Tuesday, October 11, 2005

Taka 5 i að vera veik heima

Nú er allt að fara í gang hjá mér. Ég ætla að fara að æfa mig í magadansi, læra frönsku, vera dugleg að baka og elda og bjóða fólki heim, fara út að skokka og í sund, sækja tónlist á netið, lesa ódauðleg skáldverk og horfa á franskar videomyndir en ekki sjónvarpið og auðvitað vera dugleg að skrifa einhverja snilld hérna á La bombe sexuelle. Síðast en ekki síst ætla ég að halda áfram einlægri leit minni að ástinni!!! Rétt eins og íslenski bachelorinn. Já og auðvitað einbeita mér að því að vera mjó og sæt í samstæðum nærfötum og safna hári (á hausnum). Gaman að þessu og gaman að vera svona hress með svona góð markmið fyrir veturinn.
Núna er ég samt bara alveg viðbjóðslega lasin heima og geri bókstaflega ekki neitt. Get ekki sofið, ekki lesið og meika ekki að horfa á sjónvarpið líka á daginn. Mikið er þetta leiðinlegt. En þetta líður nú víst vonandi fljótt hjá. Ég bara sit og bryð sólhatt og verkjatöflur og bíð eftir að þetta klárist. Þá tekur við betri tíð með bakstri á Baldursgötunni!
Átti annars alveg stórgóða helgi (fyrir utan að ná mér í þessu viðbjóðslegu pest). Mamma mín var í heimsókn í höfðuborginni og við skelltum okkur út að borða á Apótekinu á föstudaginn. Það var frekar huggulegt. Svakalega góður matur og vínið ekki verra. Mæli alveg með þessum stað sko. Tók svo Brynhildi á orðinu og byrjaði á bíó kúrnum. Hann er hressandi. Fór á Þýsk-tyrkneska mynd á föstudaginn. Hún var mjög góð, um stöðu tyrkneskra innflytjenda í Þýskalandi. Á laugardaginn fór ég svo á líbanska mynd. Hún var ekki eins góð en rifjaði upp löngun mína til að fara til Líbanon að læra magadans. Held að Beirút sé frekar kúl borg. Og maturinn maður, verð eiginlega að finna mér líbanskan eiginmann sem kann að elda. Eigandinn að líbanska staðnum sem ég sótti reglulega í París var nú alveg á því að ég ætti að giftast líbönskum kokki. Ég beið bara eftir því að hann myndi kynna mig fyrir einhverjum fjallmyndarlegum frænda sínum, enda hann mjög myndarlegur sjálfur en aðeins of gamall. Hann kynnti mig að vísu fyrir einum frænda sínum en sá stóðst engan veginn væntingar!
Væri reyndar líka mjög til í að fara til Istanbúl. Meira samt svona í frí bara þangað.
Brynjan mín er loksins komin til Buones Aires. Væri líka til í að skreppa í heimsókn þangað. Getur ekki verið leiðinlegt.
Í endurminningum mínum á árið 2005 eftir að vera kallað árið sem ég var veik heima með viðbjóðslegt kvef. Hvað er málið eiginlega!
Jæja lifið heil og verið dugleg að taka lýsi og sólhatt og borða appelsínur.

1 comment:

Anonymous said...

hvada hvada, flensu skitur er tetta. En mer list vel a tessi plon hja ter,
kanski getur tu samid lag um tetta, alveig eins ljodraent og "eg fer i ljos 3x i viku og reglulega i likamsraekt, hollywood um helgar o.s.fr"