Monday, November 02, 2009

Dagur 18 – Sunnudagur

Letidgur. Ég sef út, les í bælinu, fæ mér síðbúinn morgunverð og rölti út í Victoria Park. Sunnudagar eru merkilegir dagar í garðinum því þá fyllist hann af indónesískum vinnukonum. Þessar konur vinna fyrir ríka fólkið sem er svo almennilegt að hleypa þeim út á sunnudögum. Þá þyrpast þær í flokkum niður í bæ og í Victoria Park. Svo sitja þær tímunum saman á teppum, borða, drekka, spjalla, spila og hvíla sig. Í garðinum voru líka rokktóleikar, jess! Þar spiluðu meðal annars hljómsveitirnar Broken Lighter, Rednoon og Nuclear. Krádið gengur af göflunum þegar Nuclear byrja að spila. Þeir eru með rosalegar hárgreiðslur og góð múv, allir í takt. Ég stoppa lengi á tónleikunum og hangi með hinum unglingunum. Ég sé svolítið eftir að vera í svona litskrúðugum fötum og langar að fara eftir tónleikana og kaupa mér svört föt og Dr. Martins. Kannski fer ég seinna en eftir tónleikana fer ég í bíó á myndina Prince of Tears. Taiwönsk mynd um kommúnistaveiðar á sjötta áratugnum. Mikið drama, ágæt mynd. Ég þamba kók með poppinu og ligg andvaka fram á miðja nótt, andskotans koffín skoffín.

6 comments:

Unknown said...

Yndislestur 101! Skemmtileg skrif. Þú með hinum unglingunum (!!) á óvæntum tónleikum og að horfa á súmó. Bara stuð. Falleg lýsing hjá þér á Lamma og veitingastaðaupplifuninni. Haltu endilega áfram að njóta þín á eigin spýtur, þú ert greinilega góð í því!

Unknown said...

Mikið langar mig á tónleika með þér í Viktoria park í Dr martens skom.

Unknown said...

Búin að lesa allt sem er búið að draga á daga þína. Mikið hlýtur að vera gaman hjá þér. Oooooh Víetnam hljómar líka ógurlega freistandi.

brynja said...

Mig langar líka geðveikt í Dr. Martens eins og unglingarnir.
Sakna þín, word verification-orðið er missest.

Hölt og hálfblind said...

oh eg vaeri sko mikid til i ad fara a rokktonleika i dr. martins med ykkur stelpur minar. Eg er sko i alvoru ad spa i ad fa mer dr.martins. Ganga i barndom. Held eg sleppi samt pinulitlu itrottastuttbuxunum vid :)

Mithras said...
This comment has been removed by the author.