ok who am I kidding, he's a sex god!
Jæja er farin að sofa, sweet dreams elskurnar mínar (hmmm held að Garðar verði í mínum draumum í reiðbuxum, með Malboro í annari og viskípela í hinni, ríðandi hvítum hesti og kannski einhverjum öðrum, tíhíhíhí!)

4 comments:

Anonymous said...

Hmmm, er þetta ekki n.k. Nonni-Syndrome sem þú ert haldin...Garðar Thor Cortes á hestbaki í draumum þínum.

Anonymous said...

Hae saeta ja mer fannst nu gaman ad ther sem thonustustulku. Thad eru ansi finar myndir af mer a addaanda sidunni minni, td nokkrar af mer med nonna a hestbaki. Og eg einn a hestbaki. Endilega kiktu a ther!
Kiss kiss!

Anonymous said...

Fagrir draumar gæska, sér í lagi sá fyrri í Mosfellsdalnum. Rómantísk eða öllu heldur erótísk frásögn. Ég er ekki alveg að kaupa Garðar en veit að þú getur sent honum póst til baka á síðunni hans www.cortes.is ef þú vilt stofna til frekari kynna. Ég rataði óvart þangað inn og hann fór barasta að syngja fyrir mig og bjóða mér að senda sér línu.

Hölt og hálfblind said...

jú jú þarna má sjá Garðar ríðandi hvítum hesti. Ekki alveg það sem ég hafði í huga!
http://www.gardarthorcortes.com/1645899.htm