Monday, December 12, 2005

The exciting life of la bombe sexuelle

Hvað skal segja, hmmmm, dettur ekkert í hug. Jú jú var að klára að hekla rosa svala húfu, jeih! Hékk með mömmu í dag, massakúl. Er að fara að baka smákökur, súkkulaðibitakökur, nánar til tekið. Kjóllinn sem ég prjónaði um daginn er rosa hlýr og góður. Stakk negulnöglum í appelsínur um daginn, jólaföndrið búið fyrir þessi jól. Var að enda við að þrífa helluborðið. Já ég lifi mjög spennandi lífi, það er ekki hægt að segja annað.
Ég skil ekki, skil alls ekki fólk sem leiðist þegar það er í fríi. Vill ekki vera í fríi á virkum dögum af því að þá eru allir aðrir í vinnunni og hlakkar til að byrja í vinnunni eftir sumarfrí af því að það hefur ekkert að gera. Ég elska að vera í fríi, sérstaklega á virkum dögum. Ég hef endalaust eitthvað að gera, sólarhringurinn mætti yfirleitt vera lengri þegar ég á frí. Nr. eitt þarf auðvitað að sofa út, mjög mikilvægt. Enda segja allar hollywood stjörnurnar að helsa leyndarmál fegurðarinnar sé nægur svefn, ég er sammála þeim. Svo þarf maður að fara í sund, eða út að skokka eða hreyfa sig eitthvað, hanga á netinu í smá stund, fara í lavenderfreyðibað, greiða sér og mála sig, lesa blöðin, prjóna og hekla, laga sér eitthvað að borða, borða eða fara í löns með vinkonum og borða þar, hanga á kaffihúsi, hekla og prjóna, lesa skáldsögur, taka videóspólu og horfa á hana og horfa á fréttirnar, hlusta á tónlist, setja í uppþvottavélina og taka svo úr henni, þvo þvott og brjóta saman, skúra gólfið og þrífa klósettið, fá brilliant hugmyndir og framkvæma þær, sauma, fara í bíó, baka, versla í matinn, skrifa ímeil og senda sms, prjóna og hekla, tala við fólk á msn, heimsækja vini og fjölskyldu, fara á bókasafnið, taka til, horfa á raunveruleikaþætti og allskyns ameríska afþreyingu í sjónvarpinu, lesa tímarit og fræðast um tísku,tónlist, kvikmyndir og stjörnurnar, það er líka hægt að gera á netinu sem og að blogga og lesa blogg, fara í skóbúðir og máta skó og pússa svo skóna sína, drekka og djamma og borða gott og svo auðvitað prjóna og hekla já og og og hafa allataf augun opin fyrir mínum eigin manni og barnsföður (einn og sami maðurinn sko, minn eiginn!). Og svo eru það allskyns svona árstíðarbundið drasl sem þarf að sinna eins og að kaupa jólagjafir og vera jólahress, á sumrin þarf að fara í sólbað og vinna í því að vera brún, drekka mikinn bjór og vera afar sumarhress. Já það er gaman í fríi og vinnan er ekki svo slæm heldur. Nú kemur skólasöngur okkar MHinga upp í hugann (eitt sinn MHingur, ávallt MHingur)

Gleði, gleði, gleði
gleði líf mitt er
því að Jesú Kristur það gefið hefur mér
ég vil að þú eignist þetta líf
því að það er
gleði, gleði
gleði alla tíð.

Ef þú ert ennþá hérna fyrir framan tölvuna en ekki með höfuðið í klósettskálinni að æla eða ert ekki búinn að æla yfir lyklaborðið og á bömmer yfir því þá vil ég mæla með því að þú farir í lavenderbað, farir á la marche de l'empereur í bíó, lesir bækurnar um kvenspæjarastofu númer eitt, farir á súfistann drekkir latte og lesir tísku og tónlistartímarit, eldir eitthvað gott og fáir þér rauðvín og auðvitað mætir í partýið á laugardaginn. Það verður gott partý, lofa því.

7 comments:

Anonymous said...

alveg er ég sammála þér varðandi frí, það er aldrei nóg af því.í þessu stutta fríi sem maður fær, er svo mikið að gera að maður er yfirleitt dauðþreyttur þegar maður mætir í vinnuna á mánudögum.

Anonymous said...

Húfan er geðveikt cool ...

Anonymous said...

Gledi gledi,
gledi alla tid!

Anonymous said...

Ég skil heldur ekki svona fólk sem nennir ekki að vera í fríi. Ofboðslega fínt að vera kennari og fá svona góð frí öðru hvoru en sennilega hefur enginn jafn frjótt hugmyndaflug þegar kemur að því að eyða frítímanum eins og þú. Það eru bara ekki allir sjálfum sér nógir!!! Leiðist í sínum eigin félagsskap. Ég held mér líði best aleinni hæst uppi á fjallstoppi og það er líka ótrúlega gott að vera aleinn heima hjá sér og þurfa ekki að hugsa um neitt nema sjálfan sig, verst bara að eiga ekki bað fyrir lavenderinn. Hætti áður en einhver fer að æla yfir þessu

Anonymous said...

Nei, er ekki farin að æla, langt frá því. Ég ætla að fá mér rauðvín með þér á laugardaginn, Fanney bauð mér og hún ræður öllu.

Anonymous said...

Heyr, heyr Sólrún! Gleði, gleði. MH, MH, tekur alla aftan frá!!

Hölt og hálfblind said...

jeih hlakka til að sjá ykkur po lördag, gleði, gleði, gleði!