Monday, November 30, 2009

Peter

Ég á orðið uppáhalds kínverskan hérna rétt handan við hornið. Þetta er svona lókal búlla en óvenju snyrtileg og með hágæða gómsætan mat á góðu verði. Held ég gæti sátt borðað þarna á hverjum degi það sem eftir lifir Hong Kong dvalar. Eða bara það sem eftir lifir ef að út í það er farið. Þar sem ég sat þarna í hádeginu í gær, starði út í tómið og beið eftir nautakjötinu og hrísgrjónunum mínum kemur vestrænn maður inn á staðinn og er vísað til sætis við hliðina á mér. Ég sit steinþegjandi og held áfram að stara út í tómið. Maðurinn sat lengi vel og starði steinþegjandi út í tómið á meðan hann beið eftir rækjunum sínum. Svo gafst hann upp á þögninni og tóminu kynnti sig sem Peter og sagðist alltaf reyna að koma á þennan stað þegar hann er í Hong Kong. Í ljós kom að Peter er svona ljómandi skemmtilegur breskur flugmaður sem býr í Bretlandi og Frakklandi. Ef hann væri svona 20 árum yngri hefði ég trúlofast honum á staðnum og flutt í húsið hans í Frakklandi. Farið á dansnámskeið og enn eitt frönskunámskeiðið. Lært tennis og að tefla. Æft mig í franskri matargerð, skrifað bók, bækur og saumað og prjónað föt. Farið með kreditkortið hans Peters í verslunarferðir til Parísar og London. En nei nei 20 ár er 20 árum of mikið. Sorry Peter. Ég er á leiðinni í kuldan og kreppuna á Íslandi.

3 comments:

Unknown said...

Ertu orðin svona pikkí? Þú um það. Það bíða þín þá kuldalegir kúrekar og nokkrir Kínverjar á klakanum góða.

Hölt og hálfblind said...

ju ju tad er alltaf eitthvad: of litlir of feitir of gamlir of skollottir of leidinlegir. En reyndar aldrei: of storir of grannir of ungir of harprudir of fyndnir.

Unknown said...

Mér finnst þú nú alveg geta sætt þig vid 20 ár þegar það eru svona ljómandi margir góðir kostir við karlgripinn ;)Eigid meira segja sama uppáhaldsveitigahús í Hong Kong.