Thursday, June 25, 2009

Metnaðurinn

Ég var ein að bera út póstinn í dag. Það gekk vel. Gríski hommin var búin að kenna mér flest leynitrixin í póstburði. Og segja mér frá því þegar póstlúga skelltist á fingurna á honum svo fossblæddi og hann þurfti að fara á slysó. Hann kenndi mér hvernig best væri að bera sig að við mismunandi bréfalúgur. Vara mig við tuðandi Hollendingum, grimmum hundum, rigningu og óvæntum vindhviðum. Þetta er starf sem krefst talsverðrar æfingar ef góður árangur á að nást. Ég var fimm og hálfan tíma í dag. Er dauðuppgefin og sólbrennd. Ég stefni á að vera svarbrún þegar ég kem heim 22. júlí, með massaða fótleggi og tónaða handleggi. Með góða bjórbumbu. Er að vinna í bumbunni núna. En samt best að fara að detta í bedda að þessu sinni. Ég er með kynningu á ritgerðinni minni á mánudaginn. Þarf að æfa mig og úrbúa slædssjóv á morgun.

No comments: