Tuesday, October 25, 2005

Askorunin enn og aftur

Sko ég verð að segja að þessi áskorun heppnaðist alveg með eindæmum vel. 23 komment og þar af bara eitt frá anonymúsinni og 2 frá mér sjálfri. Í ljós kom að hallta hálfblinda kúltíveraða fegurðardrottningin á afar kúltíveraða og hressa lesendur sem virðast vera að lesa bloggið um heiminn þveran og endilangan. Fólk var þarna að kommenta frá fjarlægum og mjög svo exótískum stöðum. Þarna dúkkaði upp fía flórídana í ameríkunni og Inga og sólrún frá sömu plánetu. Damon og Ragna og Robbie Williams lesa þetta í Englandinu. Hanna kommentar frá Íslandi, Indlandi, Spáni og Ungverjalandi með smá viðkomu í Frakkland, geri aðrir betur. Hrafnhildur hollandsmær er víst Stevie Wonder. Já og svo er maður að frétta af lesendum jafnvel í Grafarholtinu! Hver hefði trúað því. Ekkert skítkast hef ég fengið í kommentakerfinu. Ég er mjög þakklát fyrir það. Tómatakast in the real life er alveg nógu stór pakki fyrir mig, takk fyrir.
Takk fyrir takk fyrir elsku elsku fólk.
Mig langar af þessu tilefni að birta hérna mynd af svölustu konu allra tíma (já og tilefnið er vel heppnuð áskorun og auðvitað kvennafrídagurinn sem var í gær)

9 comments:

Hölt og hálfblind said...

Hvernig er hægt að vera svona svalur?
Ég eeeeelska þessa konu!

Anonymous said...

Hún hefur samt ekki farið úr brjóstahaldaranum í tilefni dagsins...

Anonymous said...

... working 9 to 5 what a way to make a living ...

Dolly baby klikkar ekki. Já og ekki þú heldur :-)

Anonymous said...

Hei, hvernig væri að halda svona Dolly Parton kvöld, konur klæði sig að hennar fyrirmynd og hlusta á Dolly tónlist???
Ekki svo vitlaus hugmynd.

Anonymous said...

Frábær hugmynd ! Dolly kvöld :)
Pant vera boðin :D
xxx
Ágú

Anonymous said...

Frábær hugmynd ! Dolly kvöld :)
Pant vera boðin :D
xxx
Ágú

Anonymous said...

dolly thorir getur og vill. Eg er sko alltaf ad reyna ad kommenta herna i Buenos Airesinu, vona ad thetta birtist nuna.

Anonymous said...

helviti er fult ad missa af theesu Partonfestivali

Hölt og hálfblind said...

Já ég held ég kíli bara á þetta dollypartí, alveg kominn tími á innfluttningspartý.
Þín er sárt saknað Brynja mín