Wednesday, June 10, 2009

Vinnandi kona

Ég er búin að ráða mig í vinnu við að bera út póst. 3 daga í viku 3 tíma í senn. Rokk og ról lengi lifi Bukowski! En þetta er auðvitað ekki nóg fyrir öllum bjórnum svo að ég réð mig líka í að smyrja samlokur og búa til salöt á þessu kaffihúsi:



Þetta er rosa mikið kósí staður við kanal í Jordaan. Ekki alveg nógu sjabbí til að vera Bukowski stæl. En ég sé hann svo sem alveg fyrir mér að drekka viskí þarna við barinn from time to time jú jú. Með öllum hinum fastagestunum. Ég fæ afslátt af drykkjum á barnum og tvo fría eftir vaktina. Það er nú Bukowski stæl. Fæ samt ekki að steikja neitt, engir hamborgarar eða steikt egg. Það er eftirlíking af þessum stað í Nagasakí.
það var ekkert búið að gerast í tvo mánuði í atvinnuleitinni hjá mér og svo bara fékk ég tvær vinnur á tveimur dögum. Svona getur þetta verið. Og svo er ég bara mest búin að vera heima og í garðinum í sólbaði og að drekka bjór og ekki gera neitt sérstakt. Nú allt í einu gerist allt. Ég fæ tvær vinnur, allt að smella varðandi Hong Kong, research proposal að fæðast, prófessorinn úti að tjékka á húsnæði fyrir mig, Jómín að koma í heimsókn á mánudaginn með Smáralinginn og Yo La Tengo tónleikar á morgun. Ég ætlaði líka að fara í útilegu um helgina en er hætt við það enda vinnandi kona og alvarlegur mastersnemi. Þarf að vinna og skrifa um helgina áður en gestirnir detta inn. Jibbíjójibbíjeih! 17. júní og sumar. Ég ætla að kaupa kassa af bjór.
Já og varðandi yfirlýsinar mínar um að ég ætli að kaupa one way ticket to China og aldrei að koma aftur þá er það nú allt óljóst sko. En ég er búin að segja íbúðinni hérna upp frá haustinu. Og planið er að vera í Hong Kong í Októrber og fram að jólum. Og svo eru þrír möguleikar í stöðunni eins og er: 1. Verða eftir og höstla mér vinnu við enskukennslu í Kína, líklegast Sjanghæ. 2. Fara til Svíþjóðar, læra sænsku, leita mér að vinnu, og sækja um í annað mastersnám þar. Danmörk kæmi líka til greina en er minna spennt fyrir því. 3. Fara heim á sker og, og hvað gerir kona á Íslandi.

1 comment:

Dísa said...

Helst vildi ég fá þig heim, það er svo notalegt að hafa þig nálægt okkur og svo vantar örugglega sálfræðinga hérna á skerið, örugglega margir í sálarkreppu hérna. En allt hitt hljómar líka ótrúlega spennandi. Kósý staður sem þú ert að vinna á. Gangi þér vel