Monday, December 19, 2005

Ég biðst velvirðingar á að hafa slengt þessum játningum mínum svona fram án þess að vara nokkurn mann við. Svona er lífið bara, stundum fær maður fregnir sem þessar beint í andlitið eins og óhreina illa lyktandi og rennblauta tusku. Ég vona að allir verði búnir að jafna sig á þessum tíðindum áður en nýtt ár gengur í garð.
Jólapartýið var sérlega vel heppnað. Við sambýliskonurnar dressuðum okkur upp í okkar fínasta eftir að hafa staðið á haus (ekki í bókstaflegri merkingu þó, það hefði samt án efa verið mjög fyndið. Sem minnir mig á að vinkona mín hætti einu sinni með gaur af því að hann var farinn að standa á haus í tíma og ótíma!) í marga daga við að baka og brugga fyrir teitið. Djóklaust þá bakaði ég piparkökur til að hafa með jólaglögginu sem við buðum upp á. Sérlega gaman að geta boðið fólki upp á eitthvað gott. Ég var svo fín að mér leið bara eins og Joan Collins eða Jackie O eða Cher eða eitthvað. Djammaði svo fram á morgun á Kaffibarnum eftir teitið. Afar góður dagur sem hófst með kampavínsdrykkju í bröns með systrum og mágum. Takk fyrir mig allir saman, takk fyrir komuna og takk fyrir gott stuð. Svolítið svekkt samt að Óli og Dorrit komu ekki, en það var víst einhver pest að ganga.
Ég veit ekki hvað einstæði faðrinn á móti heldur núna. Í hvert skipti sem hann sást út á tröppum á laugardaginn rauk hópur af fólki út í glugga og skelli skelli hló. Greyið. Hann er hálfgerður lúði.
Nóg um það já og segjum þetta bara gott í bili, lifið heil.

Joan Collins


Cher


Jackie O

7 comments:

Anonymous said...

Dásamlegar konur

Anonymous said...

Halló halló,varstu ekkert svekkt að uppáhalds mágur þinn forfallaðist?? :( hefði svo sannarlega viljað vera þarna og sjá þig í þessum glæsilega kjól(frétti það)með eigin augum

Anonymous said...

faer madur ekki mynd af ther lika?

Hölt og hálfblind said...

Jú að sjálfsögðu var þín sárt saknað Einar minn. Þú kemur bara næst, þú og Óli og Dorrit, sem voru með pestina núna.

Hölt og hálfblind said...

Brynja mín, patience my friend, patience.

Anonymous said...

Nágranninn var í fatla með kókbotnagleraugu og hálfhaltur líka. Ég var nú hálfsvekkt, hélt þetta væri allavega ekki meiri lúði en Einar sæti og Einar ljóti.

Hölt og hálfblind said...

Hann heitir samt örugglega Einar. Köllum hann bara Einar einstæða.