Saturday, November 28, 2009

Me and Bruce Lee

Ég er búin að afreka mikið síðustu vikuna. Hef reiknað og skrifað eins og vindurinn. Er alveg að verða búin. Með fyrstu lotu. Ætla að senda skýrsluna til leiðbeinandanna á mánudaginn. Fæ þetta svo trúlega til baka með breytingartillögum og gagnrýni. Vonandi þarf ég ekki að breyta miklu. En maður veit aldrei með þetta lið. Eins og er er mér nett sama um gæði og einkunn. Ég vil bara klára þetta helv.... Svo fór ég á stefnumót við styttuna af Bruce Lee. Lét að sjálfsögðu taka mynd af mér með kauða.




Það voru fleiri sem létu mynda sig með meistaranum.







Svo tók ég myndir af jólaljósunum. Hér skreyta þeir að sjálfsögðu með því að neonþekja heilu háhýsin með jólamyndum.


2 comments:

Brynja said...

Skemmtilegar myndir, bæði af Bruce og jólaskreytingunum. Man eftir jólaskrautinu í Kína þegar við vorum þar. Í apríl.
Mikið ertu annars dugleg að halda þig við efnið í rannsóknunum þrátt fyrir öll þessi afvegaleiðandi neonljós og framandlegheit.
Hlakka til að fá þig yfir í te og smákökur.
Rock on!

Unknown said...

Þetta er svo fallegt og ég er mjög stolt af þér að hafa lagt í þetta ferðalag. Pílagrímsför hreinlega.
Stolt og hrærð.