Friday, October 14, 2005

Askorun

Ég skora á alla sem að lesa þetta blogg að skilja eftir komment. Það þarf ekki að vera neitt fyndið, gáfulegt eða klúrt. Bara svona nett að kvitta fyrir komu sinni hingað, allavegana einu sinni. Mig langar að vita hverjir lesa þessar mjög svo gáfulegu pælingar mínar.
Um leið vil ég þakka öllum þeim þremur sem kommenta reglulega hjá mér. Fanney, Brynja og Hanna, you mean the world to me. Ágústa, Mæja, Alda og Sigrún (ég skrifaði nafnið fyrst með y! Sygrún! ég er með y á heilanum!!!) þið táknið líka heiminn fyrir mig. Inga, Brynhildur, Mr.Bukowski, Anonymous, eddyharolds5684, Jóhanna, Dísa sys og Jónína þið standið ykkur líka með stakri príði og skiptið mig líka alveg heilt land máli, jafnvel heimsálfu. I would also like to thank my mom, without you I wouldn't bee here, thanks mom (verst að kella veit ekki einu sinni hvað blogg er, hvað þá meira). Ef einhver hefur skilið eftir komment sem ég er að gleyma þá bara biðst ég afsökunar á að þakka ekki fyrir, en drullaðu þér bara til að kommenta aftur og oftar!
Sjáum hvernig þetta gengur, hverjir taka þessari spennandi áskorun. Annars þarf ég trúlega bara að fara að lenda á sjéns með heimsfrægum leikstjóra eða láta poppstjörnu klípa mig í brjóstin eða dramatísera með minn ömurlega starfsframa til að eitthvað gerist í þessum kommentum. Kannski setja inn mynd af einhverjum frægum, þá er Anonymous allavegana voða duglegur að kommenta, blessaður Anonymous!
Davíð kallinn bara að hætta í ruglinu með stæl, alveg í rugli maðurinn! Jón Ásgeir hress bara. Ingvar félagi enn og aftur alveg að meika það í útlöndum. Hannes greyið ..... auðjöfrar að níðast svona á þroskaheftum, hvert stefnir þetta eiginlega. Svava bara búin að kaupa bolla út og Svala já já hún syngur og labbar svona og Krummi líka. Einstæði faðirinn ekkert á ferðinni í dag og ég enn heima með grænt hor (batamerki, ekki spurning). Maður fylgist með þjóðmálauræðunni, það verður nú ekki af manni tekið.

21 comments:

Hölt og hálfblind said...

Skoh, anonymous alveg að standa sig!

Hölt og hálfblind said...

Skoh, anonymous alveg að standa sig!

Anonymous said...

Hæ gunnsí pæ,
í sambandi við anonymous vin okkar þá er hér gott ráð sem virkar víst vel ;)
Tekið af annarri bloggsíðu:
"þá er ráð að fara í settings - comments - og þar finnur maður Show word verification for comments og hakar við YES"

Þetta þýðir að svona sjálfvirk tölvukomment komast ekki inn á síðuna þína ;)
xxx
Ágú

Anonymous said...

Hæ bomba;) Ég verð nú bara að þakka þér fyrir snilldar blogg Gunnsa mín! Bloggið þitt er bara snilld og skilur eftir öfund í mér þar sem þú greinilega að meika það sem single sexy girl;)vink vink
Jóga

Anonymous said...

Sæll félagi, ég hélt að þú værir með svona einræðu blogg þar sem komment eru ekki velkomin! Ég fattaði ekki að kíkja undir gullmolana þín aí leit að möguleika á að blanda sér í þessar miklu umræður! Vá! Ég er að segja þér það, það er gott að vakna og fara á fætur á hverjum degi. Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt. Heyrðu ég er rosalega glöð að þú sért að ná þér og getir nú farið að blogga af sama krafti og áður! Jíiiiiiiiiiihaaaaaaaa! Heyrðu það er bara alltaf rosa hryðjuverkastemmning hérna í Haag, ef þú þekkir einhvern sem vantar takmark eða málstað til að vinna að þá eru allar stöður lausar núna fyrir de hoofdstadgroep, mjög vinsæl samtök!
Rokk og ról bara!

Anonymous said...

and you mean the world to me.
Tessi verold er ekkert sma skritinn, var a labbi i Barcelona i skita rigningu i dag og rakst accidentally a ástmann minn.... what are the odds... this is a sign.. vid vorum bara baedi ordlaus.
jaja seinasti tvaelingur i bili a morgun,
lufja

Anonymous said...

drekkið egils,ansi oft hér þegar maður er bara að hangsa einn heima:)

Anonymous said...

Já best að kvitta svo maður detti ekki af kærleikslistanum. Vonandi að þú farir nú að vera laus við þetta kvef fyrir fullt og allt bara. Maður fær enga barnapössun eða neitt þegar ástandið er svona.

Anonymous said...

þetta er ég þarna fyrir ofan

Anonymous said...

Hæ, hæ Gunnhildur,
ég er bara nýbúin að uppgötva síðuna þína og mér finnst þú standa þig bara ansi vel í bloggskrifunum. Annars kíki ég ekki reglulega í heimsókn en þegar ég geri það skal ég kvitta undir. Langt síðan maður hefur heyrt eitthvað í ykkur skvísunum úr sálfræðinni. Gaman væri að hafa hitting en minn er víst búandi í Flórída svo það verður ekki í bráð amk.
jæja, hafðu það gott. Flórídakveðjur, Olafia

Anonymous said...

I just called to say I love you!!!!!!

Anonymous said...

jebb þú sexý kona. Þetta er nú svo fallegt blogg að maður fer næstum því að gráta...
Þessi síða þín þrælvirkar. Ég legg það ekki í vana minn að hanga yfir bloggsíðum en ég hlakka alltat til að heyra nýjustu frægðarsöguna á blogginu þínu.
Þó svo þú sért búin að vera með kvef dauðans og einhvern októberblús þá máttu vita að þú ert engri lík. Mest genúin af þeim öllum! By the way, þér er boðið í mat um næstu helgi eða í næstu viku eftir hvernig stuðið er.
Luv...

Anonymous said...

ertu ekki að skríða saman mín kæra?
takk fyrir pössunina á föstudaginn. Krökkunum finnst þú flottust og mér líka.

Anonymous said...

Hæ skvís. Söknuðum þín í sumó um helgina...vonandi kemstu með næst

Anonymous said...

Þú ert mjög skemmtileg

Anonymous said...

Hæ gunnsa mmín... þá er ég búin að fynna bloggið þitt og ég lofa að vera dugleg að skilja eftir komment:) Sjáumst hressar á miðvikudaginn...

Anonymous said...

jæja la bombe, hlítur ad vera lukkuleg med árangur áskoruninnar.
þú ert allaveganna ekki med fuglaflensu.

Anonymous said...

Já þokkalegur árangur myndi ég segja:) Alltaf voða gaman að kíkja á bloggið þitt, þú ert algjör snilldarpenni (svo sem ekki við öðru að búast af þér dúlla). Vona að þú sérst orðin alveg frísk.

Anonymous said...

Vá - ég er nr. 21! þú ert að sjálfsögðu uppáhalds bloggarinn minn.

Anonymous said...

Hæ takk fyrir frábært matarboð í gærkvöldi. Mér fannst túnfiskpizzan æði. Ásrún Gyða er með kökur á heilanum því hún fær aldrei kökur hjá mér. Hún er því búin að panta köku hjá Gunniddi frænku.

Anonymous said...

eg er her stundum lika! thu ert frabaer gunnhildur! takk fyrir skemmtilegt blogg :)