Thursday, December 22, 2005

Jolin koma

Jólin eru alveg að koma Jibbí jeih, jibbí jóh! Mér finnst gaman á jólunum :) Fyrst er samt Þorláksmessa. Ég er að vinna í skötuhelvítinu! Úff er hálfkvíðin fyrir morgundeginum. Skata og fyllerí á fólki. Vonandi verða bara allir í jólaskapi, ofurhressir og kurteisir. Svo kemur aðfangadagur, jeih, þá fer ég upp í sveit. Hlakka svoooo til. Pakkar, pakkar, pakkar. Hmmm er annars nú þegar búin að fá tvær rosaflottar gjafir. Fékk eyrnalokka sem eru búnir til úr ekta bjölluvængjum, bílíf itt orr nott. Lindan gaf mér þá. Svo fékk ég kanínupels frá aðdáanda númer eitt, ma premier admirateur, my number one fan, mér sjálfri.

2 comments:

Anonymous said...

Gunnhildur...það á að opna pakkana á aðfangadagskvöld, ekki um leið og maður fær þá...
Gleðileg jól ;-)

Anonymous said...

Gledileg jol!