Friday, June 12, 2009

The Summer - Yo La Tengo

Ég fór á Yo La Tengo tónleika í gær. Í hálfgerðu ástandi eftir að hafa unnið 9 tíma á kaffihúsinu og drukkið bjórana mína tvo eftir vaktina. Örþreytt. Neminn ekki vanur að standa 9 tíma vakt og vinna. Full. Ég sá þessa hljómsveit síðast fyrir 12 árum í New York. Það er svakalegt, 12 ár. En ég hef lítið breyst og þau ekki heldur. Georgia ennþá bara svona ómáluð í skyrtunni sinni, uber tsjilluð að tromma og syngja. Tónleikarnir í New York voru þó talsvert meira rokk en í gær. Þetta voru hálf órafmagnaðir tónleikar og þau sátu bara á sviðinu og tóku við spurningum úr sal. Spiluðu svo lög sem tengdust spurningunum. Ameríkanarnir mikið fyrir að spjalla. Þau voru sniðug og tóku mörg skemmtileg lög. Þegar einhver spurði hvað þau hefðu verið að gera baksviðs eftir uppklappið sögðust þau að sjálfsögðu hafa fengið sér nokkrar línur af kók og hórur. Þau væru nú einu sinni rokkhljómsveit. Það var sérlega gaman að heyra þau taka et moi et moi et moi með Jacques Dutronc.

3 comments:

Fanney said...

Ljuf sumarsending thetta thott her se vetur og eg hangi inni a bokasafni eins og sannur mastersnemi. Eg vil benda ther a thann moguleika ad taka stefnuna til Astraliu eftir jol en thu verdur liklega ad gera eitthvad annad her en ad kenna ensku. Thad yrdu kannski bara barstorf og strandferdir.

Hölt og hálfblind said...

Jedúddamammamía barstörf og strandferðir hljóma hreint ekki illa! En er ekki djöfulsins vesen að fá að vera og vinna í Ástralíu?

Fanney said...

Thad getur vel verid ad thetta se eitthvad vesen, thekki thad ekki nogu vel. En option allavega, einhvern veginn. Ekki vaeri leidinlegt ad hafa thig herna nidur fra.