Tuesday, October 04, 2005

Bio er best

Bíó bjargar öllu :) Skellti mér á Kalla og súkkulaðiverksmiðjuna klukkan 17:45. Hún var skemmtileg, J.D. sætur og svalur að vanda. Þegar myndin var búin klukkan 19:50 var kjörið að svindla sér inn á einhverja mynd á kvikmyndahátíðinni og stela sér samlokum sem þar voru í boði. Uppáhaldswrapið mitt var meira að segja í boði, með fetaosti og spínati. Hamstraði einum sjö rúllum, laumaði mér inn í sal og gúffaði þeim í mig og skolaði niður með fanta, hrrmmmhmmm! Lenti á norsku myndinni 37 1/2. Mikið var það hressandi mynd. Alveg það sem mig vantaði. Svona norsk útgáfa af Bridget Jones. Mæli með henni. Sérstaklega fyrir þá sem eru í tilvistarkreppu, haustþunglyndi, andlausir, í fílu, ekkert of ánægði með sjálfan sig, hrífast af yngri gaurum, dreymir um að verða rithöfundar, hafa fitnað aðeins o.s.frv. Sem sagt mynd búin til bara fyrir mig að horfa á á þessum degi. Þvílík endemis endalaus fáránlega frábær tilviljun.
Góða nótt og bestu óskir um gott kynlíf, í nótt og um ókomna framtíð ;)

5 comments:

Anonymous said...

Já sammála þér með uppáhalds wrap-ið, en það er næstum hvergi til...
nú er ég farin að skilja þetta með "ókeypis-matur" lukkuna sem eltir þig...þú ert bara svona andsk. séð...

Anonymous said...

væri ekki sniðugt að fara á bíó-kúrinn?

Anonymous said...

Viltu ekki bara fara að rífa þig úr tilvistarkreppunni og kýkja í skötusel eða steinbít eitthvert kvöldið? ooog pældu nú í því hvað það eru margir sem myndu vilja vera eins frjóir og þú og hafa gert það sama og þú og geta gert það sama og þú gæskan!! Annars bara gríðarlega metnaðarfullt markmið að vera mjó og sæt:)

Anonymous said...

takk fyrir oskir um gott kynlif, tad virkadi fyrir mig.
Can you say it again?

Hölt og hálfblind said...

he he, bestu óskir um gott kynlíf, gott kynlíf, gott kynlíf, gott kynlíf um aldur og ævi :)