Thursday, December 08, 2005

Atti stefnumot

Íþróttaskórnir mínir voru ekki bara rykfallnir heldur líka þaktir köngulóarvef og kellingin var bara að dúlla sér þarna eitthvað í þeim þegar ég ætlaði að klæða mig í þá í mesta sakleysi. Hún er ekki lengur á meðal vor, blessuð sé minning hennar.
Ég ákvað að það væri ekki málið fyrir mig að fara að borga offjár fyrir áskrift af samviskubiti yfir að mæta ekki í ræktina. Þess í stað átti ég stefnumót við Ágústu nokkra Johnson í stofunni hjá mér. Sambýliskonan hefur verið að hitta hana reglulega og mælti með því að ég hitti hana. Ágústa er hress týpa. Hitti hana aftur í dag og núna haltra ég um vegna harðsperra. Það er töff. Alltaf töff að haltra!
Heyrðu ætla að horfa á Friends í imbanum áður en ég fer að sofa.
Góða helgi. Helvítis vinnuhelgi framundan hjá mér. En en en við sambýliskonurnar erum að plana jólapartý laugardaginn 17. Taktu kvöldið frá ;)

5 comments:

Anonymous said...

eg sakina thin, thu ert skemmtileg,

Hölt og hálfblind said...

ooooh ég sakna þín líka, þú ert skemmtilegust

Anonymous said...

Harðsperrur ofan á öll hipphoppmeiðslin...er þetta ekki bara orðið efni í nokkra veikindadaga...

Hölt og hálfblind said...

hip-hop meiðslin eru enn til staðar sko. En harðsperrurnar eru farnar, búin að hlaupa þær úr mér. Maður er nú ekki veikur heima fyrir hiphopmeiðsli og harðsperrur. Ég er búin að vera veik heim í rúmann mánuð á þessu ári þannig að ég hef enga, alls enga þörf fyrir að vera veik heima. Vona meira að segja að ég hafi tekið þetta út á þessu ári fyrir næstu tíu árin í það minnsta. Og hananú!

Anonymous said...

koma svo med blobbid, vid bidum oll spennt!