Thursday, November 05, 2009

Dagar 20, 21 og 22

Ég er í skólanum. Hlutirnir eru farnir að vera örlítið hversdagslegri. Ég vakna um níu leitið, snúsa í óákveðinn tíma og drösla mér svo á fætur, borða banana í morgunmat og tek strætó í skólann. Fæ mér kaffi á Starbucks í skólanum sem selur fínt kaffi á mun betri prís en annarsstaðar í borginni. Ég er hættulega heit fyrir frappucino sem er eins og heil máltíð með súkkulaði eða karamellu og rjóma og öllusaman mmmm. Hangi í skólanum til fimm, sex og tek svo strætó heim. Tsijlla bara á kvöldin. Fæ mér eitthvað gott að borða, les og skrifa og horfi á heimildarmyndir í sjónvarpinu.
Ég er flutt í annað herbergi. Nú er ég með eigið baðherbergi. Sem ég er massa ánægð með því að ég er ekki að borga fyrir það. En á móti kemur að ég er ekki með internet á herberginu og eldhúsaðstaðan er í formi ísskáps. Ég nenni ekki að pirra mig á hostelgæjanum sem viriðist hafa tímaskyn eins og fjögurra ára barn. Á morgun er framtíðin. Á morgun kemur internet, á morgun verður eldhúsið tilbúið, á morgun geturðu skipt um herbergi. Í gær er fortíðin. Í dag er núna. Ég hangi allavegana ekki á facebook á kvöldin meðan ég hef ekki internet og það var hvort sem ekki planið að vera heima að elda á meðan ég er hérna.
Á miðvikudaginn fékk ég síðasta þátttakandann minn. 81 á 8 dögum. Ljómandi gott þakka mér fyrir.
Í dag fimmtudag byrja ég að reikna og mér virðist við fyrstu sín að ég sé að fá helvíti fínar niðurstöður bara, jessss! Ég fagna því með því að fara á bar í Soho og fá mér minn fyrsta barbjór í Hong Kong, Carlsberg, Hong Kongarar eru mikið fyrir Carlsberg. Ég er mikið fyrir Carlsberg.

No comments: