Tuesday, October 04, 2005

Lost

Ég verð að viðurkenna að ég er eitthvað lost í lífinu þessa dagana. Finnst ég ekki gera neitt af viti, enda nenni ég engu sem vit er í! Finnst allt eitthvað svo tilgangslaust. Er að hugsa um að fara að einbeita mér að því að vera mjó og sæt. Fara í ljós og ræktina og svona! Lifa fyrir það, gott plan?! Ég meina það eina sem ég hugsa um þessa dagana er vinnan, og ég nenni því ekki. Ekki á ég mann og börn til að hugsa um enda langar mig svo sem ekkert sérstaklega í svoleiðis. Held ég mundi líka mjög fljótlega drukkna úr leiðindum ef ég færi að standa í svoleiðis. Er búin að vera of löt og egósentrísk til að geta sinnt vinum og fjölskyldu almennilega undanfarið. Er bara að farast úr leti held ég, nenni ekki einu sinni að prjóna! Langar mest af öllu að fara til Afríku í hjálparstarf. Hef bara ekki efni á því. Finnst að einhver eigi að gefa mér eins og svona 850 þúsund svo að ég geti látið verða af þessu. Hitti reyndar Jón Ásgeir um helgina, var að hella í hann kampavíni, hefði auðvitað átt að spyrja hann hvort hann ætti milljón aflögu fyrir unga konu sem vill láta gott af sér leiða. Eða seðlabankatjórann nýja sem ég var að hella rauðvíni í, hefði trúlega ekki þýtt að biðja fyrrum fjármálaráðherra, núverandi utanríkis ef ég hef tekið rétt eftir (sem drakk rauðvín) eða dómsmálaráðherra (man ekki hvað hún drakk) um peninga!
Verð held ég bara að sætta mig við að ég þarf aðeins að borga skuldirnar mínar áður en ég sting af til fjarlægrar heimsálfu í hjálparstarf. Á meðan get ég eins og ég sagði einbeitt mér að því að verða aftur mjó og kannski safnað hári.
Ég get líka haldið áfram skemmtilegum orðsifja pælingum. Sat einmitt á kaffihúsi um daginn með samkynhneigðum vini mínum og útskýrði fyrir honum typpi vs tippi pælinguna. Við komumst að því að þessi pæling á einnig alveg sérlega vel við engilsaxneska orðið penis. Þegar um ríflegan penis er að ræða ætti að sjálfsögðu að skrifa það með y, penys. Þá ætti að bera það fram sem pínæs. Frábær pæling alveg finnst mér!
Er annars að hugsa um að fá mér permanett.

1 comment:

Anonymous said...

æ er þetta ekki árstíminn sem að allt virðist svolítið döll.